Vikan


Vikan - 20.07.1961, Side 10

Vikan - 20.07.1961, Side 10
úr hópnum" Nú þegar sól er og suraar, er gam- an að ganga niðri í bæ og virða fyrir sér fólkið. Við og við rekst maður þá á einhvern, sem manni dettur i hug, að eiga viðtal við. Þannig fór fyrir okkur, þegar við hittum þessa Sigrún Bjarnason. stúlku niðri i Aðalstræti. Við báðum hana að stilla sér sem snöggvast upp við tréð og tókum þessa mynd. — Hvað heitir þú? — Sigrún Bjarnason. — Ekki ertu Bjarnason. Það geng- ur ekki. — Nei, ég er skírð Bjarnason. — Það var og. Og ert að spóka þig fyrir guða og manna augum. -— Auðvitað í sólskininu. Ekki sýn- ist mér aðrir gera annað hér í göt- unni. — Við tölum við fólk í atvinnn- skyni, þú skemmtir þér. Hvað get- urðu sagt okkur merkilegt úr ævi ungrar stúlku. Það er að segjn, þinni ævi. — Það tekur of langan tíma, að telja það upp. — Ertu Reykvíkingur? — Svona í og með. — Nú, hefurðu alið manninn ann- ars staðar? — Ég bjó i Bandaríkjunum í mörg ár. Það er að segja, ég var ýmist á Islandi eða í Bandaríkjunum fyrstu tíu árin. — Þú hefur þá kannski verið í skóla þar? — Já, ég var það. — Og þér gekk auðvitað vel. — Mér gekk bara sæmilega. — Þú kannt þá líka ensku uppá tíu. Eins og svo margir aðrir unglingar hefur Sigrún gaman að hljómlist og gerir hún litið uppá milli nútíma eða létta sígilda hljómlist. Hún hefur engin sérstök framtiðaráform önnur en að láta sér líða vel. Það væri þá helzt að læra fleiri mál. Og þar með kveðjum við hana. Tiímstundir Hefur ekki oít verið heldur litið um röð og reglu í herberginu hjá þér ? Liklegast munu flestir svara þessu játandi. Og flestir hafa líka afsakanir á reiðum höndum. En það bætir bara ekkert. Því er nú ver og miður. Smá saman hleðst á borð og hillur af alls konar smádóti. Og svo þegar von er á gesti er allt tekið saman i snatri og því skellt ofan í skúffu. Húr. fylitist svo með tímanum og þá er al- gjörlega gefið upp á bátinn að eiga nokkuð við þetta. Það eru ýmsar að- ferðir hafðar við það að vinna móti þessu, en þær gefast flestar illa. Það stafar ekki sízt af því, að þær út- heimta síendurtekna vinnu og þai stendur hnifurinn i kúnni. Við rák- umst á hugmynd sem dönsk stúlka hafði komið í verk heima hjá sér og hún er á, þessa leið. Hún fékk sér tvö herðatré með þverslám, þessi af betri gerðinni og festi milli þeirra dúk. Á þetta nældi hún öllu, sem hún hafði ekki tíma til að ganga frá á stundinni. Þarna hékk það og minnti hana á tilveru sina. Þannig gleymdi hún þvi ekki í einhverri skúffunni og oftast nær tókst henni að koma hlut- C'< unum þægilega fyrir áður en allt var komið i voða. Það er hægt að hafa ýmsar tilbreytingar i þessu, svo sem að lakka herðatréin og einnig með þvi að hafa skemmtilegt efni í dúkn- um. gagnavali. Á venjulegu máli má orða það þannig: Kauptu ekki húsgögn, sem eiga ekki saman. Þetta finnst ykkur kannski mjög auðvelt. En sannleikurinn er sá að þetta vefst íyrir mörgum. Það er sitt hvað að sjá skemmtilegan stól í búðarglugga og fá hann heim á stofugólfið hjá sér. Þið ykkar, sem ekki eruð með miklar áhyggjur út af húsgagnavali og kaup- ið lítið eða ekkert af sliku, viljum við benda á nokkrar staðreyndir. I fyrsta lagi eru flest húsgögn ekki ætl- uð til skemmri tíma en átta ára. Mörg endast áratugi. f öðru lagi eru hús- gögn mikil fjárfesting. 1 þriðja lagi eru þau undirorpin tízkubreytingum I fjórða lagi, allir þurfa á húsgögn- um að halda. Fyrstu tuttugu ár æv- inanr býrðu kannski heima hjá þér og lætur þér nægja húsgögn foreldra þinna Tveim árum seinna hefurðu kannski stofnað heimili og átt ekki einu sinni epiakassa til að sitja á. Kaupirðu húsgögn og það er sjálí- sagt að gera það, þá verðurðu að hafa í huga, að þau endast í ein tíu ár og verða helzt að vera það lát- laus að tizkubreytingar gera þau ekki leiðinleg þren árum seinna. Enn- fremur verðurðu að hafa það hugfast, að þú átt eftir að kaupa fleiri hús- gögn og þá mega þau sem fyrir eru, ekki vera svoleiðis, að ekkert passi við þau. Þess vegna viljum við benda þér á, að kaupa húsgögn, sem geta staðið innan um annars konar hús- gögn án þess að skemma heildar- svipinn. Nú hefur verið gert mikið átak hjá okkur í húsgagnaiðnaði og meðal annars hafa komið fram mjög skemmtileg húsgögn úr ýmsum málm- um. Vinsælast er nú svartbrennt járn og það hefur þann kost að vera lát- laust og mun því eiga vel við önnur húsgögn. Stólarnir, borðið og hillan á myndinni eru Það stílhrein, að þau sóma sér hvar sem er innan um önn- ur húsgögn. Eins og því er uppraðað mætti kaila það kjafta- og kaffikrók, en vitaskuld er hægt að hafa það eins og verkast vill. Hringlaga stóll- inn er klæddur gæru og þannig kost- ar hann um 2200 krónur. Með venju- legu ákiæði 1800 krónur. Hinn stóll- inn og hann er mjög þægilegur, kostar tæpar 1700 krónur með örmum og rúmar 1500 án arma. Það er ekki seinna vænna fyrir stúlkurnar að ná strákunum i buxnastælnum. Enda eru komnar á markaðinn Italic kvenbuxur, svo Það er búið að ná jafnvægi í þessu. Eins og fiestir erum við á móti Því að sjá nema ungar stúlkur í síðbuxum. Þvi þær hafa vöxtinn. Þessar buxur eru sem sagt gerðar af sama fyrirtæki og hinar buxurnar og sniðin því í sama formi. E'ins og gefur að skilja, þá er mikil fjölbreytni í efnavali og þess vegna kosta buxurnar frá 600 tii 700 krónur Þær eru hentugar bæð! sem sumarígnngsklæði og eins t’l vetrarbrúks. Herberglð mitt át.tu þetta? Járnramminn fyrir hillurnar kost- Það er töluvert atriði í innréttingu ar 290 krónur parið og hver hilla, herbergis, að gætn samræmis i hús- sem er úr furu kostar 120 krónur. 1Q VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.