Vikan - 08.03.1962, Qupperneq 39
^L'uríaíh
Hinar fjölbreyttu
KURLASH augnsnyrti-
vörur gefa augum yðar
nýja fegurð.
KURLASH augnsnyrti-
vörurnar fást í snyrti-
vöruverzlunum og
víðar.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
H. A. Tulinius
fylgjast með mér. Það er allt og
sumt.
— Hún var sannajrlega falleg,
fannst þér það ekki? sagði Rut vin-
gjarnlega.
Þau fóru inn í bílinn og hún sett-
ist undir stýrið, eins og hún gerði
oft, þegar hann var þreyttur.
— Ég geri ráð fyrir því, sagði
hann óákveðinn.
— Það var hún, sagði Rut. Ég
tek alltaf eftir fallegum konum. Hún
ók bílnum fimlega fyrir krappt horn
og út á þjóðveginn.
— Það er víst vegna þess, að
ég er sjólf svo ljót, bætti hún við.
Hún sagði þetta eins og það skipti
engu móli, en hann þekkti hana of
vel til að taka ekki eftir sársauk-
anum, sem að baki lá.
— Þú ert ekki Ijót, sagði hann
ástúðlega. Þú ert dásamlegasta kon-
an í heiminum, og sú eina, sem ég
hef nokkru sinni litið á.
Hann leit á ófríðan vanga lienn-
ar og ljósleitt hárið, sem byrjað
var að grána. en féll mjúklega nið-
ur á ennið. Hún hafði aldrei látið
iiða það. Hún hafði borið ófríð-
leika sinn með eins konar stolti.
En nú fann hann, að þetta stolt bjó
lika yfir sársauka. Henni var ekki
sama hvernig hún leit út.
— Þú trúir mér vonandi, þegar
ég segi að ég þekki ekki þessa konu,
sagði hann hvasst.
— Auðvitað, Roger, svaraði liún
rólega.
Billinn rann mjúklega eftir veg-
inum. Hún byrjaði að tala, þægi-
lega og vingjarnlega eins og hún
var vön.
— Mér tókst að ná í eftirlætis-
blómin þín í dag, sagði hún. Ég
fyllti marga vasa með þeirn. Þú sérð
þau, þegar við komum heim.
— Ég hlakka til þess, sagði hann
lágt. Rödd hennar kom honum aft-
ur í jafnvægi. Eftir annir dagsins,
en hann hafði þurft að taka erfiðar
ákvarðanir viðvikjandi starfinu, var
rödd hennar eins og hljómlist í
eyrum lians og orð hennar um eft-
irlætisblómin hans fylltu hann ör-
yggistilfinningu. Hún tók alltaf á
móti honum með einhverju skemmti-
legu og upplífgandi, en talaði aldrei
um áhyggjur og leiðindi. Hún gerði
honum lifið þægilegt. Það var ein-
kennandi fyrir hana. Þægilega Rut!
Nú óku þau um hliðið og inn á
götuna heim að húsinu. Þar logaði
hlýlegt ljós, eins og til að bjóða
hann velkominn, og stóri hundur-
inn þeirra kom lilaupandi á móti
honum og nuddaði sér upp við fæt-
ur hans. Rut hafði fyrir löngu
kennt honum að bera skjalatöskuna
hans.
— Allt i lagi, Trixie, sagði hann
og fékk honum töskuna. Hundurinn
ýtti upp dyrunum og hljóp stoltur
inn með tösku húsbónda síns. Rut
hló við honum. Hlátur hennar var
ávallt þægilegur, lágur, hjartanleg-
ur og ófalskur.
Hann lokaði dyrunum að baki
þeim og ferskur ilmur úr hreinum
herbergjunum barst að vitum hans.
— Það er svo dásamlegt að vera
kominn heim, sagði hann. Ég átti
erfiðan dag. Þarna eru blómin mín
— þau eru yndisleg. Af hverju er
þessi góða lykt úr eldhúsinu?
— Ég var svo heppin að ná í
bauta, sagði hún glaðlega. Hún
hjálpaði honum úr frakkanum og
hengdi hann í fatageymsluna.
— Maturinn er tilbúinn, þegar
þú óskar þess, vinur minn, sagði
hún.
Hann fór upp á loft og hver
vöðvi og taug i líkama hans þráði
hvíld. Ég gæti aldrei afkastað öllu,
sem ég geri, ef ég hefði ekki Rut,
hugsaði hann. Hann tók sér bað og
fór í heimajakkann, og gekk síðan
niður. Hann var ánægður inn að
innstu hjartarótum. Hann treysti
henni í öllu. Ef hann hefði nú ver-
ið maður fögru konunnar — maður-
inn, sem hún óttaðist, vegna þess
að hún elskaði annan! Hann var
hamingjusamur maður, að eiga
konu, sem hann gat treyst.
Hann brosti, þegar hann gekk
inn í setustofuna. En þá kom hann
auga á andlit Rutar í spegli á veggn-
um gegnt sér, og brosið stirðnaði
á vörum hans. Hún stóð þarna og
liorfði á sjálfa sig með ótta og við-
bjóði, eins og hún væri að horfa á
einhverja ókunna ófreskju.
— Rut! kallaði hann.
Hann sá andlit hennar breytast
aftur í það rólega brosandi andlit,
sem hann hafði haldið að væri henni
eiginlegt. Iín hann gat ekki sætt sig
við það, sem hann hafði séð. Hann
stóð kyrr og horfði alvarlega á hana.
— Hvað varstu að hugsa um?
sagði hann.
Þau höfðu alltaf verið lireinskil-
in hvort við annað og hún var það
meira að segja í þetta sinn.
— Um það, hve ljót ég sé.
Hún sagði þetta glaðlega og tók
um handlegg hans og gekk að borð-
inu.
— Það er ekki neitt nýtt, sagði
hún um leið og þau settust.
Það var snyrtilega lagt á borð,
eins og alltaf, og vinnustúlkan kom
inn með súpuna. Kertaljósin slógu
bjarma sínum á andlit Rutar og sú
þirta var ekki fegrandi. Hann hafði
elskað hana svo heitt i öll þessi ár
að hann hafði aldrei hugsað um út-
lit liennar öðruvísi en sem hluta
af konunni, sem hann elskaði. Þeg-
ar hún fór að tala um að hún væri
Ijót, var eins og andlit hennar öðl-
aðist sjálfstætt líf og augu hans
opnuðust fyrir því að hún var ekki
falleg. Augu lians byrjuðu að flökta
og hún varð vör við það. Hún leit
niður og byrjaði að borða súpuna
hratt. Höndin, sem hélt á skeiðinni
skali' örlitið.
Hann varð óskiljanlega æstur og
byrjaði að hlæja.
— Hvað er þetta, Rut?
— Ég geri ráð fyrir að kona sé
alltaf falleg i augum þess manns,
sem hún elskar, sagði hún, án þess
að líta upp.
— En við höfum alltaf verið svo
hamingjusöm saman, Rut . . .
Munnur hennar byrjaði að titra.
— Þetta er kjánalegt af mér, en
í svipinn er ég víst bara að reyna
með öllum ráðum að fá þig til að
segja að ég sé — falleg.
—Kemur það ekki í sama stað
niður, þegar ég segi að ég elska
andlit þitt, elska hvern drátt í því?
Hún leit snöggt upp og síðan nið-
ur aftur.
— Ekki alveg, sagði hún.
Það hafði ríkt svo algjör hrein-
skilni á milli þeirra, að hann gat
ekki fengið sig til að segja, sem
hann þráði að segja núna — að hún
væri falleg. Á einhvern undarleg-
Framhald á bls. 41.
VIKAN 39