Vikan


Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 18
F R 3 M H 3 L D $ $ 3 Q 3 N 8. HLUT1. „Það er aldrei, aS þú spyrð. Held- urðu eiginlega að þú sért lögreglu- maður, eða eitthvað þessháttar? Það er sök sér, þótt bróðir hafi áhyggjur af systur sinni og framtíð hennar — en hvernig væri að þú hugsaðir eitt- hvað um vinstúlkú þína og framtíð hennar? Láttu Chino og foreldra þína um að annast Maríu. Það verður þá að hafa Það, þótt þau hafi kannski ekki eins mikla hæfileika til þess og þú sjálfur". Hún starði á Bernardo og gat ekki varizt aðdáunarbrosi. „En þau gera henni að minnsta kosti ekki neinar getsakir. Að þú skulir ekki skammast Þín fyrir að hugsa og tala þannig um hana". „Þau þekkja umhverfið ekki eins vel og ég. Þau eru eins og börn gagn- vart Þessum Bandarikjamönnum — öll þrjú“, sagði Bernardo. „En þau gerðu ekki annað en dansa saman“, sagði Anita. „Það vita allir“. „ „Hún gerði ekki annað en dansa“, hermdi Bernardo eftir henni. „Við Bandarikjamann, sem er í raun- inn pólskur strákur". Anita benti á hann. „Heyrið þið hvað hann lætur sér um munn fara", mælti hún hæðnislega. „Honum ferst“. „Gættu þín“, mælti Bernardo í við- vÖrunartón. „Nema hvað?" Anita var ekki sér- lega óttaslegin, þvi að hún sá í augum hans hvað hann hugsaði. „Og fyrst þú telur þér ekki samboðið að spyrja, get ég sagt þér. að mér lízt sérlega vel á Tony. Og hann er í fastri vinnu“, bætti hún við. Chino tók til máls. ,,Hann er vika- piltur í verzlun. Og veiztu hvað er næsta stigið — sendisveinn. Aftur á móti get ég sagt þér það, Aníta, fyrst þú hefur svona mikinn áhuga á þessu“,.og Chino laut henni hæversk- lega, „að aðstoðarmaður verður full- gildur verzlunarmaður og meðlimur stéttarsamtakanna". „Vertu ekki að þessu þvaðri, Chino“, greip Bernardo reiðilega fram i um leið og hann fékk sér nýja sigarettu og kveikti í henni. „Ef þessum lús- uga Pólverja bíður svo við að horfa, getur hann komizt inn í samtökin á undan þér og néð betri aðstöðu en þú, vegna þess að hann er Banda- rílcjamaður“. „Þetta er ekki rétt", greip María fram í fyrir honum. Það var ekki nema hyggilegt að hlusta, fannst henni, og læra af bví, en hún þurfti ekki að hlusta lengur tii að geta gert sér grein fyrir hve skefjalaust hatur Bernardo lagði á Tony, og ef hann héldi áfram að tala þannig, hlyti það eingöngu að verða til Þess að hann hataði hann enn meir. Hún fann, að Það voru mörg við- fangsefni sem biðu hennar ■— og eitt af því þýðingarmesta var að draga úr hatri Bernardos. Það var því lík- ast sem ekkert kæmist að i huga hans nema hatur og niðurrif, og hún minntist þess, sem presturinn í eynni hafði einu sinni sagt — að þeir, sem sverði beittu skyldu og fyrir sverði falla. „Ef Tony er fæddur í Bandaríkjun- um, er hann ekki Pólverji", sagði hún. „Og jafnvel þótt hann væri ekki fæddur í Bandaríkjunum, er hann samt ekki útlendingur, vegna þess að hann kom hingað samkvæmt eigin ósk. Hann er Bandaríkjamaður, ekki síður en við sjálf“. Bernardo beið þangað til Anit.a og hinar stúlkurnar hættu að klappa fyrir ræðu hennar; þá laut hann syst- ur sinni hæðnislega og mælti með uppgerðar hátíðleik: „Kæra María — það má vera að þú truir þessu sjálf, en þannig er það ekki i rauninni. Og hann hugsar ekki sjálfur þannig. Hann hefur aðeins eina afstöðu í þessu máli — og hún er sú, að hann geti farið með þ;:g eins og hann vill, vegna þess að þú ert Porterikani!" „Þetta er illa mælt“, sagði Aníta og lagði arminn urn mitti Maríu. „Þú kemst ekki hjá þvi að biðja afsök- unar . . ekki einungis Maríu, heldur okkur allar, stúlkurnar". „Afsökunar á hverju?" spurði Pe- pe. — „Þið skiljið það kannski ekki*, svarað', Aníta, ,,en okkur, stúlkunum hefur crðið þessi nótt lærdómsrík". „Hvað áttu við “ spurði Bernardo. „Yið skuium skera úr þessu með heiðarlegu einvígi . , ■— Bernardo í)g Tony, Anita tók báðum lófum fyrir eyru Maríu. „Þið virðist álíta það, vesa- lirtgarnir ykkar, að vegna þess að hjörtu okkar eru opnari fyrir, en ykkar, hljóti allir að eiga allstaðar greiðan aðgang að okkur“. „Lokar þú fyrir nokkrum?" spurði Pepe. „Svín!“ Anita rétti honum vel úti látinn löðrung. „Ég ætla að vona að þú verðir sendur sem fyrst aftur heim til Porteríkó, og það í handjárn- um . . .“ Pepe gerði einungis að hlæja um leið og hann lagði þumalfingurinn á nefbrodd henni. Bernardo leiddi Mariu frá á meðan Aníta sagði Pepe vægð- arlaust til syndanna á spænsku Og leyfði ekki af röddinni. Hinir Há- karlarnir slógu hring um þau. Allt i einu var þakhleranum iyft og Bernardo heyrði kallað á sig. Það var faðir hans. „Bernardo", kallaði hann aftur og girti fastar að sér sloppinn með belt- inu. „Og Maria? Þú, sem varst sofn- uð". „Heyrðirðu ekki þegar við komum, pabbi?" spurði Bernardo og gaf beim Anitu og Pepe merki um að lækka rostann. „Við vorum svolítið að skemmta okkur hérna uppi á þakinu, og ég vissi að Maríu langaði til að hitta Chino aftur". „Já, Nunez", tók Chino við. „Ég bað Bernardo að senda niður eftir Mariu. Ég vona að þér sé Það ekki móti skapi. Við vorum bara að hlusta á útvarpið og tala saman". ..Hlusta og tala". endurtók Maria. „Höfðum við kannski of hátt, pabbi?" ..Þið höfðuð að minnsta kosti Það hátt, að ég vaknaði", svaraði faðir hennar og geispaði „Bn nóttin er yndisleg. Svöl . . . Ætlarðu að vera lengi hérna enn, Bernardo?" „Nei, við vorum einmitt að koma niður", svaraði Bernardo. „Chino fylg- ir Maríu niður. Við fylgjum stúlkun- um svo heim, og síðan ætlum við að skreppa í Kaffikönnuna og rabba þar saman um stund Viltu koma upp til okkar, pabbi ?" „Þakka ykkur fyrir, en það er of seint fyrir mig". Nunez geispaði enn. „Góða nótt". Hann sneri sér að dðtt- ur sinni. „Ég læt dyrnar standa opn- ar, Maria". „Já, ég skal svo læsa þeim", sagði Marfa. Hún sneri sér enn að bróður sínum, en hann sneri baki við henni og starði út í myrkrið. FIMMTI KAFLI Kaffikannan var llt.il veitingastofa, þar sem seldur var iéttur mat.ur og ails konar drykkir. Á stofunni var ekki nema einn gluggi, en þó var þar bjartara á daginn en bein nauð- syn krafði Á kvöldin og á nóttunni var skært ljós í glugganum, svo lög- reglan gæti sem bezt séð inn, þegar hún ók fram hjá á eftirlitsferðum sínum, því að veitingamaðurinn kærði sig ekkert um að alls kyns þorpara- iýður settist upp í veitingastofunni. Spjaldið, þar sem taldir voru upp þeir réttir og drykkir, sem þarna voru fáanlegir, hókk á gljáhvítum veggnum og í gegnum fingrafara- kámið mátti greina nöfn á ýmsum mexikönskum, porteríkönskum og bandariskum réttum. Fyrir framan langt afgreiðsluborð stóð röð af leðurklæddum stólum, en leðrið var svo slitið, að baðmullar- bólstrið stóð viða uppúr. Þreyttur og syfjulegur afgreiðslumaður stóð fyrir innan borðið og þvoði kaffi- 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.