Vikan


Vikan - 20.07.1961, Side 4

Vikan - 20.07.1961, Side 4
gröftur hafði staSnað. Margir virðast ímynda sér, að hið fomrómverska hringsvið, Colosseum, er hefur nú rústir sinna risavöxnu múra til himins, hafi verið stórkostlegasti íþróttavangur fornaldar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að grimmdarverk þau, er þar voru sett á svið, áttu ekkert skylt við íþróttir. Forgöngumenn hinna fomu Ólympíuleika í Grikklandi snerust líka öndverðir gegn hinum villi- mannlegu „kappleikum“, er rómversku sigurvegararnir fluttu þangað með sér. í Rómaborg kynntist ég munki einum af Benediktsreglu, er Beda nefndist. Nafn sitt hafði hann frá hinum engilsaxneska starfsbróður sinum, Beda Venerabilis, sem var einn merkastur maður miðaldanna hinna fyrri, undramaður að lær- dómi hreinlijartaður og sanntrúað- ur í allan máta, fróður maður og heilagur. Kirkjan sæmdi hann nafn- bótinni doctor ecclesiae, nokkuð seint að vísu, — ekki fyrr en árið 1899. Opinberlega er hann því i tölu mestu lærifeðra hennar og prédik- ara. Við, sem teijumst til alþýðu mnnna, ættum sjálfsagt að mtnnast lnans, þvi að það var hann, er kom á tímataSinu frá fæðingu Krists. Hér skal þoss og getið, að hann lét eftir sig’ a!I unn spádómsorð, sem liingað t'n ' hafa ekki verið afsönnuð, þótt einkennilegt sé. hau eru á þessa :.iO: „Meðan Colosseum stendur, mun Rómaborg vera til. Þegar Coloss- eum fellur, mun Róm falla og með Ivjnni aliur heimurinn.“ Vissulega er Colosseum nú rústir eiriár. En þeir, sem annars eru hjá- trúarfullir, geta að minnsta kosti haldið því fram, að það, sem enn stendur óhaggað af hinni miklu byggingu, sé nóg til þess, að forða heiminn frá að tortímast. Það skal ég þó viðurkenna, að ég hef aldrei getað fellt mig við þessa hugsun, að þvílíkt minnismerki frá fornöld skuli eiga að vera mannkyni sam- eiginlegur verndargripur við vá og dauða. Colosseum, sem heyrt hefur og séð mannvonzkunni hrópað meira lof en nokkur bygging önnur í víðri veröld, getur kannski orðið víti til varnaðar og skelfingar, en ekki til aö vernda og varðveita. Vel var mér kunnugt, hversu mjög Beda, vinur minn, dáði sinn fræga nafna frá sjöundu öld. Þó herti ég upp hugann eitt sinn, er við geng- um saman á Aventínhæð og höfð- um báðir fullvissað okkur um, að appelsínurnar í klaustursgarðinum væru súrar enn. Ég lét undrun mína í ljós yfir því, að hans háæruverðugi fyrirrennari hefði getað virt svo mikils þetta minnismerki yfir hið allra hrottalegasta, sem heiðindóm- urinn átti til. Vinur minn var öldungis á sömu skoðun og ég að þessu leyti, að sannarlega væri Colosseum imynd tignar og veldis Rómverja. Hins veg- ar álasaði hann mér hógværlega fyrir skoðanir mínar á liinum há- æruverðuga: „Skilur þú þá ekld, að Venera- Jjilis hefur áreiðanlega verið ,sömu skoðunar og við í þessuin efni. Orð þau, sem þú dregur í efa, hel'ur röng arfsögn iagt honum í inunn.“ Már hefur ekki gefizt tækifæri til að rannsaka þetta atriði. Ef til vill er það rétt. í huga hins forna kirkju- föður hefur Colosseum að líkindum verið nátengt minningunni um blóð hinna kristnu píslarvotta og þess vegna háleitt og heilagt. Hvort sem orð Beda eru sannleik- anuin samkvæm eða eigi hafa síð- ari tímar að minnsía kosti gert þau að sínum. Þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Rómaborg, var þess- ari skoðun nijög haldið á lofti. Menn virtust óljóst gera sér i hugarlund, að Colosseum hefði verið inikilfeng- legasti leikvangur eða íþróttavöllur í fornöld. Dýrðarljómi sá, sem enn leikur um þetta mikla hringsvið Rómverja, hefur með nokkrum hætti færzt yfir á nútimaíþróttir og tengt þær við það. En ærið vafasamur er sá ljómi. Einvígi skylmingamanna á sviði Colosseum áttu i raun réttri ekkert skylt við íþróttakeppni. „Við börðumst fyrir lífinu“. Forgöngumenn og fylgismenn hinna fornu Olympíuleikja snerust öndverðir gegn þeim hrottafengnu nýjungum, er rómversku sigurveg- ararnir fluttu með sér til Grikk- lands. Til er grafreitur yfir griskan skylmingamann, sem hefur getað verið Iþróttamaður á yngri árum. Má þar lesa á steininum viðkvæma þrá eftir glataðri hugsjón og eftir- læti: „Verðlaunin voru ekki olíuviðar- grein. Við börðumst um líf okkar.“ Þegar ég fór i fyrsta skipti eftir hinu mikla stræti, er Mussólini lét leggja, þvert yfir öll torg frá keis- aratímum Rómverja, án þess að það bætti umferðina svo að neinu næmi, sá ég Colosseum í fjarlægð. Þá sýnd- ist mér það brothætt og hrörlegt hrófatildur, er hrunið gæti um koll fyrir sólarhitanum, þegar morgun- móðunni létti. En þegar nær dró, skipti ég um skoðun. Þá var þessi risavaxna rúst traust að sjá og öflug, enda þótt sprungurnar í múrnum sæjust enn betur vegna sólarbirtunnar. Mér fannst sem byggingin hlyti að geta staðið enn um margar þúsundir ára, jafnvel allt til enda veraldar, eins og komizt hefur verið að orði. Og þó hafa ógrynnin öll verið úr þess- um rústum tekin. Þegar á fimmtu öld var farið að rífa burtu brons- þynnur þær, er bundu hina miklu steina sarnan. Málmurinn var dýr Eftir það varð Colosseum smám saman grjótnáma, sem var allt of auðveld aðgöngu, enda kepptust höfðingjaættir Rómaborgar um að ræna þaðan efni. Það er alkunna, að þrjár mestu og fegurstu hallir borg- arinnar eru að mestu reistar úr efni þaðan. Það eru Palazzo, Farnese, Cencelleria og Palazzo Venezia auk dómkirkjunnar i Ovieto. Þar við bætist, að eldingar og jarðskjálftar hafa tekið sinn toll af byggingunni. Tæpur þriðji hluti hennar stend- ur enn uppi og er nægur til þess að vekja furðu og aðdáun ferðamanna. I lögun er Colosseum fagurmyndaður sporbaugur, 188 m langur og 156 m breiður. Byggingin er fjórar hæðir, sem rísa I fimmtiu metra hæð yfir jörð. Þrjár neðstu hæðirnar eru bogagöng með hvolfmynduðum op- um og hálfsúlum til hliða i virðu- legum dóriskum, jónískum og korin- tískum stil. Efsta hæðin er múrvegg- ur, skreyttur korintískum súlna- Valdamenn í Róm og jafnvel al- menningur virtist haldinn sjúk- legri grimmd. Fjöldamorð og hvers kyns manndráp voru yndi ■íiCTBa 4 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.