Vikan


Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 3
VIKAN t 00 lækmn Með sprengju imdir bossanum. Sennilega hafa engir náð jafn mik- illi leikni í fluginu sem íþrótt og hin- ir sagnfrœgu orrustufluggarpar í l'yrri heimsstyrjöldinni. Þegar þeir liáðu einvígi sín i lofti, sýndu þeir i raun réttri meiri dirfsku en við ger- um okkur ljóst nú — þeir voru nefnilega ekki búnir neinum fall- hlífum, og má því með sanni segja að hver slík hólmganga væri háð upp á líf og dauða, enda lauk henni undantekningalítið þannig, væri hún háð til úrslita, að annarhvor garp- urinn hafði hana — og iðuglega báð- ir. Væri flugvélin skotin niður hlaut flugmaðurinn að hrapa með henni til jarðar. Það liðu meira að segja enn nokk- ur ár, þangað til fallhlífin — björg- unarhringur flugmannsins — var tekin i notkun, en þar með jókst öryggi flugmannsins að mun, og er svo enn i dag. Undir lok siðari heimsstyrjaldar var þróunin í flugvélagerð komin á það stig, að nauðsynlegt reyndist að hafa einhvern þann útbúnað i sam- handi við fallhlífina, sem auðveldaði flugmanninum að komast út úr vél- inni af með þurfti. Það gat átt sér stað að hann væri slasaður eða magnþrota, eða á valdi miðflótta- aflsins i skrúfhrapi; hann átti á hættu að súgurinn bæri hann annað- hvort aftur að stélinu, og hann fest- ist þar, eða fram að spöðunum, þótt hann kæmist út úr vélinni, kannski við illan leik. Það var í því skyni að vinna bug á þeirri hættu, að flugvélaverkfræð- ingarnir hjá SAAB-verksmiðjunum sænsku smíðuðu sérstakt flugmanns- sæti í orrustuþotuna „J 21“, sem var þannig úr garði gert að undir því var komið fyrir hylki með sprengi- efni — gat flugmaðurinn kveikt i því með einu handtaki, svo stóllinn þeyttist með hann upp úr plastþekj- unni yfir sætinu og það langt út frá flugvélinni, að honum stafaði ekki nein hætta af henni þegar fallhlif hans þandist út og hann hafði losað sig við stólinn. Reynslan leiddi brátt í ljós, að svo ótvírætt öryggi var að þessurn útbúnaði að innan skamms voru svipuð sæti sett í allar orrustu- þotur. Eftir styrjöldina hafa verið smið- aðar stöðugt hraðfleygari flugvélar, það hefur aftur haft það í för með sér, að nauðsynlegt hefur reynzt að gera sprengihleðsluna undir sætinu að sama skapi stöðugt kraftmeiri. Um leið hefur þróunin og krafizt þess, að björgunartæknin miðaðist við stöðugt meiri hæðarmismun frá jörðu. Vissa fallhæð, eða um tvö hundruð metra, þarf til þess að fall- lilífin þenjist út. Þeirri hæð er ekki til að dreifa á lágflugi, ekki heldur ef flugvélinni hlekkist á í flugtaki eða lendingu. Þennan vanda má leysa með þvi að hafa sprengihleðsl- una undir sætinu svo kraftmikla, að hún þeyti flugmanninum í allt að tvö hundruð metra hæð. En þá kemur annað vandamál til sögunnar — þvi er nefnilega takmörk sett, hversu öflugt sprengjuhögg maður- inn þolir á sitjandann, án þess hryggjaliðirnir eða mænan verði fyrir skemmdum. En tæknisérfræðingar deyja ekki ráðalausir. Nú hafa verið smíðuð sæti, sem knúin eru einskonar eld- flaug, svo það er ekki lengur sprengihöggið, sem þeytir stólnum með flugmanninum upp á við, held- ur jafn og sama sem högglaus kraft- ur eldflaugarinnar. Um leið er svo frá öllu gengið, að björgunin er að öllu leyti vélræn. Eftir að flugmað- urinn hefur stutt á rofann, þarf hann ekki frekari áhyggjur af neinu að hafa . . . eldflaugin ber hann í sætinu upp í vissa hæð, en þá losnar um fallhlifina á réttu andartaki, og þegar hún hefur svo þanizt út, hefur flugmaðurinn losnað við sætið. Þessi útbúnaður er fyrst og fremst miðaður við það, að flugmaðurinn þurfi að komast úr flugvélinni í mjög lágri hæð, eða við flugtak eða lendingu. Þegar um er að ræða mjög háfleygar flugvélar er útbúnaðurinn nokkuð frábrugðinn. Eldflaug er að vísu notuð til að þeyta sætinu út i geiminn, en þá er flugmaðurinn Útgefandi: Hilroir h.f. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýgingaatjóri: Jóhannes Jörundsson. Frarakrœmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Ritstjórn og augiýsingar: Skipholti 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthóif 149. Afgreiðsia og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi 30720. Dreífingarstjóri: óskar Karls- son. Ver3 i iausasölu kr. 15. Askriít- arverð er 200 kr. ársþriðjungsiega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hiimir h.f. Myndamót: Hafgraf h.f. í næsta blaði verður m.a.: • Teiknaði átta sinnum stærra skip en Tröllafoss. Viðtal með myndum við Hörð Þormóðsson, sem starfaði við skipateikningar í Danmörku og gerði frumteikningar að einu stærsta skipi, sem smíðað hefur verið á Norðurlöndum en hér á íslandi er honurn meinað að nota starfsheiti sitt. • Eldur laus um borð. Hressileg smásaga, sem gerist á sjó. • Finirn ár í fangelsi hjá Bretum. Konstantín Eberhardt, inn- heimtumaður heldur áfram frásögn sinni og segir frá fangels- isvist sinni í Skotlandi og á eynni Mön, og annari vist ennþá verri í Þýzkalandi eftir stríðið og loks frá heimkomunni til íslands. Gísli Sigurðsson skráði. • Kapphlaupið um forsíðufrétt. Smásaga eftir Otto Holm. • Fegurðarsamkeppnin heldur áfram. Næst er það Reykjavík, sem á leikinn. klæddur öryggisbúningi, sem fyllist lofti, þannig að þrýstingurinn verði hóflegur, en auk þess er flugmaður- inn búinn sjálvirkum súrefnistækj- um, og í sætinu — sem þá losnar ekki við hann fyrr en eftir vissan tíma — er komið fyrir gúmmibát og næringartöflum, sem koma í stað matvælabirgða. Um leið og flugmaðurinn þrýstir á rofann, gerast og ýmsar sérstakar öryggisráðstafanir í einu vetfangi og fyrir sjálfvirka tækni — armar og fætur flugmannsins njörvast við sætið. Þegar eldflaugin hefur borið sætið í vissa hæð, opnast fallhlíf, sem dregur úr hraðanum, og um í leið og slokknar á eldflauginni, þenst fallhlif flugmannsins út og þá fyrst losnar hann úr sætinu, sem hefur siðan samflot við hann til jarðar, fyrir sína fallhlíf, og á hann þá að geta náð til þess, og björgunartækjanna i því, þegar nið- ur kemur. Óhætt mun því að fullyrða, að tæknilega sé eins vel séð fyrir ör- yggi flugmannsins og frekast er unnt — en heldur hlýtur það samt að vera óhugnanlegt að vita alltaf af sprengjunni undir bossanuin á sér, eða vera stöðugt við því búinn að „sprengja sjálfan sig i loft upp“ bókstaflegum skilningi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.