Vikan - 03.05.1962, Side 4
VERÐLAUN
Þennan fallega skrautlampa getið þér eignast
fyrirhafnarlítið með því að safna áskrifend-
um utan Reykjavíkur, að pöntunarlistum frá
Hagkaup.
Allir geta safnað áskrifendum
og þér fáið lampann sendan ókeypis:
fyrir 10 áskrifendur í kaupt. og kaupstöðum
fyrir 5 áskrifendur í sveitum
Áskriftargjaldið að öllum aukablöðunum og
aðallistunum er aðeins tíu krónur á ári.
(Aðallistinn verður næst aðeins sendur föstum
áskrifendum).
Sendið okkur nöfnin, heimilisföngin og á-
skriftagjöldin og þér fáið lampann sendan
samdægurs.
Póstverzlunin
MIKLATORGI — REYKJAVÍK
Kæri Póstur.
Er það satt aS RíkisútvarpiS hafi
greitt höfundi „pípsins“ 30.000 krón-
ur fyrir „tónverkiS"? ÞaS er bók-
staflega óþolandi aS fá þennan ó-
fögnuS yfir sig, hvenær sem hlé
verSur á dagskránni. Hvers konar
fjárkúgun er hér um aS ræSa?
Nú, en ef þetta er allt lögum sam-
kvæmt, hlýtur þaS aS vera býsna
ábatasamt aS vera tónskáld.
J. S. B.
--------Mér skilst að þú eigir hér
við þagnarmerkin milli dagskrár-
liða. Ég veit ekki betur en mest
af þessu „pípi“ sé tekið upp úr
íslenzkum þjóðlögum, sem erfitt
væri að finna höfund að, svo að
þessi saga um 30.000 krónurnar
er víst ekki annað en þjóðsaga.
I ' , • | I , • | • ' ;
Léleg þjónusta ...
Kæri Póstur.
HvaS er meS þjónustuna á veit-
ingahúsunum hérna í bænum?
Sums staSar er hún til fyrirmynd-
ar, annars staSar alveg ótæk. Um
daginn fórum við hjónin út að
skemmta okkur á einum af skemmti-
stöðunum. ViS settumst viS borð og
biSum í 20 mínútur. Þá kom þjónn
og tók pöntunina. Hálftími leiS og
ekkert bólaSi á veigunum. Næst, þeg-
ar ég sá þjóninum bregSa fyrir,
spurði ég hvernig væri með pönt-
unina. „Þetta kemur alveg“, svar-
aSi hann. Enn leiS hálftími, og loks
kom þjónninn með allt annaS en
við höfðum beðið um. Nú þótti okk-
ur mælirinn fullur og fórum á ann-
an stað, þar sem við fengum bæði
fljóta og góða afgreiðslu. Varla mæl-
ir nú svona lagað með staðnum, eða
hvað? Eitt er víst, að ég fer ekki
framar í þetta hús. B. S.
________Samkeppnin milli veit-
ingahúsa hér í bænum er orðin
svo gífurleg, að hús, sem veitir
þjónustu sem þessa, getur ekki
vænt sér langra lífdaga. Það er
þegar búið að missa tvo gesti,
B.S. og frú, og ekki trúi ég að
þau séu ein um að kvarta. Það
leiðir af sjálfu sér, að ekkert
veitingahús kernst orðið upp með
lélega þjónustu, ef það vill tóra.
Tvíræð stjörnuspá ...
Kæra Vika.
Er ekki eitthvað gruggugt með
þessa stjörnuspá ykkar? Ég hef tek-
ið eftir því að þar er alltaf forðazt
að segja nokkuð ákveðið, og yfir-
leitt er um að ræða spádóma, sem
gætu átt við alla og komið fyrir
alla hvenær sem er. Sumir verða
svoleiSis steinhissa, ef eitthvað af
þessu kemur fram — en það þarf
víst meira til að gera mig hissa.
Svona — út með það — hver býr
þennan skáldskap til? G.
--------Þú virðist víst ekki gera
þér grein fyrir því, G. minn, að
stjörnumerkin eru ekki nema 12,
og undir þau flokkast allt mann-
kyn. Sem sagt, ef ætti að spá ein-
hverju ákveðnu, (t. d. þú kaupir
þér bláa regnkápu á fimmtudag
— eða: þú misstígur þig uppi á
Hofsjökli í vikunni), er hætt við
að margir yrðu vonsviknir, þótt
spá sem þessi ætti ef til vill við
einn og einn undir vissu stjörnu-
merki. Þess vegna VERÐUR spá-
in að vera almenns eðlis, þegar
spáð er fyrir svo stórum fjölda.
Svo er hins vegar hægt að spá
fyrir einstaklingum, og þá fyrst
er hægt að sjá fyrir smáatriði.
U tanbæ j arhl j ómlistar-
menn enn ...
Kæra Vika.
ViS viljum byrja á því að þakka
þér l'yrir ánægjulegt lestrarefni, áð-
ur en við komum að kjarna málsins.
Tilefni skrifa okkur á rætur sínar
aS rekja til kosninga um beztu
hljómsveit og hljóðfæraleikara
landsins í Vikunni 29. marz ‘62.
Það vekur furðu okkar, að af
þeim hljómsveitum, sem nefndar
eru á kjörseðlinum, skuli engin vera
utan Reykjavikur (þ. e. Bæjarins,
svokallaða, eða er það ekki annars
eini bærinn á landinu?).
Halda forráðamenn þessarar
keppni virkilega, að hvergi annars
staðar ú landinu séu til frambæri-
legar hljómsveitir?
ÞaS er m. a. tekið fram í grein,
sem fylgir keppnisreglunum, að þær
hljómsveitir, sem birtar eru þar, séu
þær beztu, sem fyrirfinnast á
íslandi. — Þessu erum við því mið-
ur ekki sammála og viljum halda
þvi fram, að víSa annars staðar á
landinu séu til hljómsveitir og
hljómlistarmenn, sem séu fyllilega
sambærilegir þeim, sem upp eru
taldar.
Sem litið dæmi mætti nefna:
Siglufjörður: Gautlandsbræður.
Norðfjörður: H.S. sextetL
4 VIKAN