Vikan


Vikan - 01.02.1962, Page 32

Vikan - 01.02.1962, Page 32
 Því aðeins lítið þér vel út, að yður líði vel Allir vita að bezta ráðið til að halda góðri heilsu er að fara reglulega í bað, en það þarf að vera annað og meira en þvottur, og nú hafa hinar heimsfrægu U.H.U. verksmiðjur í Þýzkalandi sent á markaðinn vítamínerað freyðibað, BADEDAS, sem hressir, styrkir og veitir vellíðan. Bleytið allan líkamann, látið síðan einn skammt af BADEDAS í svampinn og berið á allan líkamann þar til freyðir. ' ' Eftir BADEDAS YÍTAMÍNBAÐ mun yður líða sérstaklega vel, húð yðar mýkist, verður fersk og lífleg og blóðið streymir eðlilega um líkamann. m ////; /_-*V / ///:'; ///V |... - ' ' ^ ............ . . . 'M irtlit" 11 ItttlitÍlltiiltiitltHttHtttii! ttilltHlllfmilttilitll > > m miibJ! //U///////;/:. ' Bezta baðið er BADEDAS VÍTAMÍN- BAÐ. Fæst í snyrtivörubúðum og víðar. Heildsölubirgfðir: H.A. T1IA\I1S hún hefði aldrei litið hann augum fyrr. Hann leit undan og hélt áfram bjástri sínu með segliS. Þegar hann komst loks fram í stafn, kom skipstjóri æSandi og öskrandi. „Seglið, bölvaður sila- keppurinn þinn! FáSu mér segl- skrattann!“ Svo kleif hann út á bugspjótið, krækti löppunum um það, hélt sér annari hendi í stag og sneri sér að Laurenson. Laurenson reyndi af öllum mætti að leysa utan af seglinu, en gómar hans voru dofnir, hnútarnir hertir af bleytunni og hendur hans titr- uðu svo hann hafði litla stjórn á þeim. „Skerðu á hnútinn!“ öskraði Maier skipstjóri. Stýrimanninn bar að með hnif. Hann brá honum á snærið, s_em bundið var utan um segldúksbögg- 82 viiím ulinn. Laurenson opnaði böggulinn, og það fyrsta, sem hann rak augun í var mórauð peysa. Hann var nærri blindaður af sædrifinu, og það var tæplega, að hann gæti greint hvað hann var með í höndunum, en segl var það ekki, það sá hann þó. í örvEfentingu sinni leitaði hann enn í bögglinum og fann þar nú stuttar brækur úr grófum dúk. Maier rak upp slíkt öskur að svo virtist sem fárviðrinu slotaði í svip. „Fari það nú í hoppandi og hurðar- laust! KemurSu ekki með fatabögg- ulinn minn ...“ Laurenson varð litið upp, hrædd- ur og ringlaður. Hann sá Maier skipstjóra lyfta digrum kaðli með stálsylgju á endanum og fyrr en hann vissi orðið af, fékk hann slíkt feiknahögg fyrir bringspalirnar, að hann missti taksins á borðstokkn- um, rann aftur þiljurnar, gat gripið í borðstokkinn rétt sem snöggvast, en um leið valt skútan svo, að hann hrökk fyrir borS; náði þó taki á liflínunni báðum höndum og þar hélt hann sér dauðahaldi en sjó- irnir færðu hann i kaf annað veifið. Þarna hékk hann á meðan stýri- maðurinn náði í varafokkuna og skipstjórinn og hann drógu hann upp. Loks gáfu þeir sér tíma til að draga hann innbyrðis og góða stund lá hann á þiljum, hóstandi og ældi upp sjónum, sem farið hafði ofan í hann. Einhvern veginn komst hann niður í káetu sína, lagðist á svefn- bálkinn og svaf þar í nokkrar klukkustundir án þess að rumska. Þegar hann loksins vaknaði, var stormurinn liðinn hjá. Enginn gerð- ist til að yrða á hann, þegar hann kom upp á þiljur, svo hann gekk fram í stafn og sat þar einn og horfði á sólarlagið. Þegar myrkva tók sóust ijós framundan. „Ber- muda,“ mælti Maier skipstjóri ró- lega, þar sem hann sat við káetu- kappann. „Vitaljósin að Gibbs Hill.“ Það varð ekki mikið um sam- ræður, þegar vöktum var skipt klukkan átta. Laurenson settist und- ir stýri og einbeindi augum og hugs- un sinni að vitaljósinu framundan. Hann gat aldrei gleymt skelfingu og niðurlægingu þessa dags. Hann,. Bruce Laurenson, lcominn af beztu fjölskyldum í Cleveland og mikils. virtur fyrir námsafrek sín og mennt- un — hann hafði verið litilsvirtur og barinn aS konu sinni ásjáandi af hrottafengnu og ótíndu litilmenni, montnum skipstjóraræfli, sem náði honum ekki nema í öxl og hafði

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.