Vikan


Vikan - 19.04.1962, Page 5

Vikan - 19.04.1962, Page 5
svona ordrur. Svona nokkuð hljóm- ar eins og skipun, enda er þetta beinlínis skipun. Manni er bent á félög og stofnanir í stað þess að senda blóm eða kransa. Það á hverj- um manni að vera í sjáifsvald sett, hvernig hann vill minnast látins vin- ar. Segjum svo að blóm væru ekki afbeðin, en mönnum samt bent á að senda lielzt páskaliljur eða kaktus. Ég veit að ineiningin er góð, en fóik gerir sér almennt ekki grein fyrir þvi hvað þetta er hjákátlegt og beinlínis óforskammað. — F.G. —--------Ég er bréfi þínu fylli- lega sammála — þetta er hvimleið venja. Kannski myndi einhver vilja afsaka þetta með því að hinn látni hafi verið mikill vel- unnari þeirrar stofnunar eða fé- lags, sem aðstandendur vilja láta styrkja með því fé, sem ellegar hefði farið í blóm eða kransa. Satt er það — nokkuð er til í þessu — en ef við hugsum nú öll vendilega um þetta —• er þetta þá ekki dálítið kjánalegt. Á ekki hver og einn að fá að minnast látinna vina á þann hátt, sem honum lízt beztur? Þyrstir í blóð . . . Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér utn þetta efni áður, en nú langar, mig aðeins til þess að spyrja þig um eitt: Hvað myndi ske, ef ég æki á alla fáráð- lingana, sem ganga yfir götuna á rauðu ljósi? — — — Hvað myndi ske? Þú rnyndir hafa nokkur beinbrot, jafnvel mannslíf á samvizkunni. Þótt þú sért í fullum rétti, verður þú að reyna að forðast beinbrot og mannslát eftir fyllsta megni. Líltlega væri þetta samt eina leið- in til þess að kenna vegfarend- um að ganga rétt yfir götuna — þótt ég mæli engan veginn með þessari aðferð. Hún gæti orðið til þess að fækka íbúum höfuðstað- arins um a. m. k. helming. Skákþáttur enn . . . Kæra Vika! Þú lofaðir því um daginn að í þessum nýja þætti hans Jóns Páls- sonar myndi verða svo til vikulegur skákþáttur. Ég hcf ekki séð það enn- þá — hann er búinn að birta eitl skitið skákdæmi. Þið hafið fastan bridgeþátt í Vikunni, og ég hélt að skákin væri öllu vinsælli íþrótt á íslandi en Bridge. Hvað á svona þá að þýða? — e4. —-------Við viljum, eins og þú veizt, allt fyrir lesendur okkar gera, og ef okkur berast fleiri slík bréf, rnáttu reiða þig á, að innan skamms verður fastur skákþáttur í blaðinu. Þangað ti! verðum við að láta Jón sjá um skákina, en auðvitað er ekki mik- ið rými fyrir langlokur um skák í þessum þætti hans. una. Kæra Vika. Ég fæ ekki lengur orða bundizt. Ég er farinn að halda að heims- menningin liafi algjörlega farið framhjá flestum islenzkum stúlkum. Ég fer gjarnan út með stúlkum og reyni þá að vera eins kurteis og bezt ég kann. Venjulega tekst mér að opna fyrir þeim bílhurðina, þegar. farið er inn í bílinn en venjulega hafa þær engan tíma til að bíða eft- ir því að maður komist út og aftur fyrir bílinn, til að opna fyrir þeim hurðina. Snarast þær út, inn í hús og úr kápunni, áður en tekst að koma bílnum i handbremsu. Ætli maður að hjálpa þeim í kápuna þrífa flestar þeirra hana af manni og sveifla henni yfir höfuðið af mikilli list, þá varla geti sú list talizt kven- leg. Spurningin er því hvort dagar herramennskunnar eru liðnir og ég því gamaldags, eða hvort stúlkurnar kunna sig eklci. Þórarinn. Það er ekki hin sterka hlið okkar fslendinga að iðka fágaða niannasiði og’ það er því miður hætt við því að fólk verði bara langt í andlitinu og góni á þig, ef þú tekur upp á þeirn fjára að sýna af þér herramennsku. Dagar herramennskunnar hafa aldrei verið til á íslandi, Þórarinn minn, og þessvegna er það ofur eðlilegt, að kvenfólk viti lítið, hvernig það á að bregðast við, þegar þú villt fara að umgangast ' það eins og hefðarmeyjar. Þetta er sjálfsagt báðum kynjum að kenna; kvenfólkið hefur ekki gert kröfur til fágaðrar um- i gengni og karlmenn hafa ekki F haft aðstöðu til þess að læra sanna herramennsku. Iværa Vika. Að gefnu tilefni langar mig til að vita, hvort sömu reglur um umferð gilda ú Miklatorgi og á liinu hring- lorginu, þ. e. vestur við íþróttavöll. Ég hef verið að spyrja leigubil- stjóra og ökukennara og marga fleiri, en það ber engum saman. Jón Ó. Tjón. . .Eftir því sem við bezt vitum, þá gilda þarna allt aðrar reglur heldur en á Miklatorgi og það er vægast sagt dálítið undarlegt. Á Miklatorgi eru tvær akgreinar umhverfis hringinn, og margir standa í þeirri meiningu, að svo sé einnig vestur frá og skapar þetta hinn mesta glundroða.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.