Vikan


Vikan - 08.03.1962, Page 17

Vikan - 08.03.1962, Page 17
Tony, bara fyrir hendingu skilurðu, nú — ef það hefur einhver áhrif — er það ekki einmitt slík hending, sem oft ræður úrslitum í lífi manna, ha? Og ef ekkert gerist, er þá nokk- ur skaði skeður? Þetta virtist allt eins skynsamlegt og rökrétt og frekast varð á kosið. En nú var það Soffía, sem hugðist láta hendur standa fram úr ermum. Það varð að taka til i íbúð þeirra feðga og ræsta hana, annars mundi frú Rogers óðara leggja á flótta. Sápuvatn, sópar, burstar og þvotta- klútar — allt var komið á flugstig á einu andartaki; Soffía bretti upp kjólermarnar og gekk berserksgang i íbúðinni. Mario skyldi ekki neitt í neinu. Fyrst færðu mig til að eyða peningunum i flugfarið i því skyni að sækja drenginn. Svo hamastu við að kmoa því svo fyrir, að Tony kvænist, svo þú þurfir ekki að taka drenginn. Þú gerir mig vitlausan . . . — Ég vil einungis allt til þess vinna að allir verði hamingjusamir, kjökr- aði Soffía og hamaðist við hreingern- ingarstörfin. — Grenjar hún enn, sagði Mario. Tony virtist hafa steingleymt þvl að gestsins væri von. Hann var önn- um kafinn við að athuga ljósmyndir, sem teknar höfðu verið úr lofti af nágrenninu og reikna út hversu mikið það mundi kosta að kaupa fjórtán byggingasamstæður meðfram strönd- inni og breyta svæðinu í gistihús og skemmtisvæði — rúmar tiu milljónir dollara að öllum likindum —- og það eina, sem hann hafði áhyggjur af, var það, að Jerry skyldi ekki hafa hringt til hans enn. Ef hann hringdi ekki heldur i dag, ákvað Tony að ganga á fund hans. Þeir höfðu verið svo góðir vinir, að það gat ekki hjá því farið, að Jerry yrðu tíu milljónir dollara lausar I hendi við hann, þeg- ar hann sá um hvílíkt gróðrafyrir- tæki var að ræða. Um fjögurleytið kom Ally inn í skrifstofuna með blóm- vönd og minnti hann á að kvenmað- urinn væri væntanlegur hvað úr hverju. — Hvaða kvenmaður? Ally starði á hann. — Frú Rogers, auðvitað. — Æjá, hún. Ég kem eins og um var talað. Svo varð honum litið á blómvöndinn. Hvað er þetta — held- urðu að við eigum von á einhverri Marilyn Monroe í heimsókn eða hvað? Nei, sonur sæll — hún er vinkona Soffiu og það talar sínu máli . . . eins og skorp^nn og uppþornaður tómat, skilurðu. Við komum inn, heilsum henni eins og siðaðir menn; dásömum veðrið, kveðjum, búið! Eng- in blóm eða hneigingar, skilurðu, ekki til í dæminu. Svipbreytingarnar á andliti drengs- ins lýstu sárum vonbrigðum þegar hann varpaði blómvendinum i papp- írskörfuna. Svo reis hann á fætur og gekk inn i svefnherbergið. Tony horfði á eftir honum. Enn einu sinni hafði hann orðið til að særa hann, þótt það vildi hann sizt af öllu. Hann gekk inn í svefnherbergið. Ally stóð þar með tárin í augunum og beit á jaxlinn. Hann svaraði engu, þegar Tony ávarpaði hann. — Hlustaðu nú á mig, drengur. Eg vil ekki að við gerum okkur of háar vonir, það er allt og sumt. Ef hún reynist vera einhver Marilyn Monroe, þá er allt i stakasta lagi, og ég kvænist henni samstundis. Allt í einu missti Ally stjórn á skapi sínu. — Hvers vegna ertu alltaf að tala um Marilyn Monroe? Ég meina að hún geti verið góð, þótt hún líti eklci út elns og hún. Jafnvel þótt hún sé ófríð, getur hún samt verið góð . . . — Vissulega. En maður kvænist ekki kvenmanni, sem manni hryllir við i hvert skipti, sem maður lítur á hana, skilurðu? — Það má nú margt á milli vera. Sennilega «r þetta bara venjulegur kvenmaður. — Venjulegur kvehmaður . . . hvorki fugl né fiskur. Nei, það var þýðingarlaust fyrir Tony að reyna að gera drengnum skiljanlegt sitt sjón- armið. Strákurinn þekkti ekki lífið. Hann mætti Shirl í stiganum. Hún var á leiðinni inn í skrifstofu hans. Það leyndi sér ekki að hún vildi tafarlaust uppgjör. Einhver hlaut að hafa sagt henni . . . eflaust Ally. — Hver er þessi kvenmaður, hróp- aði hún. Og hvað er meiningin? Tony reyndi að skýra málið fyrir henni á þann hátt sem hann vildi að hún skildi það. En hún virtist ekki gefa þvi neinn gaum. — Allt í lagi, húsbóndi, sagði hún, þegar hann þagnaði við. Ég er farin. Hann reyndi að telja henni hug- hvarf, en hún virtist ekki einu sinni heyra hvað hann sagði. — Skilurðu ekki hvað þau vilja? spurði hún. Þau vilja gera þig að fanga. Þau vilja myrða þig hægt og hægt með hversdagsleika og tilbreyt- ingarleysi, gera þig sjálfan hundleið- inlegan og fjörlausan. Losaðu þig úr gildrunni í eitt skipti fyrir öll, láttu þau taka drenginn með sér, svo þú sért laus við hann og getir lifað og leikið þér. Sérðu ekki hve þetta er einstætt tækifæri? Þá fær drengurinn öruggan og góðan samastað. Og þú verður frjáls. Hann reyndi að faðma hana að sér, en hún hratt honum frá sér. Á SLAGINU klukkan fimm gekk frú Rogers yfir götuna og inn um aöal- dyr Edensgarðs. Ally var þá staddur inni í svefnherberginu og reyndi enn einu sinni að greiða hár sitt, en það reyndist jafn óviðráðanlegt og vant var. Hann leit á klukkuna, sá að hún var orðin fimm og hjarta hans tók sprett. Hvernig mundi frú Rogers lítast á hann með hárið allt niður- klesst af ilmfeiti? Það var ekki á að lítast. Það gerði raunar ekkert til, þetta var bara málamyndaleik- ur, sem ekki hafði neina þýðingu, sagði hann við sjálfan sig, og vonaði þó innilega að hann reyndist hafa einhverja þýðingu. Ef hún væri nú falleg, prúð og góð, eins og móðir hans hafði verið, ef pabba hans litist nú svo vei á hana . . . nei, til þess mundi ekki koma. Hann heyrði raddir úti íyrir. And- artaki síðar bankaði Soffia létt á stofuhurðina. — Ally, ertu þarna? spurði hún, þó hún vissi að hann væri inni i svefnherberginu. Þannig hafði verið frá því gengið. Þetta var allt með ráðum gert . . . ráðum Soffíu frænku. Tony átti svo ekki að koma inn fyrr en á eftir, þegar þau væru setzt — rekast inn fyrir hend- ingu. Ally heyrði að stofuhurðin var opn- uð . . . . Og svo, þegar Tony hafði rekizt inn „fyrir hendingu", áttu þau öll að sitja þarna saman dálitla stund og ræða saman af andríki, svo frú Roger hefði tíma og tækifæri til að „átta sig á honum", eins og Soffía komst að orði, en þannig sagði hún að það væri allt- af haft I sjónvarpinu, þegar svona Framhald i næsta blaði. Nú er það svart, maður. Teiknarinn ætlaði að teikna tvær teikningar alveg eins, en kvöldið, sem hann teiknaði seinni teikninguna, var hann dálítið að skemmta sér, og þá datt það í hann að gera dálítið sprell og breyta henni á sjö stöðum. Hann hélt að enginn mundi taka eftir því, en við sáum það strax hérna á Vikunni, þvi við erum svo óvenjuglöggir. Getið þið líka fundið sjö breytingar . . . ? Ef ekki, þá lesið lausnina á bls. 43. Trúirðu augunum? — Maður skyldi nú trúa sínum eigin augum, hugsa margir, en þegar þið eruö búin að horfa á þessa teikningu dálitla stund, verðið þið kannski ekki eins viss um það. Haldið þið að línurnar tvær séu beinar og samsíða, eða að þær viti inn á við i miðju . . . ? •SmjjSAquprs J8 uipuÆj\r •BgismBS go jeuioq nja JBUjnujq : j b a s gólf Þórketill verk- smiðjueigandi var nýbúinn að byggja og nú ætlaði hann að fá sér algjör- lega nýtt og sér- stakt gólf á gang- inn. Hann hringdi til vinar sins Páls plötuslagara og bað hann um að leggja plötur á gólfið eins og enginn annar hefði hjá sér, og lofaði Palli karl- inn þessu þegar í stað. En þegar plöt- urnar — eða flis- arnar — komu, kom i ljós, að tvær þeirra voru barasta alveg hreint eins, hvernig sem þeim var snúið til. En Palli plötuslagari hélt nú að það gerði ekki mikið til, þetta sæi ekki nokkur maður. Og til þess að sanna mál sitt, sagði hann við Þórketil verksmiðjueiganda, að ef hann gæti sjálfur fundið plöturnar tvær eftir að búið væri að ieggja gólfið, innan finun mínútna, þá þyrfti hann ekkert að greiða fyrir gólfið. Ef Þórketill verksmiðjueigandi fyndi hins vegar ekki plöturnar tvær innan þess tíma, yrði hann að greiða fullt verð fyrir efnið og vinnuna. Þórketill verksmiðjueigandi féllst á tillöguna og reyndi og reyndi að rembast við að finna plöturnar tvær, en fimm minúturnar liðu án þess að það tækist. Hve fljótur ert þú að finna plöturnar tvær? Mundir þú losna við að borga gólfið? Þegar þú gefst upp, þá skaltu leita að lausninni á blaðsiðu 43. Nýlagt TIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.