Vikan


Vikan - 20.07.1961, Síða 17

Vikan - 20.07.1961, Síða 17
->— Nei, svaraði litli súpuhat- arinn þrákelknislega. Ég ætla að fá rjómaís. Fullar skjólur. Alveg þangað til mér verður illt í maganum. Dr. Edmund Weesen- mayer „stjórnarfulltrúi hins mikla þýzka ríkis“ í Ungverjalandi. Fleiri lönd minnast þessa tit- ils og muna hversu víð- tækt vald slíkur „stjórn- arfulltrúi" hafði. hennar tign, Keméney barónsfrú. Nú varð mér loksins Ijóst, hver þessi dularfulla vinkona forstjórans var. Ég haföi einu sinni séö hana við opinbera móttöku, þessa ljós- hæröu, miðaldra konu meö austur- ríska málhreiminn. Maöur hennar var nýorðinn utanríkisráöherra! — GóÖan daginn, elskan, sagöi nú forstjórinn. Hefurðu sofið vel? Já, ég er aleinn og við getum spjallað saman í ró og næöi. Hann deplaði augunum til okkar og mér blöskraði tvöfeldni hans og óheilindi. En pabbi var auösjáan- lega eklcert hissa. Hann vissi við hvern hann átti. Það var alkunna, að einkalíf utanríkisráðherrans var ekki eins og það átti að vera. Ráðherran sjálfur hefur víst verið sá eini, sem ekki vissi það. Getum við hitzt í kvöld ... ? Nú, svo maðurinn þinn er heimat Já, en getur þú þá ekki boðið ein- hverjum vinum heim? Ég hefði gjarnan viljað fá tækifæri til að hitta hann að máli. . . Nei, elskan min, auðvitað ert það þú fyrst og fremst, en við verðum nú líka að hugsa fyrir morgundeginum, er ekki svo. . . ? Nei, ég er ekki orðinn heimspekilegur í hugsunum, ég er bara að reyna að segja þér, að hann er 1 aðstöðu, sem hann getur not- að sér til framdráttar siðar meir. . . Já, rétt segir þú, það er viðkom- andi Gyðingum......... Hann hnyklaði brúnir og hlust- aði um stund, svo hélt hann áfram: — En sá hugsunarháttur! Auðvit- að getur maður leyft sér að fara þannig að, ef ætlunin er að valda vandræðum. . . . Já, já, er miklu betra. Reyndu að fá hann til að halda þeirri stefnu. Það er gott . . . Jæja, við sjáumst þá i kvöld! Hitt- umst heil, ástin min. Hann lagði heyrnartólið á. — Jæja, og hvernig er þá útlitið? spurði faðir minn. — Er nokkuð að frétta? — Bæði gott og illt, svaraði M.S. Hún var náttúrlega mjög varkár í orðum, en hafi ég skilið hana rétt, hefir þetta Eichmanns-villidýr kraf- izt þess, að fjöldaflutningar Gyðinga verði teknir upp aftur þegar í stað. Utanríkisráðuneytið reynir af öllu afli að seinka framkvæmdum, og hefir jafnframt boðið erlendum Þessir Gyðingar höfðu engin verndarvottorð! Þeir voru teknir af lífi sem gislar í janúar 1945, ásamt öðrum Ungverjum, er taldir voru óvinveittir Þjóðverjum. stjórnarerindrekum i sérlega veiðiför. Þar mun þeim verða gefið tælcifæri til að ræða hrottfhitningana á bein- linis viðski-otnlegum grundvelli. Nú veist þú eins mik- ið um þetta og ég, og þú getur lika gefið vin- um þinum og kunningj- um einhverjar upplýs- ingar. Persónulega von- ast ég til að viss sænsk- ur stjórnarfulltrúi minnist min, þegar allt þettn er um garð geng- ið. Við siáum nú hvað setur. Ég ætla að minnsta kosti aldrei að gefa út bækur framar. Ég ætla að breyta fyrir- tækinu i tónlistarforlag. Ég veit hara ekki hvort ég á að byrja með að gefa út „Fánaljóð Bandarikjanna" ellegar „Volgusönginn.“ E5TTR því sem fram liðu stundir, var gefinn út aragrúi af vernd- arvottorðum. Ríkisstjórn örva- krossmanna hafði veitt sænska sendiráðinu leyfi til að gefa út 4500 vottorð, en i fyrstu viku nóvemher höfðu þegar verið gefin út 8000. Starfsmenn i útibúi sendiráðsins við Tigrisgötu höfðu fundið upp snjallt tölusetningarkerfi. Voru þar tengdar saman tölur og bókstafir m!eð þeim hætti, að raunveruleg töluröð vottorðanna lá alls ekki i augum uppi. Hinn 2. nóvember hafði Wallen- berg tekizt að fá undanþágu frá skurðgrefti og vegavinnu til handa öllum Gvðingum, sem höfðu vernd- arvottorð. Og hann hélt áfram að kaupa hús i norðúrhluta Búdapest, vinstra megin Dónár. Enda hótt eng- ir opinberir samningar hefðu verið gerðir, varðandi þessar hyggingar, voru hær þó undir vernd Svihjóðar. Wallenherg ræddi við Weesen- maver stjórnarfidltrúa með stuttu millihili og sendi skvrslu um starf- semi sina til ungverska utanrikis- ráðuneytisins svo að segja daglega. Hinn 17. nóvember barst öllum erlendum sendiráðum i Búdapest stóreflis umslag frá ofangreindu ráðuneyti. Innan i þvi var skjal með svolátandi yfirskrift: Minnisgreinar varðandi tilskipun forsætisráðlierrans hinn 17. nóvem- ber, með tilliti til hinnar endanlegu lausnar Gyðingavandamálsins. Lesmál það sem á eftir fylgdi, eða að minnsta kosti fyrsti kafli þess, var beint samþykki til Wallenbergs. Þar stóð, að hinum ungversku Gyðingum hugsaðist skipt í sex sér- flokka og voru þeir skilgreindir á þessa leið: 1. Gyðingar sem hafa erlent vernd- arvottorð. Skulu þeir hafa safnazt saman i Palatínushverfinu fyrir 20. nóv. 1944. Nánari fyrirmæli verða ljirt i dagblöðunum. Gyðingar í þessum flokki eiga að dveljast i hverfinu þangað til þeir fara af landi brott. Þeir hafa leyfi til að ferðast um götur hverfisins milli klukkan 8 og 9 að morgni. Brott- för þeirra úr landi er háð samning- um milli stjórnar Ungverjalands og viðkomandi ríkja, sem og samning- um milli þeirra stjórna og ríkis- stjórnar Þýzkalands, varðandi flutn- ingamöguleika. Tala Gyðinga í þessum flokki er fastákveðin með samkomulagi milli stjórnar Ungverjalands og hinna hlutlausu ríkja og verður elcki hækkuð. ETTA var allt árangur af störf- um Wallenbergs. Þvi miður voru Gyðingar i tveim næstu flokkum ekki eins vel settir. Annar flokkur var Gyðingar er „lánaðir skyldu þýzku Stjórninni.“ Með öðrum orðum: Þá átti að flytja brott úr landinu. í þriðja flokki voru þeir, sem áttu að vera kyrrir í Ungverjalandi fyrst um sinn. Skyldu þeir fluttir í Gyðingahverfi og ekki eiga út- gengt þaðan. í skjalinu stendur orð- rétt: Þeim eru algjörlega bönnuð afnot af útvarpi og síma. Póstur til og frá þeim verður aðeins afgreiddur af sérstöku pósthúsi, er stofnsett verður samkvæmt samkomulagi millum innanríkisráðherra og sam- göngumálaráðherra. Mega þeir að- eins skrifa á ungversku og engum öðrum en Gyðingum. Öll bréfaskipti fara fram á þar til gerðum, gulum pappír, og skal nafn og heimilisfang sendanda ritað á hann. Gyðingar mega aðeins fara úr þessu hverfi sinu, þegar þeir eru fluttir i vinnu- þjónustuna. Með öðrum orðum: Hlið Gyðinga- hverfisins átti aðeins að opna þegar um brottfluning væri að ræða. Framhald á bls. 32. VIKANl 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.