Vikan - 19.04.1962, Qupperneq 4
AE. vegghúsgögn njóta æ
meiri vinsælda enda vönduð
og smekkleg.
Vínskápur 80 br. 40 h. 35 d.
Tekk Kr. 2086,00.
Glasaskápur 80 br. 40 h. 35 d.
Tekk Kr. 1760,00.
Skápur 80 br. 40 h. 35 d.
Tekk Kr. 1760,00
Skápur 80 br. 35 h. 30 d.
Tekk Kr. 1976,00
KommóÖa 80 br. 40 h. 35 d.
Tekk Kr. 1859,00
Skrifborð
80 br. 72 h.
120 1.
Tekk
Kr. 2870.
HÚSGAGNAVERZLUN
AXELS EYJÓLFSSONAR
SKIPHOLTI 7, REYKJAVÍK
Vínlaust land . . .
Nú er búið að ræða og rita mikið
um öl og vín. Allir eru á sama
máli að vín sé bölvaldur hinn mesti,
sem herjar á þjóð vora. Þó eru
menn ekki á einu og sama -máli um
leiðir til úrbóta. Halda sumir því
fram, að öl myndi draga úr vín-
drykkju, en fleiri eru, sem telja
það blekkingu eina, og er ég i
þeirra hópi. Þar sem ég hefi um-
gengizt vín og vínmenn svo þús-
undum skiptir í tugi ára, hefi ég
enga trú á þvi að hægt sé að kenna
okkur að umgangast vín, án þess að
það skaði okkur. Eina ráðið, sem að
gagni kemur, er að gera vínið útrækt
úr landinu.
Ég ætla að bregða upp dæmum:
Þegar Aíþingishátíðin 1930 var
haldin, mátti segja að væri bann i
landinu. Jónas Jónsson, sem þá var
dómsmálaráðherra, lét loka vín-
verz.luninni fyrirvaralaust viku fyr-
ir hátíðina, enda sást • varia maður
undir áhrifum vins á hátiðinni, og
þótti það til mikils sóma.
Kvennaskólinn hélt árshátíð sína
í Sjálfstæðishúsinu. Þar mætti prúð-
búið fólk, ungt og fallegt. En það,
sem eftir'tekt vakti að dansleiknum
loknum var það, að ekki sást vín á
. þessu unga fólki, þarna var æska
íslands, falleg og frjáls. En hverju
var þetta að þakka? Bakkus var
bannaður.
Það var haldið mót á Þingvöll
um. Þangað streymdi ungt fóik,
alls staðar að af landinu. Þetta
unga fólk var ungt og fallegt. Það
tjaldaði á völlunum og merkti tjöld-
in hvert sínu héraði. Þegar líða
tók á nóltina, og sólin hellti geisl-
um sínum á þennan helga stað, þá
mátti sjá einhverjar verur, sem
ruddust um staðinn öskrandi, bölv-
andi, grýtandi og skríðandi. Hvað
hafði komið fyrir þetta unga og
fallega fólk. Jú, það var Bakkus,
sem hafði tekið stjórnina. Því scgi
ég ykkur, æskumenn íslands: Látið
aidrei Bakkus ráða gerðum ykkar.
Þangað sækið þið aldrei sanna gleði.
Það er allt blekking, sem Bakkus
býður ykkur. Fylkið ykkur saman
undir kjörorðinu: Vínlaust land. Nú
1 skuium við, sem höfum talið okkur
1 trú um, að það væri ekki hægt að
I skemmta sér, nema vín væri með,
breyta til og hugsa málið vel og
fara að dansa ófullir, syngja ófull-
ir, vinna ófullir og hugsa ófullir.
Ég skora á alla þá, sem hafa gert
sér Ijóst hver skaðvaldur Bakkus
er, að fylkja sér saman undir kjör-
orðinu: Vínlaust land. Takmarkið
er: Vínlaust land.
Ilverju töpum við, ef við missum
vínið? Missum við álit annarra
þjóða? Missum við eitthvað á and-
lega sviðinu? Missum við líkams-
orku? Verðum við aflcastaminni til
almennra starfa? Verður skemmt-
analífið Iciðinlegt? Missir selskabs-
lífið sjarma? Missir æskan gleði
sína? Missir heimilislífið samheldn-
ina? Missir ríkissjóður tekjur?
Missir þjóðin í heild af einhverju,
sem hún getur ekki verið án? Lát-
um þjóðina skera úr um það, hvort
hún vill vín eða ekki. Kjörorðið er:
Vínlaust land. Takmarkið: Vínlaust
land. — Þorleifur Gislason.
--------Orðið er laust. Það þurfa
vafalaust margir vínsins velunn-
arar að svara fyrir sig.
Háværar maddömur . . .
Kæri Póstur!
Vegna þess að allt mannlegt er
þér viðkomandi og i þeirri von að
grannkonur minar lesi Vikuna, lang-
ar mig til að hvolfa úr skálum minn-
ar heilögu vandlætingar og réttlátu
reiði, sem er mögnuð af svefnlaus-
um nóttum — í þennan indæla póst-
kassa þinn.
Það hagar svo til að ég bý í ná-
býli við tvær fráskildar konur, sem
eru á léttasta skeiði — þær eru svo
vinsælar og eiga svo stórkostlegan
hóp af háværum kunningjum, sem
heimsælcja þær á öllum tímum sól-
arhringsins og þessir kunningjar
eru alltaf í svo góðu skapi, að hlát-
urinn í þeim og bílaliljóðin ásamt
hurðaskellum og húrrahrópum held-
ur fyrir mér vöku nótt eftir nótt.
Segðu mér nú eitt — get ég beðið
um að þessar vinsælu kynsystur
mínar setji sér einhver takmörk —
reyni að hljóðdeyfa þessa vini sína.
Á ég að klaga þær? — og þá fyrir
hverjum? Á ég að taka inn svefn-
pillur? Á ég að flytja í annan bæjar-
hluta? Á ég að fá mér næturvakta-
vinnu? — eða ég veit bara ekki
hvað — HVAÐ Á ÉG AÐ GERA????
Eru allar fráskildar konur skemmt-
anasjúkar — ég er farin að halda
það. Það vernda menn engin lög
fyrir þessu, er það? — og svo má
maður ekki einu sinni eiga hund,
vegna þess að hann gæti hrætt börn.
Sú SVEFNLAUSA.
— — — „If you can‘t beat‘em,
join‘em“ segir Enskurinn, og lík-
lega enda þessi ósköp með því að
þú verður að slást í hópinn. Ann-
ars virðist mér þú kunna alls
kyns ráð við þessu. Þú skalt samt
sleppa svefnpillunuin. Talaðu
heldur við þessar fjörugu jónkur
í góðu.
Annars — það sem ég mundi
gera, væri að fá mér stóran, stór-
an, stóran hund, sem væri vaxinn
upp úr því að hræða börn og
hefði einungis gaman af því að
hræða skemmtanasjúkar mad-
dömur. Svo, næst, þegar maddöm-
urnar færu að halda fyrir mér
vöku, myndi ég bara segja urrd-
ann, og þá . . .
Þeim, sem vildu
minnast hans .. .
Kæri Pótur!
Ég hef kvartað yfir þessu við
marga, og allir virðast vera mér
sammála, þess vegna finnst mér
ástæða til að þetta birtist á prenti.
Það er farið að tíðkast í dánaraug-
lýsingum, að fólki sé bent á alls
kýns stofnanir og félög til þess að
minnast hins látna: Þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á þetta og
þetta. Ég verð að segja fyrir mig,
að ég sætti mig engan veginn við
4 VIKAN