Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.07.1961, Qupperneq 8

Vikan - 20.07.1961, Qupperneq 8
konungsdætranna, var athygli hans i uppn&mi. Hann gat ekki annað en fylgt einni af dans- meyjunum eftir með augunum. Ungu stúlk- urnar voru allar eins klæddar, með langar fléttur, í útsaumuðum kjólum og gylltum skóm, cn prinsessan, sem þær skrýddu, var svo áber- andi ólik þeim. — Hver er prinsessan? hvísl- aði hann að Gerdu. — Þei ... Það er Tessa Charles, vinkona min. Hún kemur i kvöld. Gerry talar svo mikið um Granthorpe og bernáku sína. — Gerald gretti sig dálítið. — Ég er viss um, að hún hefur ekki verið eins slæm og hann segir, hélt hún áfram. — Slæm, sagði Jim forvitnislega, og Gerald hló. — Hún var ekki slæm fyrir Jim, þvi að hann hefur aldrei verið uppreisnargjarn. Jim fann, að hann reiddist aðeins, og sagði: Ég er nú ekki eins leiðinlegur og Gerald lætur líta út fyrir. — Nei, auðvitað ekki, sagði Gerda brosandi. En Gerald vill gjarnan láta fólk halda, að hann sé óvenjulegur, og hann stenzt ekki freistinguna að ýkja örlitið. Gerald leit nú á klukkuna •— Við verðum víst að fara að bórða, Jim, sagði hann. Siðan getum við komið hingað aftur og talað um viðskiptin. Við sjáumst í kvöld, elskan. Gerda lagði höndina á öxl hans. Þetta var óbrotin hreyfing, en i sjálfu sér ástaratlot, og Jim varð Ijóst, að þarna var lokaður heim- ur, sem heyrði tveimur manneskjum til, sem elskuðu hvor aðra og skildu. - Ég vona að þú hafir ekki neitt á móti veizlu í Kvöld, Jim, sagði Gerda. Við erum með miða á ballettinn, og margir dansaranna koma með heim eftir sýninguna. •—■ Nú, svo að þetta með dansmeyjarnar var ekki vitleysa, sagði Jim brosandi. Gerda hló. — Ein þeirra var með mér i skóla, sagði hún. Ef þið eruð nú vænir og borðið heilmikið í hádegisverð, þá fáið þið eittlivað smávegis heima, áður en við förum á balletinn. Aleiðinni til veitingastofunnar sagði Ger- ald: — Jæja, hvernig finnst þér þá mín útvalda? — Hún er yndisleg stúlka. —- Slíkar stúlkur rekst maður ekki á i Granthorpe, sagði Gerald dálitið stríðnislega. — Kannski, ef maður leitar að þeim, sagði Jim örlitið særður. — Ekki á meðal stelpnanna í tennisklúbbn- um að minnsta kosti, sagði Gerald. Og þeir voru aftur orðnir ungir og rifrildisgjarnir, ekki alveg í góðu, en j)ó með virðingu hvor fyrir öðrum. Hvernig líður Janet? Er hún enn þá jafn óhugnanlega gallalaus, fullkomin og kaldllynd? Jim hristi höfuðið, og ljósa, fallega andlitið hans varð strákslega þrákelknislegt. — Þú ert alltaf svo óréttláttur gagnvart Janet, sagði hann. 1— Já, það er ég, viðurkenndi Gerald. En það er þó áreiðanlega kaup kaups. Hún þolir mig ekki. Þið eruð ekki trúlofuð enn þá, er það? Hún leit á hann og dauðbrá, þegar hún sá aðdáunina i augum hans. Siðan leit hún niður á Tessu, sem hún hafði þekkt, siðan þær voru telpur, og í fyrsta skipti sá hún eiginlega, hve Tessa var falleg. — Nei, sagði Jim gramur, og ég skil ekki, hvers vegna fólki finnst, að við ættum endi- lega að vera það. Það hefur alls ekki verið neitt annað á milli okkar en yfir- borðsleg vinátta. Nci, það held- ur þú, Jim, sagði Gerald. En þú ert dálitið ósanngjarn. Þú gabbar sjálfan l)ig. Þú kærir þig ekki um að særa móður þína með þvi að hætta hrein- lega að umgangast Janet, þannig að hún taki eftir því. En stundum verður maður að vera til- litslaus. Janet er ein af þeim, sem mundi kalla manninn sinn' herra Janet Green- och og setja hann út fyrir dyr á kvöld- in ásamt kettinum. Jim skellihló. — Jæja, þú trúir mér ekki, en það er auðvitað Jiitt að gera þér grein fyrir þvi. Þeir eyddu öllum deginum á skrifstofunni. Jim var alveg heillaður af starfi þvi, sem Gerald og fólk hans vann. Hann keypti margar teikningar, og þeir töluðu mikið um fram- tiðaráætlanir. Ein þeirra var þannig, að Gerald ætti að vera nokkurs konar Lundúnafulltrúi fyrir Jim. Þeir voru báðir svo hrifnir af þess- ari hugmynd, að þeir óku fullkomlega ánægðir með málalyktirnar heim til Geralds. Wegg og fjölskylda bjó i St. John's Wood- hverfinu, og þetta smáræði, sem þeir áttu að fá, áður en þeir færu í leikhúsið, reyndist vera smurt brauð á sænskan hátt og öl og nokkur staup. — Ég vona, að þér líki ballettinn, Jim, sagði Gerda, þegar þau voru setzt inn í bilinn á leið til leikhússins. Þetta er ekki fyrsta flokks ballcttfólk, en þau eru ekki slæm, og María Leontine dansar með. ;— Ég skal segja ykkur á eftir, livað mér finnst, sagði Jim brosandi. Ég hef aldrei séð hallett áður. Gerry hló og Gerda sagði afsakandi. •— En hvfið þetta var hugsunarlaust af mér. Þig lang- ar kannski ekkert að fara. En þetta er nú Eldfuglinn. Það finnst öllum gaman að honum. f fvrstu geðjaðist Jim alls elcki að ballettin- mn. Honuni fannst gaman að hljómlistinni og litunum. En þessar manneskjur, sem liring- snerust þarna, höfðu engin áhrif á hann. Þetta merkilega fótamál virtist honum vera alveg þýðingarlaust og einnig hreyfingarnar. Hvers vegna lét ungur maður í Ijós gleði með því að hoppa upp í loftið eins og lamb að vori til? Hvers vegna lét ung stúlka i Ijós eilifa ást sína með því að standa á öðrum fæti á blá- tánum og lyfta hinum upp í loftið. Þegar hann gerði þessar athugasemdir i hléinu á stríðnislegan hátt, sagði Gerda: Biddu bara, þangað til Eldfuglinn kemur. — Og um leið og hljómlistin hljóðnaði i myrkr- inu og teppið afhjúpaði binn töfrandi garð' Hin töfrandi prinsessa í Eldfuglinum var liið fyrsta af meiri háttar hlutverlcum Tessu. Hún hafði búningsherbergi með ungri stúlku, sem hét Juíie Adriani, og þegar hún kom þangað, var hún þegar búin að mála sig og var að skipta um föt. Hún leit með aðdáun á blómin, sem þar voru. — Eru jietta ekki blóm frá Leontíne? — Jú, hún er nýhúin að senda mér þau. — Dáðist hún að dansi þínum, eða gerði hún þetta af því, að þú ert vinkona André Lamartine? Tessa hristi höfuð- ið og brosti, dálítið vandræðalega, en varð um leið sorg- mædd. — Ég veit það ekki. Af seinni á- stæðunni, held ég, eða kannski er þetta bara hugdetta. —- Mikið er hún falleg, og hvað hún dansar vel. Þú verð- ur annars að flýta þér, Tessa, ef þú ætl- jipar að borða mcð ™ mér. Ég er orðin jfu iglorhungruð. i — Ég get ekki (/ komið með þér. Mér ' ;er boðið til Geralds 'og Gerdu Wegg í i , Hampstead. ) — Með André? — Já. — Þetta gengur eins og i sögu lijá þér. Júlía fór, og það varð allt í einu ó- hugnanlega hljótt í búningsherberginu. Tessa byrjaði að þvo af sér málninguna, og hún breyttist smátt og smátt úr prinsessu i sjálfa sig, unga og taugaóstyrka stúlku. Hvers vegna hafði Leontine tekið eftir henni? Af því að hún var með André? Og hvers vegna L KAF B VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.