Vikan


Vikan - 19.04.1962, Side 9

Vikan - 19.04.1962, Side 9
Frömuður í nútíma blaða- mennsku á íslandi. Harður í árásum en fljótur að gefast upp. Landnám í Kópavogi. Samstaða við Þórð á Sæbóli. heldur vegna uppreisnargirni og hðrku aS sam- bekkingum hans fannst — og litu þeir þó flestir svo á, aS hann væri til mannaforráSa fallinn — og veittu honum liB þegar á bjátaSi. Að afloknu námi vissi Finnbogi varla aS hverju hann ætti aS snúa sér. NokkuS mun hann liafa rætt viS velgerðarmann sinn, en varla þó til þess að fara í einu og öllu að ráðum hans, þvi aS Finnbogi hefur alla tíð verið óráðþæginn. Samt sem áður var hann á þessum árum til- finninganæmur ungur matSur með hugsjónaeld- inn logandi og albúinn að fórna sér fyrir þaB, sem hann taldi rétt. Hann var jafnaðarmaSur, en ekki bundinn neinum kreddum. nokkuS rót- tækur i skoðunum eins og skaplyndi hans beindi honum, en andvfgur kommúnistum og eitruð svör hans i þeirra garð. Hann fór til Frakklands og ætlaði aB stunda þar nám i lög- fræði og/eða alþjóðarétti um sinn. Þetta var i mikift ráðizt, enda mun hann vera fyrsti ts- lendingurinn, sem hefur lagt sérstaka stund á jiá fræðigrein. En litið varð úr náminu. Hann var listhneigður draumóramaður, unni kaffi- húsasetum og umræðum um stjórnmál, heim- speki og dægurmál, og mest af tima hans mun hafa farið i það að sitja á kaffihúsum og drykkju- stofum heimsborgarinnar. Ekki skorti á gáfuleg- ar athugasemdir hans og man sá er þetta ritar ekki skemmtilegri umræður en eitt sinn i Parfs um nótt, er Finnbogi Rútur hafði næstum alltaf orðið og malaði alla undir sig. Meðan hann þóttist vera að lesa alþjóðarétt i Paris skrifaði hann nokkrar greinar um alþjóða- mál og sendi Alþýðubiaðinu. Greinar þessar bóttu mjög vel skrifaðar og höfðu menn orð á þvi. Þetta varð til þess, að ATþýðuflokkurinn gerði Finnboga tilboð um að koma heim og gerast ritstjóri blaðsins. Hann sió til, en setti skilyrði um aðbúnað að blaðinu og starfsfólk. Tók hann svo við ritstjórninni og gjörbreytti um leið islenzkri blaðamennsku, að útiiti til mikilla bóta, en að efni til, leikur á mikill vafi. Það mátti ritstjórinn eiga, að hann fór ekki i mann- greinarálit. enda er hann alls ekki haldinn þeim ógeðfellda snobbisma, sem nú situr mjög svip á ýmsa framámenn. Hann réðist harkalega á menn og málefni, stofnanir og félagsskapi og án tillits til flokkssjónarmiða. En frægastar og illræmastar eru fruntalegar árásir hans á .Tón Halldórsson skrifstofustjóra i Landsbankanum i sambandi við þjófnaðarmál, sem þar kom upp og árásirnar á Thor .Tensen út af mjólkurmálun- um. Árásin á Jón HaTldórsson var gjörsam- lega tilefnislaus og að ósekju saklaus maður stimplaður, og hið sama má segja um Thor .Tensen. Þá kom og i ljós það, sem mjög einkennir Finnboga, að hann gefst upp fljótlega, hefur ekki nóga hörku til að bera þegar hann sér að honum hefur skjátlazt,að hann gerir jafnvel ekki tilraun til að verja sig þegar á hann er ráðizt af sömu frekjunni og lionum er tamt að beita úr sófanum. Margt skeði, sem varð til þess, að það fór að losna um hann í ritstjórastólnum. •Tón Baldvinsson var aldrei hrifinn af blaða- mennsku hans, en Héðinn varði hann svo og flciri valdamiklir flokksmenn. Loks var svo að ritstjóranum saumað, að hann hætti að mæta til starfa, en lét afskiptalaust þó að nafn hans stæði áfram á blaðinu, — og fullyrt er af kunnugum að hann hafi í raun og veru hætt ritstjórninni löngu áður en nafn hans hvarf af blaðinu. Hann gafst upp og gerði ekki einu sinni tilraun til að verja sig. Aldrei hélt ritstjórinn ræður.á þessu tímabili og kom ekki opinberlega fram. Hann hélt sig heima, en talaði mikið í síma við menn — og þá var Steinn Steinar helzti vinur hans svo og nokkrir stúdentar og námsfélagar frá Parisardvölinni. III Þórður Þorsteinsson blómasali nam land í Kópavogi árið 1934. Hann var fátækur maður að vestan, heilsutæpur, en áræðið hörkutól, moldar- karl og sjósóknari, sem lagði nólt við dag. Hann sló eign sinni á strandlcngjuna og settist þarna að fyrstur manna. Býli sitt nefndi hann Sæból og hóf sitt basl. Nú cr hann orðinn milljóneri. Hann var Alþýðuflokksmaður eins og Finnbogi Rútur, enda báðir Vestfirðingar og miklir vinir, Þórður sá aumur á himun uppflosnaða, gáfaða ritstjóra, og hugðist hafa hann fyrir ráðgjafa sinn. Iiann fékk Finnboga land, bar á sjálfum sér að honum, setti undir hann lappirnar, enda var Finnbogi að kvænast ágætri dugnaðarkonu. Hann byggði sér hús og settist að og varð því annar landnemi í Kópavogi á eftir Þórði. Og Kópavogur varð á örskömmum tíma ein helzta landnámsbyggð hins nýja tíma. Þar risu upp býlin hvert af öðru, siðan atvinnurekstur, þá götur og svo allt það sem nú getur að líta í þessum mikla kaupstað við túngarð Reykvikinga. Kópavogur tilheyrði Seltjarnarneshreppi. Þórð- ur var landsfaðirinn í Kópavogi hin fyrstu ár og naut stuðnings Finnboga. Þórður er víst ekki stórgáfaður maður, en það er Finnbogi. Þórður er harðduglegur vinnuþjarkur, en það verður sizt sagt um Finnboga. Þórður böðlast út á við og unir ekki hægindi til Tengdar. Finnbogi unir sófanum bezt — og vill stunda vígamennsku úr því sæti. Finnbogi lét illa að stjórn innan tiðar og það mislikaði Þórði. Til að byrja með ætluðu báðir að vinna staðinn fyrir flokk sinn, en þeir voru áreiðanlega ekki til þess fallnir í samein- ingu. Þegar Finnbogi hafði lagt á ráðin anaði Þórður af stað, og útkoman varð ekki alltaf eftir þvi, sem til hafði verið stefnt. Jafnframt fjar- lægðist Finnbogi æ meir sinn gamla flokk og kom margt til. Hann og Hermann Jónasson höfðu lengi verið nánir vinir. Báðir undir- hyggjumenn og metnaðargjarnir. Þeir lögðu á ráðin og gera enn. Þetta er löng saga og merk i islenzkum stjórnmálum — og minnir nokkuð á hlutverkaskipti Jónasar Jónssonar og Ólafs Friðrikssonar 1916 þegar Jónas tók að sér að vinna bændurna en Ölafur verkamennina. Finn- bogi gekk til liðs við kommúnista og gerðist þar brátt atkvæðamikill, enda kom hann með allmikinn styrk og dældi nýju blóði óbrotins alþýðufólks og rótslitinna innflytjenda I flokk- inn, sem hann hafði áður barizt svo harkalega á móti. Þá reis sú alda i Kópavogi, hinum vax- andi stað, sem skolað hefur Finnboga til þeirra metorða á Alþingi sem hann nýtur nú og loks iijn í bankastjórastöðuna við Útvegsbankann. En það er táknrænt við þennan sérstæða mann, að hann hefur aldrei gengið í Kommúnistaflokkinn. Og alla sina baráttu hefur hann háð úr sæti sinu — í sófanum. IV Finnbogi Rútur Valdimarsson átti margar hug- sjónir I æsku. Hann hélt lengi tryggð við þær, en mörg siðari ár hefur hann gleymt liugsjónun- um eða meginefni þeirra í sjálfri baráttunni. Baráttan er honum allt, vigamennskan úr sóf- anum gegnum simann. Hann vefur og vefur, leggur á ráðin og stjórnar aðgerðum. Hann skip- ar i fylkingar, setur sína herdeildarforingja í stöður, og blæs svo til orrustu, hallar sér aftur á bak í sófann, grípur kannski staup sitt og kveikir í vindlingi — og biður. En spennan er mikil. Það perlar sviti á enni hans og hann kreppir kæk sinn um helming. Stundum verður hann eins og út á þekju, heyrir ekki þó að talað sé við hann. Hann getur átt það til að ráðast af misskunnarlausri liörku á nánasta vin sinn og ef samlierjinn lyppast niður lætur Finnbogi kné fylgja kviði, ef vinurinn aftur á inóti rís upp á afturlappirnar og hellir sér yfir páfann á móti, þá lyppast Finnbogi niður, steinþagnar, horfir undrandi á vininn og hefst ekki að. En á bað svo ef til vill til innan tiðar, að biðja hann afsökunar á framferði sínu. Finnbogi er einkennilegur og ósamsettur per- sónuleiki. Ilann hefur unnið sig upp þrátt fyrir óteljandi galla. Hann er frernur fallegur maður á velli og andlitið aðlaðandi. Hann er hár og grannur og axlirnar þráðbeinar. Hendurnar eru Iangar og mjóar. Röddin er óþjál og liörkuleg. Hann hefur yfirunnið marga galla sína, en losn- ar aldrei við meginþræðina í skapgerðinni. Kunnugir segja, að það þýði ekkert að vera á móli því sem hann segir, því að hann fari sínu fram tillitslaust. Ýmsir aðrir segja, að það sé aðeins liægt að ráða við hann með þvi að ráð- ast inn á liann með ofsa, hella sér yfir hann og heimta af honum. Þá lyppist liann niður. Að Framhald á blas. 28. Baráttan úr sóf anum, Alþingi. Raungóður bankastjóri í títvegsbank- anum. Yel búið glæsi- menni með beigl- aðan hatt í hvítum Jagúar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.