Vikan - 19.04.1962, Page 8
r
Kameljón
í stjórnmálum,
">harðskeittur
undirróðurs-
maður,
snjall vefari.
Fallegur drengur,
brúnaþungur,
greindur vel,
en skapbráður
mjög.
i
ÞaS leikur ekki á tveim tungum, að stjórnmálaástandið á
íslandi breyttist til muna þegar uppbótarþingsæti komu tii
sögunnar. Um leið var breytt mjög gamalli og rótgróinni hefð,
að sveitarhöfðingjar, menn, sem áttu mikið undir sér, höfðu
annað hvort brotizt áfram af frábærri elju og ástundun, eða
höfðu fengið mannaforráð með embættum sinum, annaðhvort
sem prestar eða sýslumenn, voru kjörnir til Alþingis og gerð-
ust þannig forsjármenn þjóðarinnar. Sagan geymir nöfn
margra slíkra manna. Lífið sjálft hafði þjálfað þá til starfanna,
baráltan við náttúruna, sem oftast hefur verið erfið á voru
landi. Segja má, að þetta hafi farið að breytast þegar verka-
lýðshreyfingin kom til sögu, en hún myndaðist ekki fyrr en
atvinnuvegirnir brcyttust og fólkið fór að þjappa sér saman
þar sem nýir atvinnuvegir risu upp. En verkalýðshreyfingin
þjálfaði líka sina menn, þannig að enginn komst til nokkurra
metorða innan hennar án þess að hafa sýnt dugnað, annað hvort
sem þátttakendur í lífi fólksins í sveit og á sjó, eða í starfi fyrir
liina nýju hreyfingu liins nafnlausa fjölda. Þetta varð til þess,
að að minnsta kosti á fyrstu árum hreyfingarinnar, völdust að-
eins úrvalsmenn i forystusveitina.
En smátt og smátt breyttisl þetta. Þegar baráttan óx, tog-
streytan milli flokkanna, sem deildu um völdin í þjóðfélaginu
varð grimmari, óx fiokkavaldið, klíkusjónarmiðin — og þá varð
annað til að mynda úrvalið, — og það er einmitt þetta sem
nú setur svip á Alþingi og hefur gert hin síðari ár. Enn var
fjarlægst hina gömlu hefð þegar uppbótarsætin komu til skjal-
anna, þá gat kunningsskapur einber, dugnaður að vissu leyti,
sem áður hafði ails ekki verið talið til dugnaðar, svo og
frændafjöldi í kjördæmi, að viðbættn þægð og yes-mennsku
við sjónarmið innsta kjarnans í flokknum, ráðið öllu um það,
hver hreppti framboð. Og þannig er þetta enn. Vel má þó vera,
að við þá breytingu, sem síðast var gerð á kjördæmaskipuninni,
fari aftur að sækja í hið fyrra horf. Vottur þess sást þó alls
ekki við framboð flokka í síðustu alþingiskosningum, heldur
þvert á móti.
Til þess að geta komizt áfram í islenzkum stjórnmálum nú
til dags, er það talinn megin kosturinn að vera góður vefari,
undirróðursmaður milii manna og flokka, mjúkur oftast nær,
en eitilharður þegar því er að skipta. Enn hafa menn ekki
uppgötvað þann sannleika, að það er jafnvel enn meiri fraina-
von fyrir ungan mann að vera djarfur og hreinskilinn, heill i
máli og ósérpiæginn. Það mun koma i Ijós þó að enn verði
nokkur bið á því að þeir uppgötvi það.
Þegar skyggnzt er um bekki meðal stjórnmálamanna, er mjög
liafa komið við sögu, getur þar að líta marga skritna fugla. Einn
þeirra er Finnbogi Rútur Valdimarsson, kameljónið í íslenzkum
vinstri stjórnmálum, vígamaðurinn í sófanum. Hann virðisf
alls ekki hafa hæfileika til mannaforráða, svo mikill einfari er
hann, svo lítið við alþýðuskap, svo fjariægur þeim kostum sem
alþýða manna hefur lengst af dáð mest, svo harðskeyttur í
persónulegri viðkynningu. En hann hefur kosti til að bera —
og það er eins og hann þekki vel kosti sina og galla. Hann virð-
ist þekkja sjálfan sig — og þar mun vera skýringin á frama
hans á stjórnmálasviðinu, sem hefur verið mjög óvenjulegur.
Til viðbótar þessari skýringu má þó bæta við, að þróunin hefur
borið hann áfram af miklum hraða.
II
Finnbogi Rútur Valdimarsson er valdamestur maður í yngsta
kaupslað á landinu, í Kópavogi. Finnbogi er Norður-ísfirðingur
að ætt og uppruna. Foreidrar hans voru fátæk bóndahjón:
Valdimar Jónsson og Elín Hannibalsdóttir. Þau bjuggu vlða,
en síðast i Fremri Arnardal og þar mun Finnbogi vera fæddur.
Þarna er mjög fagurt og sagði séra Guðmundur í Gufudal eitt
sinn að Arnardalur væri perla ísafjarðar. Þau hjón áttu mörg
börn og voru fátæk, en þau voru af góðu bergi brotin og gáfuð,
enda hefur það komið fram í börnum þeirra. Valdimar bóndi
lézt árið 1922, en þá var Finnbogi aðeins fimmtán ára gamall.
Hann var þá fallegur, brúnamikill og fremur hæglátur drengur,
en gat reiðzt svo ofsaiega og snögglega að það kom leikbræðrum
og öðrum á óvart. Virðist þetta og íyigja i ættinni. Er sú saga
sögð um einn ættmannanna, sem var járnsmiður, að hann gat
reiðzt svo harkalega við járnið, sem hann var að berja, ef ekki
mótaðist rétt við hamarshöggin, að hann henti því frá sér, stökk
í loft upp krossbölvaði, reif al' sér húfupottlokið og tróð það
undir fótunum.
Það kom mjög fljótt i ljós, að Finnbogi hafði til að bera skarp-
ar gáfur. Hann var ekki flysjungur, en gjörhugull, hugsaði sig
um, en sagði svo sína skoðun af liörku og varð þá ekki þokað.
Menn tóku eftir þessum gáfaða og fátæka dreng, og varð um
rætt meðan manna á Isafirði, sem aflögu voru færir. Einn
þeirra var Sigurjón Jónsson bankastjóri og alþingismaður.
Hann var góðhjarlaður maður/Og einnig kona hans, og gekkst
Sigurjón fyrir því, að menn studdu drenginn til skólagöngu.
Sigurjón var aðsjáii maður i íjármáium aiia ævi og setti drengn-
um regiur um eyðsiu, en gætti þó hófs i því. Finnbogi fór því
suður til Reykjavikur í skóla, og iauk þar námi, en þó með
einhverjum erfiðleikum, ekki þó vegna skorts á námsgáfum,
FINNSOQl RÚTUR
VALDEM3 R S S O N
I ALDARSPEGLI