Vikan


Vikan - 08.03.1962, Side 9

Vikan - 08.03.1962, Side 9
Efst: Það voru ekki komnar njósnaflugvélar í fyrra stríðinu, þær voru aðeins notaðar síðast. Hér eru verðir með kíkja að reyna að sjá, hvað óvinurinn ætlast fyrir. Myndin til vinstri: Konstantín ásamt herdeild sinni og splunkunýrri vélbyssu, sem þótti heldur en ekki vopn í þá daga. Til hægri: Herflutningar á járnbrautartein- um hjá staðnum þar sem Konstantín lenti í orrustunni og særðist. Neðst: Húsið á Klapparstígnum, þar sem hann bjó, þegar Bretar tóku hann til fanga. ) i Belgiu 9g Frakklands. Við bjuggum í húsi þar í bænum og þar mátti heita ólíft fyrir veggjalús. Hún bítur til blóðs og sýgur það úr manni. Það var alls staðar edtthvað til að kvelja og pína. Það var komið fram á haust og við höfðum ekki hugmynd um gang striðsins. Við bjuggumst jafnvel við þvi, að það stæði í mörg ár til viðbótar. En þá var það rétt búið. Það hafði verið mjög erfitt i Frakklandi og skot- grafirnar voru miklu verri þar en í Rússlandi. Það er vegna þess, hve mikið kalk er i jarðveginum. Við vorum oft hvitir af kalki. Venjulega var maður þannig vopn- um búinn, að maður hafði riffil, skammbyssu, hand- sprengjur og svo vorum við oftast sex saman um eina vél- byssu. Það vantaði aldrei skotfæri eða vopn; Krupp sá um það. Það voru svo til ekkert notaðar flugvélar, nema allra síðast í Frakklandi. Þá voru þær látnar skjóta á virki og skotgrafir. Það voru ekki gerðar loftárásir eins og i síðara striðinu og borgir í Þýzkalandi skemmd- ust ekki neitt. Eitt aðalvopnið var fallbyssan, og það var aðallega „Feita Berta“, sem við notuðum, en hún var svo nefnd eftir eiginkonu iðjuhöldsins Krupps. Það átti líka svo að heita, að við hefðum alltaf nógan mat, enda þótt sultur væri heima fyrir. Það var reynt að halda lífinu í okkur í lengstu lög til þess að við misstum ekki baráttukjarkinn. Svo var það einn góðan veðurdag um haustið, eða nánar tiltekið 11. nóvember, að okkur var sagt, að striðinu væri lokið; Þjóðverjar hefðu gefizt upp. Það kom okkur mjög mikið á óvart, en við glöddumst eins og börn. Ég var alveg ópólitískur og það voru félagar mínir lika. Við höfðum ekki minnsta áhuga fyrir því að leggja undir okkur heim- inn, en okkur var skipað áfram með harðri hendi. Það var orðið langt siðan ég hafði komið heim og aðeins einu sinni siðan ég fór í striðið. Það varð afskaplega mikið fyllirí á vopnahlésdaginn; allir slepptu fram af sér beizlinu. Allt var á ringulreið og i algerri upplausn. Þjóð- verjar höfðu sjálfir gert uppreisn gegn keisaranum til þess að stöðva blóðbaðið og binda endi á styrjöldina. Þau samtök voru kölluð „Soldatenrat“. Það komst aldrei til tals, að við tækjum þátt í þeirri uppreisn; mér datt aldrei annað i hug en hlýða minum yfirboðurunx. Ég átti að vera áfram á járnbrautarstöðinni ásamt félögum minum, þar til annað yrði ákveðið. Þar voru farangursvagnar frá þýzka hernum og fjöldi fólks reyndi að brjótast inn i þessa vagna og stela. Við höfum skipun um að skjóta á þetta fólk, en við gerðum það ekki; skutum bara upp í loftið iil þess að hræða það. Seint og siðar meir uppgötvaðist svo, að við áttum að vera komnir heim til Þýzkalands fyrir löngu. Það höfðu orðið einhver mistök á þvf að láta okkur vita um það. Það var yfirvofandi, að Fransmcnn kæmu, og þá hefðum við allir verið teknir til fanga og hver veit hvað. Við fengum pappira um það, að við ættum að fara til Erfurt f Mið- Þýzkalandi og láta afskrá okícur. En það var allt í upplausn, eins og ég hef þegar sagt frá og við héldum það tveir, að enginn mundi veita því athygli þótt við skryppum heim fyrst. Við vissum, að af- skráningin mundi taka óratíma. Svo fórum við upp í lest, sem fór til Norður-Þýzlcalands i Staðinn fyrir Erfurt, en þegar ég steig út úr lestinni heima, kom ég beint i fasið á uppreisnarmanni, sem vildi fá að vita deili á ferðum mínum. En ég var bara harður og spurði hann, hvað hann væri að þvælast þarna; ég væri að koma beint frá skot- Framhald á bls. 28. TIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.