Vikan - 20.07.1961, Qupperneq 25
5
Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Sjáðu bara hvernig
mamma fer að: Lítið i einu en oftar.
En þú hefir rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mamma þin hefir líka frá
æsku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er NIVEA !
Nivea inhiheldur Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá þvi stafa
hin góðu áhrif þess.
■o matic
hallandi nál
betri yfirsýn
SINCER 401
or allra nýjasta og þsgilegasta saumavélin Iri Singer.
Eina saumavélin meö skáhallri nál. Spólan er vel staösett
og opin svo að aetíð sést hve mikið er eftir i hennl.
Innbyggt þrxðingarkort og skrautsaumsleiðarvislr.
Auðvelt er að sauma Zig-Zag. hnappagöt, festa tölur#
stoppa og margt fleira. Slnger 40I er fallegasta og
nýtizkulegasta saumavélin á markaðnum.
II
*
’hUimap
venju
temja
71 i'úts:: lerltiö (21. marz.—20. a'pr): T-angb'zti
dagur vilamnar verður tvírnælalaust þriðjudagur,
og virðist allt snúast i kringum þann dag Þú færð
: ð glima við verkefni, sem þér þykir 'vænt unr,
og verður það til þess að þú færð áhuga á ein-
iiverju, sem mun eiga hug þinn allan næstu vikur. Vertu
ei:!.: - nkið úti eftir miðnætti um helgina.
Nauts.nerkiö (21. apr.—21. mai): Þér býðst að
fara í ferðalag í vikunni, en ef heilsan er ekki
í fullkomnu lagi, ættir þú að láta það vera. Þér
býðst annnð og betra tækifæri, áður en langt um
liður. Líkur á skemmtilegu samkvæmi i vikunni.
Þar kynnist þú einkennilegri persónu. Þú skalt fara var-
lega í peningamálum i vikunni.
Tv'.bura.nerkiö (22 maí—21. júni): Vikan verður
yfirleitt ánægjuleg, ekki sízt fyrir karlmenn. Þó
verður oitthvað, annaðhvort á miðvikudag eða
fimmtudag til þess að varpa skugga á alla gleð-
ina. Taktu það samt ekki allt of nærri þér. Þú
lofaðir kunningja þinum einhverju fyrir nokkrum vikum,
og nú er komið að efndum.
Krabbamerkið (22. júní—23 júlí); Það bíða þín
mörg og margvísleg vandamál í vikunni, og
þú skalt ekki taka það nærri þér, þótt þér tak-
ist ekki að ráða fram úr þeim öllum, því að það
myndi vera hverjum manni ofviða. Þú virðist
venju fremur lausmáll þessa dagana, og gæti lausmælgi
þín orðið til þess að koma þér í leiðinlega klípu.
Ljónsmerkiö (24. júli—23. ág): Þú virðist hafa
fjölmargt á prjónunum þessa dagana, og má með
sanni segja, að ýmsar hugmyndir þínar séu næsta
fjarstæðukenndar. Kvöldin verða mjög ánægju-
leg í vikunni, en hætt er við að vinna þín verði
fremur tilbreytingarlítil. Þú ættir að reyna að
þér skynsamlegri vinnuaðferðir.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Það liggur fátt
ljóst fyrir, vegna annarlegrar afstöðu stjarn-
anna, svo að lítið verður úr þeim lesið. Eitt virð-
ist þó ljóst, að þú lifir á einhvern hátt óvenju-
legu lífi í vikunni. Ekki er ljóst, hvort vikan
verður neikvæð eða jákvæð, nema hvað hún verður alger
andstæða við síðustu viku. Talan 6 virðist skipta allmiklu.
VogarmerkiÖ (24. sept—23. okt.): Það gerist
heldur fátt i þessari viku. Þó virðist þú eiga í
vændum mjög skemmtilegt og jafnvel mikilvægt
stefnumót. Þetta er vika ógifta fólksins, því að
margir þeir, sem fæddir eru undir Vogarmerkinu
eiga eftir að kynnast lífsförunauti sínum, þótt það komi
ekki í ijós fyrr en löngu síðar.
Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Þér liggur
eitthvað á hjarta, en allt bendir til þess að þú
þorir ekki að trúa neinum fyrir því, og það er
einmitt það, sem þú ættir að gera. Góðvinur þinn
gæti orðið þér að miklu liði varðandi þetta mál.
Það hvílir einhver leynd yfir gerðum félaga þinna i vikunni,
og það er eins og þeir séu að leyna einhverju fyrir þér.
Bogamaðurinn (23. nóv,—21. des ): Þú hefur ó-
venjumikið að gera í vikunni, og þótt Þér þyki
það ef til vill leiðinlegt, verður þú að van-
rækja ýmsar skyldur þínar, til þess að geta ráðið
fram úr knýjandi verkefnum. Ferð, sem þú fórst
í fyrir skemmstu, dregur nú dilk á eftir sér, og
kemur það fram í vikunni. Þú skalt umfram allt ekki
lofa neinu, sem þú getur ekki staðið við.
Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Þér gefast
rnargar fristundir í vikunni, og skaltu nota tím-
ann til Þess að stunda áhugamál það, sem þú
hefur vanrækt undanfarið. Þú virðist ekki gera
þér það ljóst enn, að þetta áhugamál þitt getur
orðið til þess að afla þér talsverðra aukapeninga, Gamli
maðurinn, sem þú kynntist fyrir skömmu, kemur illa fram
við þig — ekki samt alveg að ástæðulausu.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Þessi vika
verður mjög svipuð síðustu viku, nema hvað
kvöldin verða í við skemmtilegri, einkum þó um
helgina — en einmitt um helgina verður þú að
fara öllu með gát og varast að særa einn kunn-
ingja þinn. Þér býðst einstakt tækifæri í vikunni, sem þú
getur því miður ekki nýtt Þér til fullnustu.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú virðist vera
farinn að standa í stað — Þú tekur engum fram-
framförum. Sannleikurinn er sá, að einmitt 5
Þessari og næstu viku, gefst þér mörg og góð
tækifæri til framfara, en hætt er við, að ef þv
tekur ekki á þig rögg, muni allt standa i stað sem fyrr
Fimmtudagur er mikill hamingjudagur, einkum þó kvöldif