Vikan


Vikan - 19.04.1962, Qupperneq 3

Vikan - 19.04.1962, Qupperneq 3
Aiu ' Útgefándi: Hilmir h.f. VIKAN og twskniH DKW - „Junior de Luxe“ - frá Auto Union, Þýzkalandi. DKW bílarnir frá Auto Union munu litt kunnir hérlendis, en eru sagðir vandaðir vel, og eins og með- fylgjandi mynd sýnir, er ytra útlit þeírra hið glæsilegasta. Hreyfillinn er iram í, með framhjóladrifi, 34 hestafla, hámarkshraðinn 118 km, meðaleyðsla 7,3 1 á 100 km. Yfir- hyggingin úr stálþynnum, lengdin 398 sm, hreiddin 158 sm, hæðin 140 sm, þyngd 095 kg. Þótt lireyfillinn sé ekki nema tvcggja strokka, er fullyrt að hann vinni eins vel og fjögurra strokka, enda er hann talinn einhver full- koinnásti tveggja strokka hreyfill, sem nú cr smíðaður. Innri liúnaður yfirbyggingar, sæti og þess háttar, er talið vandað vel; verðið í Þýzka- landi er 5150 mörk. -A Að skreppa til tunglsins. „Halló . . . Tvistirnið h.f. . . . Nei, forstjórinn er þvi miður ekki við . . . Get ekki sagt neitt um það; hann skrapp til tunglsins i gær . . . Svona viku til hálfan mán- uð . . . Ef það er mjög áríðandi, er hægt að ná samhandi við hann gegnum geimsímastöðina; hann dvelst í gistihúsinu „Tunglfylling", herbergi nr 12907 . . . Ekkert að þakka . . . sælir“. Hvað skyldu það verða mörg ár þangað lil símasamtal, eitthvað þessu svipað, á sér stað hérna i Reykjavík? Aldrei, mun margur luigsa. Aldrei, mundi og margur hafa hugsað; ef þess hefði verið spurt um aldamót- in, hvenær jiað mundi eiga sér stað „Gemini“ — tveggja manna geimfar. hér á landi að fjöldi fólks skryppi um páskana til Rómar og Mallorca, svona að gamni sínu og til að sleikja þar sólina i viku. Aldrei að segja aldrei — þegar tækniþróunin er annars vegar. Það sýna og sanna atburðir þeir, sem gerzt hafa á sið- astliðnum árum og eru sem óðast að ge-rast. Neraa maður vilji Iiaga af- stöðu sinni eins og gömul kona í ná- grenni Reykjavikur, sem neitaði að hreyfa sig af rekkjustokk sínum, þegar allir á bænum þustu fram til að horfa á flugvél, sem sveif þar yfir í fyrsta skipti. „Til hvers skyldi ég fara að hlaupa út á hlað?“ varð henni að orði. „Ég trúi þessu ekki þó ég sjái það . . .“ Rússneskir og bandarískir geim- farar hafa þegar farið marga hringi á braut umhverfis jörðu og lent aft- ur heilir á liúfi. Og nú er unnið af kappi í báðum þessum löndum að undirbúningi fyrstu tunglferðanna. „AppoIo“-geimfarið, sem hleypa á af stokkunum 1965. Hér getur að líta myndir af tveim bandarískum geimskipum, „Gemini“ og „Appolo“, en smiði þeirra hefur þegar verið samþykkt og verður haf- in innan skamms. Verður henni hraðað svo, að gert er ráð fyrir að tilraunaflug þeirra geti hafizt ein- livern tíma á næsta ári. Verða geim- skipin fyrst send mannlaus í sigl- ingu og þá stjórnað af sjálfvirkum og fjarvirkum tækjum, og reynist þau eins og til er ætlazt, verða þau siðan send i viku til hálfs mánað- ar siglingu út í geiminn með áhöfn um borð. „Gemini" verður tveggja manna far, eins að lögun og Merkury geim- hylkið, sem Glenn ofursti ferðaðist í forðum, en allt að því þrefalt þyngra, og stjórnklefinn þeim mun stærri að tveir geimfarar geti setið þar hlið við hlið. Appoloskipið verð- ur af annarri gerð og lögun og mun stærra, þriggja manna far búið Ritstjóri: Gísli SigurðsBon (ábm.) Auglýsingaatjóri: Jóhanaes Jörundsson. Framkvæmdastjóri: Hilmar A- Kristjánsson. hreyflum og fjölbreyttum tækjum, og er ekki gert ráð fyrir að það geti hlaupið af stokkunum fyrr en árið 1965. Rússar bafa að venju þann hátt- inn á að þegja sem fastast um undir- búning sinn, en eftir þvi sem áður hefur gerzt, má gera ráð fyrir að þeir séu að minnsta kosti ekki skemmra á veg komnir en Banda- ríkjamenn. Það kæmi meira að segja fáúm á óvart, þótt þeir tilkynntu einhvern tíma á næstunni að fyrsti tunglfari þeirra væri þegar lagður af stað. Engan, sem þóttist geta státað af raunsærri hugsun, mun hafa rennt grun í það þegar fregnir bárust af fyrsta flugi þeirra Wrighthræðra, að fiugvélarnar yrðu orðnar helzti far- kostur manna, landa og heimsúlfa á milli, að fimmtíu árum liðnum. Það voru einungis skáld og skýjaglóp- ar, sem sáu þá þróun fyrir. Nú er svo komið þróuninni, að jafnvel þeir, sém teljast vilja raunsæjastir í þessum málum, þora ekki að aftalca neitt. Það er ef til viil ekki nema tímaspursmál livenær forstjórinn verður fjarverandi . . . hefur skropp- ið til tunglsins, Marz eða Venusar, sér til hvíldar og hressingar i nokkra daga; kannske með frúna með sér . .. eða ... Hitstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Síinar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreíðsla og dreifing: Blaðadreifing, I.augavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri: óskar Karls- son. Verð i lausasölu kr. 15. Áskrift- arverð er 200 kr. ársþriðjungsiega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. Gervimaður í raun og sannleika. Það var tékkneski rithöfundurinn Carel Kapek, sem á sinum tima samdi leikrit um vélmennina; það var sýnt í öllum helztu leikliúsum heims og um leið komst nýtt orð inn 1 tungur flestra menningarþjóða, orðið „robot“, sem Kapek hafði fundið upp yfir þessa „inanngerð“, Framhald á bls. 28. / næsfa blaði verður m.a.: • VIKAN hefur þá ánægju að tilkynna, að í næsta blaði birtist smásaga eftir skáldið þjóðkunna, sr. Sigurð Einarsson í Holti. Þetta er eina smásagan, sem nokkru sinni hefur birzt eftir sr. Sigurð. Hún gerist í Reykjavík og hann skrifaði hana nú í vor. Sagan heitir: Maður með barn í fangi. • Til tunglsins um páskana eða í sumarleyfinu. Nú þarf ekki framar neinar ágizkanir um tunglferðina; menn vita nokkurn veginn í smáatriðum, hvernig hún verður og nú birtir Vikan ferðasögu til tunglsins, sem ætti að geta verið mjög nærri veru- leikanum, eins og hann verður eftir nokkur ár. • Ungt fólk á uppleið: Fanney Sigurjónsdóttir og Ólafur Magnús- son, sem á örfáum árum hafa gert Carabella að merki sem kvenþjóðin dáir. • Draugurinn í Malypensehöllinni. Hann hefði líka getað losnað við jarðvistina eftir atburðinn í hölinni, en hann skemmti sér svo prýðilega, að hann sá enga ástæðu til þess. • Örlagadraumurinn. Grein um sálkreppur og sálgreiningu eftir dr. Matthías Jónasson. • Fegurðarsamkeppnin 1962. Þá birtist sú tíunda og síðasta í undanúrslitum, en í blaðinu þar á eftir munu birtast myndir af þátttakendum öllunt saman. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.