Vikan - 01.02.1962, Side 17
María Guðmundsdóttir, Ungfrú íslands 1961. Hún hefur að undanförnu starf-
að við tízkusýningar í Suður-Ameríku á vegum fyrirtækis í París. — Að
neðan: Það hefur verið. venja, að keppendur á Langasandi hafa haft með
sér sjó í flösku, hver heiman frá sér. Síðan hella þær úr öllum flöskunum
í þessa tjörn.
Undirbúningur
hafinn fyrir
es •*
jjjjM Jrar fjjj W wr ■■■
w ó v mm / Ji§ *J§ i ••• W w | 1 ■fV W Já . J ■ 'W ^ -1 mlm w ••••■ ■ i w ¥ W J i ■ iB f: ;■ 'tW
L r A m L.,, wgi F:- ;pr, • L «J|
jj : Æjjjjjj£ ‘ jm fík m St' Wa\ m 'M
Æs ■ &&fiicí« 'V. “V rQ'--, • £ Hjfc flB 1 m
H 1 mm fflg <1
FEGUR DARSAMKEPPN11962
Það er keppt um góð verðlaun
og mikil tækifæri.
1. verðlaun
Sigurvegarinn f keppninni — Ungfrú ísland
1962 — fær mikil verðlaun fyrir utan drottn-
ingartitilinn. Skal þar fyrst nefna ferð til
Langasands í Kaliforníu til þátttöku í keppn-
inni „Miss International 1963“. Þá verður
flogið frá Reykjavík til New York og þaðan
yfir Bandaríkin til Langasands. Innifalið í
verðlaununum er hálfsmánaðar uppihald á
Ilótel Lafayette á Langasandi, bíll og bíl-
stíóri allan tímann og 100 Bandaríkjadalir í
skotsilfur. Þá fylgir einnig kvöldkjóll og
undirfatnaður.
Sökum þess hve þátttakendur fslands hafa
vakið mikla athygli að undanförnu, hafa for-
ráðamenn keppninnar farið fram á það, að
Ungfrú ísland mæti hálfum mánuði á undan
öðrum þátttakendum í keppninni og á hún
að koma fram við ýmis konar hátíðahöld
áður en keppnin hefst.
2. verðlaun
Ferð til Beirut I Libanon til þátttöku í
keppninni „Ungfrú Evrópa“ 1963. Þá verð-
ur flogið héðan til Kaupmannahafnar, dvalið
þar í 2 daga, flogið til Frankfurt í Vestur-
Þýzkalandi og dvalið þar einn dag, flogið til
Vínarborgar, þaðan til Aþenu, Istambul og
síðan til Beirut. Þar verður dvalið í 12 daga
og þátttakendur í keppninni verða gestir
Iibönsku ríkisstjórnarinnar og búa á Riviera
Hótel.
3. verðlaun
Ferð til Miami Beach í Florida, Bandaríkj-
unum, til þátttöku í keppninni Miss Uni-
verse 1962. Flogið verður frá Reykjavík til
Parísar og staðið þar við í 4—6 daga og
búið á Hótel Napoleon. Flogið frá París til
New York og dvalið þar í 5 daga og síðan
til Miami Beach. Þar verður búið á einu af
hinum; dýru lúxushótelum á ströndinni
frægu og skotsilfur er hundrað Bandaríkja-
dalir.
4. verðlaun
Að öllum líkindum verða þessi verðlaun
fólgin í ferðum á „Miss World“-keppnina í
London og „Miss Istambul“-keppnina í Tyrk-
landi. Það er þó ekki fyllilega ákveðið, en
ákveðið er, að þessir verðlaunahafar fái
vandað armbandsúr frá Magnúsi Baldvins-
syni og módelkápu frá Kápunni h.f.
Það hefur orðið að samkomulagi, að Vikan taki að sér að sjá um fyrri hluta fegurðarsam-
keppninnar eins og í fyrra. Það var almannarómur, að fegurðarsamkeppnin hefði á sér mun
meira menningarsnið í fyrra en áður hefur tíðkazt og stúlkunum fannst fyrirkomulagið einkar
þægilegt. Nú erum við reynslunni ríkari og getum komið í veg fyrir agnúa og mistök, sem óhjá-
kvæmilega fylgja nýjungum. Keppnin verður færð fram um einn mánuð frá því sem áður hefur
verið: Orslitin fara nú fram um miðjan maí í stað júni.
UNGFRÚ ÍSLAND 1962
Ábendingar um fallegar stúlkur eru þakksamlega þegnar og eru lesendur blaðsins beðnir að
stuðla að því að góður árangur náist og Ungfrú Island verðskuldi þá upphefð og þau tækifæri,
sem hún fær að launum. Forráðamenn keppninnar og ritstjóri Vikunnar munu síðan velja 10
af þeim stúlkum, sem bent verður á eða gefa sig fram. Þær eru þar með komnar í undanúrslit
og myndir af þeim birtast í Vikunni. Fram fyrir áhorfendur í úrslitakeppni munu einungis koma
fimm stúlkur og þær fá allar verðlaun.
Fegurðarsamkeppnin býður uppá ferðalög, sem stúlk-
urnar munu minnast alla sína ævi, því þar skortir ekki
á glæsileik og þeir staðir, sem sóttir eru heim, eru meir
en bæjarleið frá íslandi. Fæstir eiga þess kost að komast
þangað einu sinni, hvað þá oftar. Ein verðlaunin í keppn-
inni hljóða uppá ferðalag til Beirut í Libanon, með við-
komu í mörgum frægum borgum í E’vrópu. Sigrún Ragn-
ars, ungfrú íslands 1960, fór þessa ferð í fyrra og kvað
hana verða sér ógleymanlega. Sigrún varð sem kunnugt
er fimmta á Langasandi og nú hefur hún meira en tíföld
mánaðárlaun skrifstofustúlku við tízkusýningar víða um
heim;,hefur til dæmis nýlega verið á ferðalagi um Japan,
Kína, Hawai og Filippseyjar.
HJALPIÐ OKKUR AÐ FINNA
\
16 VIIÍAN
VIKAN 17