Vikan - 01.02.1962, Blaðsíða 30
AUTOLITE
Power-Tip kallast nýjustu rafkertin frá The Electric Auto-Lite
Company, þau hafa vaki heimsathygli sakir kosta sinna.
EIN GERÐ FYRIR ALLAN HIÍAÐA — SÓTFÆLIN — MARGFÖLD
ORKA — STÓIÍSPARA ELDSNEYTI — INNBYGGÐUR
ÚTVARPSÞÉTTIR — ÓDÝRARI
Reynið in nýju Auto-Lite Power-Tip í bílinn —
í allar kveikjuvélar yðar.
Fást í flestum bílahlutaverzlunum.
Þ. Jónsion C«.
Brautarholti 6. — Sími 19215.
Uppgjör á sjó
Framhald af bls. 7.
fremri káetunni. Stýrimaðurinn,
Bill Eble, átti að sofa í káetu skip-
stjóra aftur á.,
Maier skipstjóri var í landi og
lible sagði þeim bvaða störf lægju
fyrir. Hann var ungur, dálítið feit-
laginn, og það var auðséð að hann
leið önn fyrir hve seint honum
spratt grön. Hann kvaðst hafa ráð-
izt til Maier skipstjóra fyrir milli-
göngu manns í New York sem væri
kunningi þeirra beggja; sagðist hafa
komið flugleiðis þaðan til þess .að
sigla skútunni heim með „karlin-
um“, en þegar til New York kæmi,
ætti skútan að liggja þar yfir sum-
arið.
Skipstjóri kom ekki um borð fyrr
en kvölda tók, og enn var hann á
stuttbrókunum einum klæða. Hann
bar bjórdunk og hélt á digrum kað-
a'spötta, eins og það væri þræla-
svipa.
Skipstjórinn tæmdi bjórdunkinn
og kastaði honum fyrir borð.
„Anna“, sagði hann, „farðu niður
og brasaðu eitthvað handa manni
að éta. Það er eitthvað af nauta-
kjöti i kæliskápnum. Eins gott að
gera sér mat út þvi áður en það
skemmist".
Laurenson leit upp frá kaðal-
stanginu. „Við höfum ákveðið að
snæða kvöldverð uppi í borginni
Okkur tangar til að vita hvernig
humarinn hjá Gianinni bragðast
okkur“, sagði hann.
Maier skipstjóri hristi höfuðið.
„Ómeti, því megið þið trúa“.
Hann kveikti sér i sigarettu. „Ég
tek það ekki i mál að þið farið að
éta þar. Og eins og ég sagði, þá
eruð þið gestir mínir næsta hálfa
mánuðinn." Hann dinglaði kaðal-
spottanum í áttina til Eble. „Fylgdu
henni Önnu niður og sýndu henni
hvernig hún á að fást við eldavél-
ina.“
Nokkur andartök stóðu þau öll
grafkyrr, en svo hélt Eble af stað
niður — og Anna á hæia honum.
Eftir svo sem klukkustund kom
hún aftur upp á þiljur. Hárið var
allt i óreiðu og hún var sveitt í
andliti. „Maturinn er til,“ mælti hún
auðmjúk.
„Stórkostíegt!“ hrópaði Maier
skipstjóri. „Þá skulum við koma
niður og fá okkur i svanginn. Þú
sýnist hafa þörf fyrir eitthvað kjarn-
gott, Laurenson; komdu!“
Borðið i framkáetunni var snyrti-
lega dúkað, fjórir diskar með nauta-
steik og baunum. Maier og Lauren-
son sátu öðru megin við borðið, þau
Anna og Eble gegnt þeim.
Þau neyttu matarins án þess að
mæla orð frá munni. Þegar máltíð-
inni var lokið, sagði skipstjóri. „Við
skiptumst svo á um að gera hreint
hérna. í kvöld er það Laurenson
háseti, sem sér um það.“
Þeir skipstjóri og stýrimaður
hans héldu upp á þiljur og Lauren-
son varð eftir í eldhúsinu hjá konu
sinni. „Hamingjan sanna,“ varð
honum að orði, „ég er ekki viss um
að þetta verði eins skemmtilegt æv-
intýri og ég gerði mér i hugarlund.“
Morguninn eftir vakti skipstjóri
þau áður en lýsa tók af degi. „Við
skulum ganga frá öllu,“ sagði hann.
„Ég vil komast út úr höfninni fyrir
sólarupprás.“
Skipstjóri tilkynnti þeim vakta-
skiplinguna á meðan stýrimaðurinn
dró upp fokkuna. „Þið verðið saman
á vakt, þú og stýrimaður,“ sagði
hann við Laurenson. „Við Anna
höfum svo vakt á móti ykkur. Með
því móti verður alltaf einn vanur
uppi á þiljum.“
Laurenson glaðvaknaði skyndi-
lega. „Hvernig er þetta vaktafyrir-
komulag eiginlega?“ spurði hann
hraðmæltur.
Maier glotti og danglaði kaðal-
spottanum við lófa sér. „Ég hélt
þú værir frægasti sjómaður, Laur-
enson. Jæja, önnur vaktin stjórnar
fleytunni og sér um allt, sem gera
þarf, meðan hin sefur. Hver vakt
stendur fjórar klukkustundir. Með
öðrum orðum — þú vinnur í fjórar
klukkustundir, sefur í fjórar.“ Hann
þagnaði við eitt andartak, en mælti
svo: „Og ég ráðlegg þér að nota
svefntimann til að sofa, karl minn.
Þú munt fljótt komast að raun um,
að þér veitir ekki af.“
Sem snöggvast vissi Laurenson
ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hon-
um varð litið til Önnu konu sinnar,
en hún horfði í allt aðra átt.
Þegar sólin kom upp, var „Se-
bastian“ kominn út á opið haf og
stefna tekin á Bermuda. Sjór var
sléttur. Þeir skipstjóri og stýrimað-
maður stýrðu til skiptis, Anna var
niðri og matreiddi morgunverð og
Laurenson reyndi að kynnast sjó-
mennskunni eftir föngum.
Um hádegið tók skipstjóri sólar-
hæðina með sexantinum. „Litið
þangað,“ sagði hann og benti aftur
um skut, þar sem St. Cyr var að
hverfa við sjóndeildarhring. „Þið
sjáið ekki land aftur í viku að
minnsta kosti.“
Eftir hádegið kenndi stýrimaður-
inn Laurenson að stýra eftir átta-
vitanum. Dagurinn var lengi að liða
og hann var farinn að lýjast, þegar
skipstjóri tilkynnti honum það
klukkan átti að kvöldi, að nú hæf-
ust vaktaskiptin. „Þú verður við
stýrið til miðnættis, Laurenson, en
við Anna förum niður og fáum okk-
ur blund.“
Laurenson stóð við stýrið, en
veittist örðugt að einbeita sér. Stýr-
isklefinn var beint nppi yfir káetu
skipstjórans, og Laurenson lagði
hlustir við hverju hljóði, er þaðan
kynni að berast.
Skipstjórinn kom upp á þiljur á
miðnætti, stundvíslega, en Lauren-
son fór niður að vekja Önnu. Hún
var þegar á fótum.
„Hvernig líður þér?“ spurði hann.
„Ljómandi vel,“ svaraði hún. „Er
ekki allt í lagi?“
Orðin sluppu af vörum hans áð-
ur en hann gerði sér grein fyrir
þeim. „Láttu hann ekki valda þér
neinum óþægindum,“ livfslaði hann.
„Kallaðu á mig, ef þú þarft nokkurs
við.“
Hún brosti og kyssti hann létt
á vangann. „Það kemur áreiðanlega
ekki til þess, hafðu ekki neinar á-
hyggjur þess vegna,“ sagði hún og
hljóp léttilega upp stigann.
Næsta dag hélzt stöðugur byr og
skipsljóri dró upp stórseglið til að
auka skriðinn. „Svo drögum við
upp framseglið," sagði hann. „Um
að gera að nota leiðið eins og unnt
er.“
Um hádegisleytið sendi hann
Laurenson fram á bugspjótið til að
draga inn fokkuna. Þegar honum
30 VIKAN