Vikan - 20.07.1961, Page 11
— Góðan daginn, ég heiti Jóna og er nýi ná-
granninn yðar, ekki getið þér lánað mér bað-
handklæði?
— Er það rétt hjá mér, að konan yðar sé
örvhent?
— Einn í riðbót, þá gengur það.
4 i
ÞEKKTU
SJALFAN
ÞIG
Dr. Matthías Jónasson:
DILRÆM
LÆKNINGARMÁTTLR
TÖFRALÆKNIRINN.
Þjóðsagan sprettur af töfrablandinni ósk-
byggju- ifún veitir svo auðveldar skýringar
á torræðum fyrirbærum, að frumstæð hugs-
un hneigist til að skýra hinn ffókna raun-
veruleika íyrst og fremst út frá dularfullum
rökum hennar. Að öðrum kosti væri hann
óbærilegur. Fuilhraustum manni er skyndi-
iega varpað á sjúkrabeð, kýrin, sem skilaði
ofurgnægð mjólkur í gær, engist í dauða-
teygjum i dag. Svartigaldur iiiviijaðra manna,
reiði fjandsamlegra vætta hlýtur ein að valda
siiku böli.
Vonúir menn geta beitt myrkravaldiuu til
þess að vaicia öðrum tjóni, en Jpvi skyldu þá
ekki góðir menn einnig geta náð tökum á
holium vættum og blíðkað þær svo, að þær
iækni hinn sjúka mann og hina deyjandi
snemmbæru? Töfraiæknirinn hefur fylgt
mannkyninu frá hinni frumstæðustu hjátrú,
og nú á dögum keppir hann i laumupraxis
sínum við röntgenfræðinginn og skurðlækn-
inn, efnagreinandann og lyffækningasér-
fræðinginn.
I sögu Guðmundar biskups góða, frægasta
töfralæknis hér á landi, eru fjölmörg dæmi
um dulrænar lækningar bæði á mönnum og
skepnum.
„Sá atburðr varð heima þar at Stað, at
kviga ein sýktist, er Koibeinn átti, svá mjök,
at honum þótti nær dauð vera, ok gengr
hann Kolbeinn til ok segir Guðmundi presti,
at þá lá kvígan úti á veiii ok rétti bæði frá
sér fætr ok höfuð ok var nær dauð. Þá ferr
Guðmundr prestr til með helga dóma sina
ok gengr sjau sinnum umhverfis með helgan
dóminn ok syngr yfir henni. Þá sprettr
kvigan upp ok þegar alheil ok hleypr hart
um völhnn.“
Þó að shkum undraverkum hins dulræna
lækningamáttar sé litt á loft haldið nú, er
ástæðan ekki sú, að nútima-töfralæknar
kunni miður fyrir sér, heldur kemur þar
til litillæti þeirra. Hins vegar varpar þessi
frásögn nokkrum vafa á þá kenningu sumra
huldulækningasérfræðinga, að sjúkiingurinn
þurfi að trúa á dularmátt læknisins til þess
að öðlast bót meina sinna. Því verður vart
trúað, að kvígan hafi skyggnzt djúpt inn i
hug hins tónandi og særandi töframanns.
SEFNÆMT GEÐ.
Um manninn kunna þó að gilda önnur rök.
Trú hans er máttug, ekki sízt hjátrúin. Ekki
aðeins, að hún flytji fjöll úr stað; hún býr
til himingnæfandi fjöll, þar sem hið kalda
raunsæi sér einbera fiatneskju. Mikill fjöldi
mannlegra sjúkdóma eru ímyndaðir eða ýkt-
ir. Trúgjarnir menn eru afar sefnæmir og
imyndunarafl þeirra auðvakið. í sjálfsmeð-
aumkun sinni leyfa þedr því að margfalda
sjúkdóminn og þá þjáningu, sem hann valdi.
Sjúklingur af þessu tagi unir ekki lengi hjá
lækni, sem tekur ekki mark á ýkjum hans.
Auðvitað þekkja reyndir læknar vel á
þetta, og jafnvel hinir raunsæjustu koma
alllangt til móts við huglæga þörf sjúklings-
ins. Þetta á sér þó sin takmörk, svo að lækn-
irinn kemsl oft ekki hjá því að reyna að leið-
rétta afstöðu sjúklingsins til raunverulegs
eða imyndaðs sjúkdóms. Og þó að traust
sjúklingsins á læknunum styðji að lækningu
ýmissa sjúkdóma, verður samvizkusamur
læknir oft að láta í það skina, þegar um
flókna og erfiða sjúkdóma er að ræða, að
hann er hvorki óskeikull né almáttugur.
Þessum takmörkunum er töfralæknirinn
ekki háður. Hann leitast fyrst og fremst við
að sefja sjúklingi sínum skefjalausa trú á
óskeikulleik sinn. Hann á aúðvelt með þetta
vegna þess, að hinn dulræni lækningarmátt-
ur, sem hann ræður yfir, hefur sjálfan hann
upp yfir allt raunsæi. Huldulækninum eru
engin takmörk sett. Gegnum töfralækninn
opnast leið til ómælanlegs lækningamáttar
og ótæmandi heilsulinda. Töfralæknirinn
þarf aðeins að kunna að skapa sér orðróm,
temja sér dulrænt látbragð, þá vaknar vissri
manngerð takmarkalaus trú á óskeikulleik
hans.
Og trúin færir mönnum stundarbata, jafn-
vel þó að hann sé aðeins ímyndaður. Margir
sjúkiingar ganga á inilli sérfi'æðinga og
töfralækna og eru oft miklu þolinmóðari að
biða eftir bata frá þeim síðarnefndu. Til
höfundar þessara lína leitaði nýlega kona
með mjög taugaveiklaðan dreng. „Hann fékk
nú pillur hjá lækni hérna, en ég gaf honum
Framhald á bls. 26.
I sögu Guðmundar biskups góða, frægasta
töfralæknis hér á landi, finnast
fjölmörg dæmi nm dulrænar lækningar
bæði á mönnnm og skepnum.
vikan n