Vikan


Vikan - 01.02.1962, Page 11

Vikan - 01.02.1962, Page 11
Hann hafði spurt hana hver ætti barnið og hún hafði slegið hann, síðan höfðu þau ekki sézt fyrr en nú. Þeir voru ergilegir yfir ball- inu, þetta yrði ekkert ball, sögðu þeir, og nenntu ekki að spila, en voru að laumast frá og fá sér bragð. Þetta var eins og á æfingu í tómu húsi, þar sem enginn dansaði. Þessar fáu sálir sem stöku sinnum voru að koma inn, báru ekki við að dansa, keyptu sér gosdrykki og flýttu sér svo út aftur. Úlfar reyndi að taka þessu létt, þetta gæti lagazt, sagði hann, sveitafólk kæmi aldrei á böll fyrr en þau væru að verða búin. Kannske hefðum við átt að auglýsa að ballið byrjaði í morgun, tautaði trommarinn. Hafsteinn lagði ekkert til málanna. Iteyndar fannst honum þetta asnalegt. Þeir höfðu fengið húsið leigt á tvö þúsund, og auglýst ball klukkan níu. En kannske það kæmi, draslið, klukkan var aðeins tíu. Kannske ekki orð- ið nógu áliðið sumars. Lillý hafði sagt að það sækti mest hingað seinni part sumars. Lillý, skyldi hún koma? Sko, þarna koma tveir bílar, sagði Bibbi alltí einu, sjáið þið strákar, þrír, fjórir, allt vað- andi í bílurn. O, það þarf nú að vera eitt- hvert fólk í þessum bílum til að það verði ballfært í þessum sal, þvílíkur djöfuls geimur, þessi hjallur, sagði trommar- inn ergilegur, hann var ó- kenndur, og alltaf ergilegur ef ekkert fjör var. Þeir nota þetta fyrir fót- boltavöll, anzaði Bibbi, við erum ekki hér á hverju kvöldi. Kannske þetta ætlaði að lag- ast. Því ekki það. Klukkan var aðeins rúmlega tíu. Nú komu nokkrir inn og stönz- uðu við miðasöluna. Þrjátíu, sagði miðasalinn. So-o, er mikið ball? spurði einn strák- urinn. Ekki enn. Djöfullinn, við höfum komið allt of snemma, sagði strákurinn. Einhverjir verða að koma fyrstir, anzaði miðasalinn. Það fjölgaði óðum, þetta ætlaði að verða fjölmenni, öll borðin voru upptekin og margir frammi og líka úti, en fáir að dansa. Því í djöflinum dansar það ekki, umlaði trommarinn. Kannske því líki ekki mús- ikkin, sagði Bibbi. Við verðum að hressa það upp, sagði Úlfar, ætli við reynum ekki gömlu dansana snöggvast. Viltu taka eitthvað í nikkuna Bibbi minn, ég ætla að skreppa niður og vita hvað því þykir, svo skal ég hvíla þig, ef það vill þetta heldur. Bibbi lagði frá sér básún- una og tók harmonikkuna, ergilegur, honum leiddist hún. Úlfar gekk niður í salinn og bauð upp dömu, glaðlyndur náungi Ulfar, og þeim líkaði öllum vel við hann. Þeir spil- uðu nú fjöruga valsasyrpu og fólk þyrptist út á gólfið, þetta líkaði því. Hafsteinn horfði athugandi yfir salinn en gat hvergi komið auga á hana. Kiddi kom, og bauðst til að hvíla hann en hann kærði sig ekki um það, strax. Heldurðu að hún komi? spurði Kiddi. Veit það ekki, ætli það. Hefurðu selt nokk- uð? Tvær, anzaði Kiddi. Jæja, þú gefur mér merki, ef ég verð inni. Já, þetta var orðið ágætis ball. Úlfar kom brosandi til þeirra aftur. Jæja, bærilega gekk það drengir, nú er bara að halda því á gólfinu. Nú skaltu fá þér snúning, Bibbi minn. Bibbi fékk honum nikkuna, feginn, tók jakkann sinn, og vék sér að Hafsteini. Ég held það rætist úr þessu. Djöfuls urmull er af sætum stelpum hérna. — Þekkirðu nokkuð? — Nei. — Mig klæjar í puttana eft- ir að góma einhverja, hélt Bibbi áfram. Ertu með. — Ekki strax, kannske bráðum. — Ætlar Kiddi ekki að hvíla þig? — Ég er ekkert þreyttur. — Hvaða djöfuls hundur er í þér. Kannske þú ætlir að taka seinni partinn, hann er drýgstur, sagði Bibbi glott- andi, smeygði sér í jakkann og gekk niður í salinn. Haf- steinn horfði á eftir honum, sá að hann bauð upp dökk- hærðri laglegri stúlku. Hún hafði komið inn, án þess hann tæki eftir því, sá hana bara ailt í einu úti á gólfinu. Snöggvast gleymdi hann að hreyfa fingurna, og Úlfar leit snöggt á hann. En hann áttaði sig undir eins og lét sem ekkert væri. Hún var að dansa við einhvern ljós- hærðan stuttan náunga, hann var auðsjánalega talsvert fullur og sítalandi. Hann fylgdi þeim með augunum meðan þau dönsuðu og sá hvar þau settust við eitt borð. Kannske það væri rétt að hvíla sig, og hann gaf Kidda merki með sérstökum tónum, sem þeir voru vanir að nota, og hann kom undir eins. — Hún er komin, sagði Kiddi lágt. — Já, svaraði Hafsteinn, og fékk honum gftarinn. Gaztu selt? — Já, allt, þetta rann út. Ætlarðu að finna hana eitt- hvað? — Veit ekki, má ég fá bíl- inn? — Hefirðu smakkað nokk- uð? spurði Kiddi, og fékk honum lyklana. — Lögregl- an er komin. — Nei, jæja, ég verð ekki lengi. — Það er allt f lagi, ég skal spila það sem eftir er. — Hafsteinn gekk niður og að borði sem Bibbi var setztur við, með þá dökkhærðu. Sko minn, datt mér ekki í hug að þú stæðist þær ekki hérna, sagði Bibbi glaðhlakkalega. Ætla bara að biðja þig að láta þessa í friði, glæsilegur minn, bætti hann við, og þrýsti döm- unni upp að sér. Stúlkan fliss- aði og hallaði sér að honum, en horfði þó ástleitnum aug- um á Hafstein. — Ætlarðu ekki að spila meira, spurði Hafsteinn, sett- ist við borðið á móti þeim, og rétti hendina eftir glasinu, sem var næst Bibba, hálft af einhverju. — Má ég fá mér einn? — Gjörðu svo vel. Nei, ég spila ekkert meira. Djöfu'inn ætli ég sé að þenja mig, ef það dansar baki brotnu eftir þessu. Held að Úlfar sé ekki of góður að gutla svolítið. Bibbi var orðinn töluvert full- ur. Allt í einu hallaði hann sér að Hafsteini og hvíslaði. Heyrðu, mér sýndist þeirri rauðhærðu þinni, frá því í fyrra, bregða fyrir áðan, ha. I Hafsteinn saup aftur á glas- inu og fann að hann roðnaði, rétti svo glasið til Bibba. — Jæja, sagði hann svo, ertu nú fárinn að sjá rautt. Takk fyr- ir drykkinn. — Ekkert að þakka elsku vinur, renndu úr því, þér veit- ir ekki af að taka eitthvað inn sem rennur niður og kannske upp líka, skulum við Framhald á bls. 42. VIKAN IX

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.