Vikan - 19.04.1962, Qupperneq 31
Minorca, þar sem hún átti hús. Þegar
ég kom, hafði hún verið dáin í 12
tíma.
Hann þagnaði. Hvorugt þeirra
sagði neitt langa stund. Hún fór aft-
ur að teikna með nöglinni á dúk-
inn. Við afgreiðsluborðið hringdi sím-
inn lágt.
— Gerd! Hann reyndi að taka aftur
um hönd hennar, en hún fór undan.
Elsku Gerd, þurfum við að sitja hér
og sœra sjálf okkur? Fyrst ég hef
nú loksins fundið þig, vil ég að þú
vitir til hvers ég kom. Nú er fortíð-
in ekki lengur til, nú erum það að-
eins við tvö, sem við þurfum að hugsa
um, við tvö saman.
—• Skýrðu þetta nánar Rolf. Ég
fylgist ekki með þéi' lengur ....
Hann horfði ekki af henni og hélt
ákafur áfram:
— Við erum ung, Gerd, og eigum
allt lífið framundan. Ég veit ekki
hvað þú gerir hér í Gautaborg, hvort
þú ert ennþá sýningarstúlka, eða
ljósmyndafyrirsæta, en það er auka-
atriði. Þú ert alltof góð fyrir slíkt
líf. Ég er kominn til að taka þig burt
frá því. Við erum bæði jafn ein-
mana — ég er orðinn þreyttur á
ferðalögum. Ég hef séð nóg og á nóg
af öllu — allir staðir eru eins fyrir
mér. Ég vil festa rætur einhvers stað-
ar, kaupa hús og byrja nýtt líf með
þér. Þú mátt ráða hvar við búum.
Það er mér sama um. Við getum
eignazt dásamlegt líf saman, Gerd.
—- Ertu alveg viss um það? spurði
Gerd.
— Alveg! Ég býð þér nýtt líf, á-
hyggjulausa framtíð. Ég get gefið
þér öryggi, hlýju, heimili.
—- Þú meinar að þú ætlir að kaupa
mig. greip hún fram í fyrir honum
með sömu ró og áður. Með pening-
unum hennar? bætti hún við. Er það
ekki það, sem þú meinar?
Hann þaut upp úr stólnum og
barði lófunum í borðið.
— Ég beið eftir að þú segðir þetta!
hrópaði hann æstur. E'n ég hélt ekki
að Þú mundir núa mér þessu svona
um nasir! Peningarnir hennar — já,
hún er dáin og hún arfleiddi mig
að öllu, sem hún átti, en get ég gert
að Því, að hún ók út af veginum?
Ég drap hana ekki. Reyndar vissi
ég ekki að hún væri þetta rík. En
góða min, hvaða Þýðingu hefur það
að vera að róta upp í fortíðinni? Það
ert Þú, sem ég elska, Gerd. Ég elska
þig meira núna en ég gerði fyrir
þremur árum. Það ert Þú, sem ég
vil kvænast og gera hamingjusama.
Ég hef aldrei getað gleymt þér, því
verður þú að trúa.
Hún fór í hanzkana og brosti næst-
um afsakandi við honum.
— Við verðum að fara, sagði hún.
Klukkan er orðin margt. Dyravörð-
urinn hlýtur að vera orðinn undr-
andi á þessu.
—■ Þetta kemur honurn ekki við.
Ég er gestur hér á hótelinu, hef meira
að segja heila herbergjasamstæðu.
Ég hafði hugsað mér, að við gætum
setið þar og talað samah, en þú vild-
ir það ekki.
— Nei, sagði hún. Það hefði ekki
átt við.
— Fyrir utan hótelið stanzaði hún
og hikaði. Hann tók um handlegg
hennar og leiddi hana að bílastæð-
inu hinum megin við götuna. Þar
stanzaði hann.
— Þú hefur ekki sagt mér enn
hvar þú vinnur núna, sagði hann. Þú
hættir hjá Balmain?
— Já, ég varð Ijósmyndafyrirsæta
í staðinn.
— Er það betur borgað?
— Nei, miklu verr borgað, sagði
hún og hló. En mér líkar það betur.
Ég hef yndislegan húsbónda.
— Er það ljósmyndastofa, spurði
hann.
— Nei. hann vinnur einn, á frjáls-
um markaði. Hann er reyndar korn-
ungur. Hann heitir Lars Johnson.
Kannastu við hann?
— Nei, það held ég ekki. Það get.ur
verið að ég hafi heyrt, nafnið ein-
hvers staðar. Iivérnig stendur á því,
að þú ....
— Hér er billinn, sagði hún.
KannsRi að þú viljir aka mér heim?
— Auðvitað, sagði hann.
Húsmæðui'! hér er um al-
gjöra byltingu að ræða í
meðferð hverskonar fatn-
aðar, sem þarf að stífa -
SPRAYDEX - gefur líni
nýjan, ferskan blæ -
vandinn er enginn -
ÚÐIÐ SPRAYDEX Á
ÞVOTTINN UM LEIÐ
OG ÞÉR STRAUIÐ -
kaupið SPRAYDEX í
handhægum, smekklegum
umbúðum og þér munuð
komast að raun um það að
SPRAYDEX gerir þvotta
daginn skemmtilegan.
ÓDÝRAR
ÁFYLLINGAR
Heildsölub.
Kristján Ó. Skagfjörð hf.
KRISTJANSSON & CO
HF
VIKAN 31