Vikan


Vikan - 08.03.1962, Side 28

Vikan - 08.03.1962, Side 28
Úr eldlínunni. Framhald af bls. 9. gröfunum. Hvort hann hefði ekki verið ])ar? Nei, það hafði hann ekki, en hann bliðkaðist og það var látið afskiptalaust. að ég væri lieima í nokkra daga, áður en ég færi til afskráningar. Faðir minn var þá blindur orðinn og hættur að kenna. Systkin mín voru öll komin á tvist og bast, utan systur mínar tvær, sem voru heima. Ég fór til Erfurt eins og lög gerðu ráð fyrir og afskráningin tók svo langan tíma, að ég kom ekki heim aftur fyrr en á Þorláksmessu. Þá var ég orðinn svo þreyttur á þessu öllu saman, að ég svaf yfir öll jól- in og vildi ekki heyra minnzt á neitt helgihald. Maður var leiður á öllu og fólk var almennt mjög dapurt. Ekki sökum uppgjafarinnar held ég, fremur vegna þess, að fjöldi inanns var atvinnulaus fyrst a eft- ir og búðirnar voru tómar og flest- ar nauðsynjar vantaði. Mér gekk ekki betur en öðrum að fá vinnu eftir stríðið. Hvað áttu verzlanir líka að gera við afgreiðslu- fólk, þegar ekkert var að afgreiða. En ég leitaði fyrir mér og þess á milli hjálpaði ég mömmu með heim- ilisstörfin. Þegar komið var fram í apríl, fékk ég vinnu við af- greiðslu í búð í litlu þorpi, hálf- tíma gang frá Tating. Það var ein- hleyp kona, sem átti búðina og hafði restaurant með henni. Þar var ég rúmt ár, en ])á gifti konan sig og það var ekki pláss fyrir mig lengur. Nú vildi svo til, að frændi minn átti verzlun á þeim norðurhjara sem ísland heitir. Hann hét Braun og verzhinin Braunsverzlun. Ég býst við, að flestir eldri menn kannist við þá verzlun. Hún var í Aðaí- stræti 9. Það hafði komið til greina, að yngri bróðir minn færi til starfa hjá frænda okkar á ísiandi, en af ])ví varð ekki. Mér datt í hug að grípa tækifærið; þn(ð væri varla verra að vera á íslandi eitthvert timabil, en ganga um atvinnulaus í Þýzkalandi. Ég komst í samband við Braun og það samdist svo um, að ég færi til afgreiðsiustarfa í Braunsverzlun. Svo kvaddi ég kóng og prest og hélt til Kaupmannahafnar. Kunn- ingjar mínir voru ekki bjartsýnir á þetta ferðalag og sögðu Eskimóa á íslandi ef ekki hreina Skrælingja. Allir utan hættu, suður gefur. A Á-K'7 V ♦ G-8-2 K-G-3 A y ♦ * m * 10-5-4-3 9-6-5 N A 4-3 10-9-7 V D-6-5-4 D-9-8-7 V A ♦ 6-5 D-G-9 S * K-8-7-6-2 D-G-10-8-2 íSy Á-K-3 Á-10-4-2 sJ* Á Suður 1 spaði 3 tíglar 4 lauf 5 grönd pass Vestur pass pass pass pass pass Norður 2 grönd 3 spaðar 4 tíglar 7 spaðar Austur pass pass pass pass Útspil hjartatía. Það er alkunna, að þeir bridge- menn, sem eru harðir í sögnum, eru yfirleitt góðir úrspilamenn. Þetta er ekki svo óeðlilegt þegar það er athugað að þeir hljóta að venjast á að halda á öllu sínu, þegar þeir lenda hvað eftir annað i, þvi sem næst vonlaJusUm samningum. í spilinu hér að ofan komst einn sllkur í alslemmu i spaða og vann hana með all skeleggri spila- mennsku. Þegar blindur kom upp, sá sagnhafi að jafnvel þótt hann gæti fundið tiguldrottninguna, þá ætti hann sennilega alltaf einn tapslag í hjarta. Útspilið gaf þó dálitla von en það var hjartatia. Gosinn var lagður á, drottningin kom frá austri og suður átti slaginn á ásinn. Suð- 28 VIKAN ur tók nú laufaás og síðan hjarta- kóng. Siðan spilaði hann lágtígli og svínaði gosanum. Þá var lauf trompað heima með spaðatiu, spaða- áttu spilað og drepið á kóng og síð- asta laufið tromp.að með spaða- drottningu. Nú spilar suður spaðatvistinum, sem hann hafði geymt tryggilega, og svínaði spaðasjöinu. Þá tók hann spaðaásinn, kastaði hjartaþristi heima og vestur varð að láta sið- asta trompið sitt. Nú var suður búinn að vinna spilið og það reynd- ar tveimur slögum áður. Þegar hann trompaði fjórða laufið atti vestur að kasta frá hjartaniu og tíguldrottn- ingu og niu, og er því sjáanlega í kastþröng. Hann reyndi að kasta tígli en allt kom fyrir ekki. En ég vissi betur; Braun hafði sagt okkur nokkurn veginn kost og löst á landi og þjóð og foreldrar minir voru því ekki mótfallnir, að ég léti verða af förinni. Þetta var i júiimánuði 1920. Ég tók mér far með íslandinu gamla, sem var í förum milli Hafnar og Reykjavíkur. Ferðin gekk vel, minn- ir mig, en það var afskaplega mikil rigning og ég hafði ekki regnkápu með mér. Allt var fljótandi i vatni og aur og heldur grámuskulegt um að litast. Ekki kunni ég orð í íslenzku, en Páll Sigurðsson, deildarstjóri í Braunsverzlun, taiaði þýzku og hann hjálpaði mér. Ég bjó hjá Braun, en hann var aðeins hér á sumrin; a veturna fór hann með konu sinni og dvaldist í Þýzkalandi. A þessum fyrstu árum mínum i Reykjavik bjó ég nokkuð víða, meðal annars leigði ég um tima herbergi með Jens Bjarnasyni frá ísafirði. Hann var þá að læra læknisfræði og við urð- um mjög góðir vinir. Ég var i nokkur ár i Braunsverzl- un, en svo fór ég að komast niður i íslenzkunni og þá fór ég að gera hvað sem til féllst. Innheimtuferill minn byrjaði 1930. Þá varð ég inn- heimtumaður hjá Soffiubúð í Aust- urstræti. Ég kunni strax vel við það, en það var ekki mikið um pen- inga á kreppuárunum eftir 1930. Ég tók alltaf við, hversu litið sem boðið var að borga inná reikninga og með seiglunni hafðist að innheimta. Ég var þarna I tiu ár, þar til örlögin ákváðu, að ég skyldi ekki strjúka um frjálst höfuð að sinni. Á þessu tíu ára timabili, sem ég var innheimtumaður, gerðist það merkast i lifi minu, að ég kynntist konu minni, Guðlaugu Pálsdóttur. Hún var i vist i húsinu þar sem ég borðaði. Við giftum okkur árið 1934 og byrjuðum búslcap upp i risi á Bakkastíg 1 i Vesturbænum. Kon- an mín átti fimm börn fyrir og við fóstruðum þau upp saman. araréttindi og nú var það of seint. Bretar byrjuðu strax fyrsta daginn, að taka Þjóðverja höndum, þá hættu- legustu fyrst geri ég ráð fyrir. Þetta vofði alltaf yfir mér og fjöl- skyldunni, að nú kæmu þeir og tækju mig lika, en það liðu nærri þrír mánuðir og ekkert gerðist og ég hélt áfram störfum minum eins og ekkert hefði í skorizt. Snemma að morgni hins 5. júli var barið að dyrum á Klapparstígn- um þar sem við bjuggum. Nú var kallið komið. Þeir voru þrír og einn með byssusting. M;inna mátti nú ekki duga. Með þeim var kaupmaður héðan úr Reykjavík, sem hafði vísað þeim á mig. Verði honum það að góðu. Ég var drifinn niður í kjallara i Miðbæjarbarnaskólanum og þar voru 20 Þjóðverjar, sem teknir höfðu verið í einu. Við áttum eftir að kynnast betur i langri fangabúða- vist. Sama dag var svo farið með okkur vestur á Gamla Garð og þar var okkur skipl niður á herbergi; vorum þrír og þrír saman. Svo byrjuðu yfirheyrslur. Þeir spurðu mig meðal annars, hvort ég vildi heldur, að Þjóðverjar eða Banda- menn ynnu striðið. Ég svaraði þvi ekki beint, en sagði að vilji guðs mundi hafa meiri áhrif, en minn vilji. Þótt ég segði það vilja minn að Bandamenn ynnu stríðiið, þá mundu þeir ekki trúa þvf. Svo var ekki meira átt við yfirheyrslur að sinni. Þeir hafa vist séð, að ég bjó ekki yfir stórkostlegum hernaðar- leyndarmálum. Við vorum þarna á Gainla Garði í átta daga. Daginn áður en við fór- um, fengu konan mín og börnin að koma til þess að kveðja mig. Það varð í síðasta sinn sem ég sá hana. Klukkan sex að morgni vorum við fluttir út í stórt flugvélamóðurskip; settir allir saman í stóra káetu og vopnaðir hermenn gættu okkar vandlega. S'vo gerðist það einn vordag 1940, að Bretar komu og hernámu landið, eins og alþjóð veit. Það voru held- ur váleg tiðindi fyrir þá Þjóðverja, sem hér voru búsettir, en höfðu ekki rikisborgararétt. Ég var að vísu búinn að vera á íslandi í ára- tug, en fyrir hreinan slóðaskap hafði ég ekki náð mér i rikisborg- í síðasta þætti þessarar frásagn- ar, sem birtist í næsta blaði, segir Konstantín frá fimm löng- um árum í ýmsum fangelsum í Englandi og Skotlandi, hálfgerðri nauðungarvist í Þýzkalandi og loks frá erfiðleikum sínum við að komast aftur til fyrirheitna landsins, íslands.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.