Vikan - 03.05.1962, Page 3
VIKAN
0(j tSBknÍU
//jSlcipiíir tu«»g(ci . .
treður fcrapa . . . "
dæmis fjarstýrð, þaÖ er að segja,
að þau geta runnið mannlaus allar
götur á tunglinu, þótt knapinn sitji
á jörðu niðri; hann hagar stjórn
sinni á stóðinu svipað og tamninga-
meistarinn, sem stendur á miðju
hringsviði fjölleikahússins og
stjórnar sýningarhestunum, sem
renna brautina umhverfis sviðið,
með bendingum og merkjum einum
saman. Sá verður þó munurinn, að
þarna verður um lengra bil að ræða,
en kemur ,þó ekki að sök, því að
Framhald á bls. 31.
Útgefandi: Hilmir
Ritstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
Jóhannes Jörundsson.
Framkvæmdastjóri:
Iiilmar A- Kristjánsson.
Ritstjórn og augiýsingar:. Skipholti
33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifíng:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi
30720. Dreifingarstjóri: Óskar Karls-
son. Verð i lausasölu kr. 15. Áskrift-
arvt-rð er 200 kr. ársþriðjungslega,
greiðíst fyrirfram. Prentun: Hilmir
h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
í næsta blaði verður m. a.:
Bandarískir tæknifræðingar eru
um þessar mundir að smíða hin
furðulegustu farartæki — eins konar
vóljálka með fjórar, fimm og allt
að þvi átta lappir, en sogblöðkur
eða gripklær í hófa stað. Er fullyrt
að þeir muni fara yfir hvað sem er,
en ekki er þó gangsins getið; eftir
útlitinu að dæma gæti maður þó
haldið að ekki muni þeir íiggja vel
ó skeiði, en væru frekar brokkgeng-
ir. Mundi þá verða nokkur munur
á þeim og Sleipni, hinum áttfætta
jó Óðins, sem Gríinur Thomsen lýsir
í kvæði sínu, en þó eiga þeir fleira
sameiginlegt með honum en fóta-
fjöldann — þeir eru líka ætlaðir
til ferðalaga úti í geimnum.
Þetta verður með öðrum orðum
hið svonefnda „tunglhrossakyn“, og
þótt það verði ekki rakið til Nasa
á Skarði, og erfi því ekki eigin-
leilca hans, hefur það ýmsa aðra
eiginleika, sem kyn Nasa getur ekki
státað af. Tunglhryssin verða til
2. Sexfætt tunglhryssi með klær á
löppum. Ber sjónvarpsmyndavél í
haus á reistum makka og geisla-
skjöld á baki.
• Stóra bomban — en nú er bezt að hún springi að óvörum og
þess vegna höldum við því leyndu þar til í næsta blaði.
• Fjörulallar. — Smásaga eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann.
• Milljónaerfingi? — en sópar gólf f Keflavík. Hann gifti sig af
ást og vissi það ekki fyrr en mörgum árum síðar, að konan
hans var náskyld einum ríkasta manni heimsins, danska
skipaeigandanum A. P. Möller. En honum var alveg sama.
Og hann þiggur ekki boðin, þótt fjölskyldan bjóði honum
til Danmerkur. Hann vinnur bara í Keflavík og sópar gólf
á næturnar og er ánægður með tilveruna.
• „Árás táknar alltaf styrk“. Annar hluti ævisögu Joseph
Goebbels, hin.s kunna áróðursmeistara Hitlers. Hér segir frá
því, hvernig Goebbels jók styrk flokksins, hleypti upp fund-
urn andstæðinganna, sviðsetti jarðarfarir fallinna samherja
og komst áfram í krafti ofbeldis á öllum sviðum.
• Grjót — utanhúss og innan. Þátturinn um hús og húsbúnað
tekur fyrir þetta íslenzka og skemmtilega byggingarefni, sem
allsstaðar má fá til þess að gefa húsinu svip hið ytra og
auka á yndi íbúðarinnar hið innra.
• Þögn er gulls ígildi. Smásaga. Hún talaði og talaði og loks
varð hún þegjandi hás. Þá komst hann loksins að — og hún
sá, að það var harla gott.
Stóra
bomban
Bara sjö dagar - og svo springur hún. Hvell-
urinn verður geysilegur, að minnsta kosti
hefur aldrei orðið hærri hvellur í VIKUNNI.
Einasta ráðið til þess að missa ekki af neinu
í sambandi við bombuna, er að tryggja sér
eintak fljótt, því VIKAN rennur út eins og
heitar lummur.
sprmgur i næslu viku
f