Vikan


Vikan - 08.03.1962, Síða 29

Vikan - 08.03.1962, Síða 29
West Side Story. Framhald af bls. 15. sinum, tvelm frændum og tveim frænkum og nokkrum fjölskyldu- kunningjum, sem safnazt höfðu sam- an í eldhúskytrunni og mösuðu án afláts. Himinninn uppi yfir var heiður og stjörnum stráður og máninn skein. 1 fjarska bar risastórar og háar bygg- ingar við dimmbláan himin; raun- ar voru hær víst ekki nema um hálfa mílu I burtu, en þó fannst henni sem leiðin þangað mundi vera lengri en allur sá óravegur, sem hún hafði farið í vikunni sem leið ■— að heim- an og hingað. Um leið og rökkrið lagðist yfir borgina, mildaði það allar útlínur risabygginganna, gljábrenndur málm- urinn og múrfyllingarnar breyttust í samofnar línur og fleti og smámsam- an leystist borgin upp i mynztur Ijósa og skugga. Fólkið, sem bjó í þessum ævintýrahöllum, var auðugt og gat veitt sér allt, sem fáanlegt er fyrir fé; Haria studdi hönd undir kinn og reyndi að gera sér i hugarlund allan þann munað, sem þvi var hversdags- legur aðbúnaður. Þetta umhverfi var svo gersamlega ólikt þvf, sem hún hafði átt að venjast heima á Porte Rico; þar bjó fólkið í lágum hreys- um, engar rúður í gluggum, mold- argólf, vatnsleiðslur þekktust ekki, göturnar flestar ómalbikaðar, eng- ar gangstéttir, fátækt og kyrrstaða hvert sem litið var. Þegar hún steig úr flugvélinni á lendingarbrautinni fyrir aðeins viku siðan, neri hún sér um augun til þess að ganga úr skugga um að það væri ekki missýning sín, að maðurinn og konan, sem nálguðust hana með framréttar hendur, væru I rauninni foreldrar hennar — þau virtust mikl- um mun yngri, frjálsiegri og ör- uggari. auk þess sem þau voru svo snvrtilega klædd; í fáum orðúm öll önnur. en þegar þau kvöddu hana tveim árum áður og fluttust til New York. Þá hafði það verið ákveðið að hún og systir hennar dveldust hjá ætt.ingjunum heima. þangað til sýnt, væri hvernig foreldrunum vegnaði í sínu nýja heimkynni: það var ein- "ngís Rernardo bróðir hennar, sem fðr með þeim. Faðir hennar hafði litliö undan og komið sér hjá því að svara, þeg- ar hún spurði hvers vegna Bern- ardo kæmi ekki líka að taka á móti sér á fluevellinum. Þegar heim kom, varð hún þess brátt vísari. Hann var átián ára, glæsiiegur og fríður sýn. um: en augnaráð hans var hiturt. munnsvipnrinn hörkulegur, hann var hávær í máli og hvert orð, sem hann mælti, var þrungið hatri gagnvart Bandarikjamönnum. Hún komst líka brátt. að þvi, að hér í New York var meira af öllu en heima fyrir, ekki hvað sizt af hatri, og hún hefði fegin viljað yfir- gefa alisnægtiijnar og snúa laftur heim. vegna þess að henni fannst bað rangt að hata. Hún vildi ekki hata neitt eða neinn, því að lífið varð svo dásamlegt og gleðirikt, þeg- ar maður elskaði. María geispaði, teygði upp armana og spurði sjálfa sig hvort hún ætti að fara að koma sér í háttinn. Hún hefði gjarna viljað fara niður aftur, lesa ensku málfræðina eða æfa sig í að tala ensku við föður sinn, en niðri í eldhúsinu var hvert sæti setið og sennilega var verið að ræða um San Juan og þorpið, þar sem þau ...ílmurinra er indæll og bragdid eftir því O. JOHNSON & KAABER HF höfðu einu sinni átt heima. Hvers vegna höfðu þau farið að heiman? Þau þurftu ekki annars við en líta í kringum sig í eldhúsinu, eða þukla á peningaveskinu, til þess að fá þeirri spurningu svarað. Sídeplandi ljós svifu beina línu yfir borginni og María horfði á eftir þeim. Var þetta flugvél á leið til Porte Rico, eða var hún kannski að koma þaðan? Enn kom henni til hugar að halda niður í eldhúsið, en þar mundi hún eingöngu heyra talað á spænsku, ellegar þá ensku, sem lét í eyrum eins og spænska. Hana langaði til að tala ensku eins og Ameríkani, með hörðum samhljóðum og stuttum sérhljóðum, sönglaust og ákveðið. Hún þráði að mega verða Ameríkani. Maria stóð á fætur, teygði upp armana eins og hún vildi faðma að sér tunglið og stjörnurnar. 1 gær hafði hún orðið sextán ára, og mamma hennar hafði faðmað hana að sér og kysst og haft mörg orð um það hve fögur brúður hún yrði. Og Chino Martin, vinur Bernardos, hafði starað á hana ástaraugum. Seinna um daginn hafði hann svo rætt það við foreldra hennar og bróð- ur, að hann vildi kvænast henni. Hann var duglegur og ábyggilegur piltur, vann sem aðstoðarmaður í klæðagerð við sjöunda stræti; þess mundi ekki langt að bíða að hann unum og tunglinu. Ef hún giftist Chino yrði rýmra um systur hennar í íbúðinni, því þau myndu setjast að í sinni eigin íbúð. Og þar mundu þau geta elskazt i einrúmi, gagn- stætt því sem hennar eigin foreldr- ar höfðu átt kost á meðan öll fjöl- skyldan bjó í einu og sömu vistarver- unni. María fól andlitið i höndum sér; hún mátti ekki rifja upp fyrir sér allt það, sem hún hafði orðið vitni að, hversu ákaft sem það leit- aði á huga hennar, jafnvel þegar hún var alein uppi á þakinu og elsk- aði allan heiminn. fengi full laun og starfsréttindi. Chino jl Náði sú ást hennar einnig til Chino var viðfelldinn og fríður sýnum, ákaf-?*ÍMartin ? Hún var ekki öldungis viss lega hlédrægur og ólíkur Bernardo.LJum það. Jú, víst unni hún honum Hún tyllti sér á tær, sendi bygg-Meins og hún unni öllu öðru í heim- ingunum miklu fingurkossa, stjörn-“inum, en ekki heldur umfrsim þa8. VIKAN 29 i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.