Vikan - 01.02.1962, Síða 42
Clark Gable, framh.
í gömlum leirbrúsum.
Já, það var heimilislegt og hlýlegt
sviðsatriði, sem Clark leit augum,
þegar við settumst öli að ianga furu-
borðinu, hann fyrir öðrum enda þess
og ég gegnt honum. Þegar kalkún-
inn var borinn inn, feitur og mikill,
var honum fagnað með aðdáunar-„ó“-
um þeirra, er að borðum sátu. Mér
varð litið til Clarks yfir endilangt
borðið, og við brostum hvort við
öðru. Þá hratt hann stól sínum aft-
ur á bak um leið og hann reis á fætur,
gekk meðfram borðinu þangað sem
ég sat, og kyssti mig rembingskoss
að öllum ásjáandi. „Kathleen," sagði
hann ástúðlega. „Þakka þér fyrir
allt það raunverulega tilefni til þakk-
lætis, sem þú hefur veitt mér.“
Við hlökkuðum alltaf mikið til
' jólanna. Einhvers staðar hafði Clark
orðið sér úti um gamlar hreindýra-
bjöllur, sem við hengdum upp í rauð-
um lindum báðum megin við borð-
stofudyrnar, en stigagangurinn var
skreyttur brezkum mistilteini. Clark
hafði sínar mjög ákveðnu skoðanir
varðandi alla jólaskreytingu — aðal-
litirnir urðu rautt og grænt og allt
í gamla stilnum. Hann hafði megn-
ustu andúð á öllu gliti, öllu hvítu
og fjólubláu, og hann notaði grein-
arnar, eins og þær komu fyrir af
trjánum, til Þess að skreyta með. Og
jólatréð var venjulega svo stórt, að
við urðum að höggva neðan af því,
til þess að það kæmist inn i stofuna.
Ég er viss um að margar eigin-
konur kannast af eigin raun við þá
aðferð, sem hann hafði við að skreyta
jólartéð. Þegar hann hafði komið því
örugglega fyrir, tók hann þátt í
skreytingu þess fyrst í stað, en tók
sér að þvi búnu sæti í þægilegum
stól nokkuð frá — og fjarstýrði svo
skreytingunni þaðan. Og að sjálf-
sögðu þakkaði hann sér það svo, þeg-
ar gestirnir dáðust að því hve jóla-
tréð okkar væri smekklega skreytt.
Clark fékk aldrei nóg af veiðiferð-
um. Skömmu eftir að við vorum
gengin í hjónaband, spurði hann mig
hvort ég mundi ekki hafa gaman af
að læra að skjóta. „Ég hefði gaman
af að reyna,“ svaraði ég. Og svo hófst
það nám. Kennarinn minn var sér-
lega þolinmóður, og ég gerði mitt til
að launa honum það með því að leggja
mig alla fram. Clark kom mér fyrst
af öllu í skilning um það —- og eins
var það, þegar hann kenndi Bunker
að skjóta nokkru síðar — að byssan
væri ekki neitt leikfang, heldur vopn,
sem yrði að handleika af ýtrustu
varúð, og aldrei mætti nota, nema
við sérstakar aðstæður.
Fyrsta byssan, sem ég fékk að fara
með, var Remington-riffill, sem hann
lét mig bera i heilt ár óhlaðinn um
akra og skóga, áður en hann var á-
nægður með hvernig ég handlék hann.
Því næst kenndi hann mér að skjóta,
en það nám fór fram í húsakynnum
skotfélagsins, sem hann var í. Það
var sannkallaður merkisdagur, þegar
ég skaut fugl í fyrsta sinn. Clark var
ekki síður stoltur af því afreki en ég.
„Líklega tekst mér að gera úr þér
fyrsta flokks veiðimann," sagði hann.
„Veiðikonu," leiðrétti ég.
Framhald í næsta blaði.
Deilt með einum
Framhald af bls. 11.
segja. Jæja, við skulum dansa, sagði
liann svo við döinuna. Þau stóðu upp
og fóru út á gólfið.
Ætti hann að bjóða Lillý upp. Því
ekki það. Hún neitaði þá bara.
Kannske væri ekki vert að vera að
því. Þeirra á milli var ekkert fram-
ar. Ekkert, og þó, var kanske barnið
ekkert? Barnið hans og hennar.
Barnið þeirra. Skrítið það.
— Viltu dansa? Hún leit snöggt
upp og mætti augnaráði hans.
— Já takk, og hún stóð upp.
— Heyrðu góði, hvern djöfulinn,
sagði sá Ijóshærði og stóð líka upp,
en settist aftur, kannske af því að
hann náði Hafsteini aðeins í öxl.
En hann horfðí hatursaugum á eftir
þeim.
— Ég er vonandi ekki að trufla,
spurði Hafsteinn þegar þau voru
komin út á gólfið.
— Nei, ekki að ráði.
— Ég hélt kannske að hann væri
einhver sérstakur.
— Jæja, sagði hún tómlega, eins
og henni kæmi þetta ekkert við.
Síðan bara tilkynning um að
borga meðlagið.
Og nú voru þau hér allt i einu
saman.
— Lillý, sagði hann lágt, — ég
þarf að tala við þig. Þorirðu að
stinga snöggvast af með mér?
Hún svaraði ekki strax en leit
framan í hann, alvarlega, brosti svo
allt i einu og leit undan. Allt í lagi,
sagði hún svo.
Þau gengu út. Tveir fullir náungar
seni skakklöppuðust úti fyrir, viku
sér að þeim og annar reyndi að taka
utan um Lillý, en hún sneri sig af
honum.
— Láttu ekki eins og þú þekkir
mig ekki, drafaði í þeim drukkna.
— Passaðu þig nú að fá ekki aft-
ur í magann, kallaði hinn á eftir
þeim.
Bílar voru að koma og fara, alls
konar hljóð bárust frá þeim. Hlátr-
ar og háværir skrækir, blandaðir
danslögum í útvarpi. Músikkin inn-
an úr húsinu eins og fjarlægur
niður.
— Keyrðu eitthvert, sagði Lillý,
þegar þau voru setzt inn í bílinn.
Hafsteinn setti bílinn í gang og
keyrði út á veginn.
Nú birtum við snjalla smásögu eftir Guðnýju
Sigurðardóttur í næsta blaði og hún heitir:
GRUNAÐI EKKIGVEND.
— Hún hafði breytzt dálítið, var
grennri en áður og svipurinn festu-
legri.
Þau þögðu, skrýtið hvað erfitt
var að finna umræðuefni. Áður var
þó ekki erfitt að tala við Lillý.
Venjulega talaði hún, já reyndar,
og hann hlustaði. Hann sá að Kiddi
horfði stöðugt á þau, það ergði hann.
Hvað kom honum þetta við. Hann
þurfti ekki að vera að passa litla
bróður.
Nei, þetta dugði ekki.
— Hvernig hefirðu haft það?
spurði hann loks og fann um leið
að spurningin var asnaleg.
— Gott, svaraði hún aðeins.
Aftur þögn. Ætti hann að spyrja
eftir barninu. Já, auðvitað ætti hann
að gera það, en hvernig, það var
ekki gott að byrja á því. Alltof vel
mundi hann síðasta samtal þeirra.
Hún hafði komið inn til hans og
sagzt vera á förum heim til sín.
Hann spurði einskis. Hún hafði stað-
ið þegjandi og vandræðaleg aldrei
þessu vant og loks — Hafsteinn, ég
á von á barni.
Nú, og hver á það? Þetta hafði
hrokkið út úr honum i hugsunar-
leysi án þess hann tæki eftir því.
Vissi eiginlega ekki hvað hann átti
að segja.
Hún eins og hálf hrökk við, stóð
svo snöggvast þegjandi og allt í einu
reiddi hún upp aðra höndina og
sló hann fast utan undir, gekk síðan
þegjandi út úr herberginu, síðan
höfðu þau ekki sézt. Hann hafði oft
ætlað að skrifa henni, eða heim-
sækja hana, en ekkert úr því orðið.
Hvers vcgna? Hann vissi jiað eigin-
lega aldrei.
Svo var Kiddi alltaf með spurning-
ar og rex, sem fór i taugarnar á
honum.
— Er langt héðan heim til þin,
spurði hann.
— Já.
— Hvað langt?
— Iílukkutima ferð.
Hann reyndi að s-já framan i hana
i daufu miðsumarsrökkrinu, en hún
sneri andlitinu alltaf frá honum,
hann sá bara rautt hárið sem glóði
í ljósunum frá mælaborðinu.
Áftur þögðu þau. Allt í einu sneri
hún sér að honum og sagði:
— Þú ert eitthvað þungt þenkj-
andi. Hvað er svona sorglegt?
— Bíddu við, ég er nú að sækja
i mig veðrið.
— Góði hafðu það ekki mjög
hvasst, þegar það loksins kemur,
sagði hún og hló.
Ilonuin létti. Nú var hún aftur
sjálfri sér lík, og örsnöggt blossaði
girndin til hennar, upp í honum,
en — nei, hann ætlaði ekki að gera
neina vitleysu, bara að tala við
hana, svo þau gætu orðið góðir vin-
ir aftur.
— Er ekki klárt að stoppa hér
einhvers staðar, spurði hann.
— Jú, jú, það er afleggjari hérna
rétt hjá og þú getur snúið við þar
uppi á sléttum mel, þarna rétt.
Hann snéri við eins og hún hafði
sagt, slökkti ljósin og drap á biln-
um.
— Jæja, sagði hún, hér kemur
okkur enginn að óvörum.
— Ertu kannske hrædd um að
ráðizt verði á þig? sagði hann og
liló.
— Uss, heldurðu að ég óttist það,
þegar ég hef stóran og sterkan
mann til að passa mig.
— Ennþá ertu sjálfri þér lík,
Lillý, sagði hann, og tók utan um
hana.
— Hélztu að ég hefði skánað eitt-
hvað, svaraði hún hlæjandi, og kom
til móts við hann, ljúf og heit, eins
og fyrrum. Varir þeirra mættust i
löngum kossi, kossi sem kveikti eld
í blóðinu og kæfði alla löngun til
að vera góða barnið. í vaxandi æs-
ingu urðu faðmlög þeirra heitari
og fastari, hendur þeirra losuðu
titrandi fingrum um fötin, og i sam-
einingu leituðust þau við að not-
færa sér hið takmarkaða pláss, sem
bílsætið leyfði.
Og hann fann að hún hafði ekk-
ert breytzt, hún var jafn áköf og
áður, og á eftir var hún enn sú
sama. Lillý var aldrei með neitt röfl
og eftirsjá, ekki einu sinni í fyrsta
sinn.
Þau settust upp og löguðu föt sín.
Hafsteinn kveikti i sígarettu og leit
á klukkuna. Djöfullinn, varð honum
að orði, ballið er að verða búið.
— Gef mér smók, bað hún. Hann
rétti henni sígarettuna og setti bil-
inn í gang, kveikti, og keyrði út á
veginn.
Þau þögðu. Lillý saug að sér
nokkra reyki, skrúfaði svo niður
rúðuna, og henti stubbnum út.
— Hafsteinn, sagði hún allt í
einu. — Hvað er eiginlega á milli
okkar?
Honum brá, nú myndi það koma.
— Hvað áttu við?
— Ég á við, hvernig við erum.
Erum við kunningjar, elskendur, eða
bara bölvaðir bjánar?
— Ég veit það ekki Lillý, fjand-
inn hafi það. Kannske erum við allt
þetta.
— Hefirðu nokkurn tíma verið
skotinn í mér að ráði? hélt hún
áfram.
— Nei, eiginlega ekki.
— Ekki ég heldur i þér, kannske
svolítið hrifin stundum, en heldur
ekkert meira, ég skil þetta ekki.
— Kannske við ættum að gifta
okkur, varð honum að orði, en sá
undir eins eftir þvi.
Hún þagði. — Nei, sagði hún svo.
— Það er ekki til neins. Það yrði
engan útkoma úr því.
— Nei, líklega ekki. Þetta er eins
og reikningsdæmi, sem ekki gengur
upp.
— Já, sagði hún. — Það er alveg
rétt. Það er eins og að deila með
einum, það verður alltaf sama út-
koman.
Þau voru komin að húsinu. Fólkið
var að hópast út. Lögregluþjónn
leiddi ungan mann, sem bölvaði
mikið og reyndi að losa sig, og
kvaðst þurfa að jafna um einhvern.
Ballið var búið.
— Mér fannst ég þurfa að tala
svo mikið við þig. Nú man ég ekki
eftir neinu, sagði Lillý, og liann sá
að hún brosti I rökkrinu.
— Jæja, sagði hann aðeins, því
hann vildi að hún færi áður en
strákarnir kæinu, en hann kunni
ekki við að segja henni það.
— Jæ-ja, ég er farin, sagði Lillý,
og opnaði hurðina. — Blessaður,
og þakka þér fyrir biltúrinn.
— Takk, sömuleiðis. Blessuð.
Hún sté út og skellti aftur hurð-
inni. Hann sá hvar hún gekk eftir
bílas’tæðinu, og hvarf inn í einn
bílinn.
Ilann sat og hallaði sér aftur.
Skyldu strákarnir ekki fara að
koma. Þetta yrðu rífandi tekjur hjá
þeim. Vonandi yrðu þeir ánægðir.
Ekki veitti af á leiðinni í bæinn.
Verst þegar Kiddi færi að yfir-
heyra hann, því hann hafði gleymt
að spyrja hana eftir barninu.
42 VIKAN