Vikan


Vikan - 03.05.1962, Qupperneq 6

Vikan - 03.05.1962, Qupperneq 6
í síSasta blaði VIKUNNAR birtist grein sem hét: „Þa8 er dýrt að bíða — og oft hreinasti óþarfi.“ Þar var spjallað vi8 fólk, sem beið á biðstofum og ýmislegt tekið fyrir í því sambandi. VIKAN bað Arinbjörn Kolbeinsson, formann Læknafélags Reykjavíkur, a8 skrifa uin málið og hér fer á eftir grein hans. Ritstjóri Vikunnar hefur tjáð mér að blaðinu berist af og til bréf frá lesendum, sem hafi fram að flytja gagnrýni á ýmsa þætti læknis- þjónustunnar, ekki sízt óeðlilegar tafir á biðstofum lækna og miður góða umgengni þar. Af þessu tilefni hafði Vikan látið fram fara nokkra athugun á málinu og samið grein um niðurstöðurnar sem hirtist í siðasta blaði. Áður en greinin birtist bað ritstjórinn mig að segja Vikunni frá sjónarmiðum íækna um þau atriði, er þar er fjallað um. Engum er betur ljóst vand- kvæði og annmarkar læknisþjónustunnar en læknum sjólfum. En bvers vegna lagfæra þeir þá ekki það sem miður fer umsvifalaust? nmn margur spyrja. Skýringin er sú, að þetta er fíóknara og erfiðara mál en ftestir hyggja og ekki á valdi lækna nema að mjög litlu leyti. SAMTCK VINNA AÐ ENDURBÓTUM. í marz 1!)60 bélt Læknafélag Reykjavíkur fund, þar sem eingöngu var iæ:l um skipulagningu og endurbætur á læknisþjónustu hér í borg- inni. Komu þar fram æði ólíkar skoðanir, allt frá því að gerbreyta þjónustunni með nákvæmri skipulagningu á bverju einstöku atriði og niður í það að láta þróun Jæssara mála afskiptalausa. í 25 ár befur sá háttur verið hafður, að Sjúkrasamlagið hefur keypt læknisþjónust- una aí læknafélaginu i „heildsölu" og selt hana síðan borgurunum „í smásölu“ eftir reglum hins almenna sjúkratryggingakerfis í landinu. Það er skoðun lækna að þeir geti öðrum fremur sagt til um hvernig heilbrigðis- og læknisþjónustu verði bezt hagað og að það sé raunar þeirra skylda að koma fram með bendingar í þessum efnum. Enda þótt læknar segi fyrir um, hvert sé hið lieppilegasta fyrirkomulag þjónustunnar, þá eru margir erfiðleikar á framkvæmdum og eitt er víst, að þeir geta ekki selt sjúkrasamlaginu aðra né betri ])jónustu en þá, sem það óskar að kaupa, og ekki nóg með það, sjúkrasamlagið má ekki kaupa neina aðra þjónustu en þá, sem heilbrigðisyfirvöid og rikisstjórn á hverjum tíma samþykkir. Þegar læknum ofbýður algerlega, geta þeir að vísu neitað að vinna undir þessu kerfi, en þá hafa stjórn- 0 VIKAN málamennirnir einnig síðasta orðið og geta jafnvel neytt lækna til þess að halda áfram Jjjónustunni við óbreyttar aðstæður. Þar sem þessi mál eru svo mjög í höndum stjórnmálamanna er nauðsynlegt að almenningur öðlist á þeim þekkingu og skilning og þá eru stjórnmálablöð oft æði hæpinn vettvangur fyrir slíka fræðslu, sem jafnvel stundum afvegaleiða fremur en upplýsa. Það fer því vel á því, að hlutiaust blað eins og Vikan taki þetta mál til athugunar og eiga þeir bréfritarar Jsakkir skilið, sem vakið hafa athygli á því og komið fram með réttsýna gagnrýni. * VIÐREISNARNEFND HEFUR LAGT GRUNDVÖLL AÐ FRAMTÍÐARÞRÓUN. í maí 1960 var, fyrir tilstilli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkra- samlags Reykjavíkur, sett á laggirnar viðreisnarnefnd til þess að leggja grundvöll að bættri og breyttri læknisþjónustu hér í borg. Margt tafði störf nefndarinnar, en í ágúst 1961 voru lagðar fram ákveðnar tillögur um skipan og framþróun þessara mála. Haft var til liliðsjónar Jjað fyrirkomulag, er tekið var upp í Danmörku 1960. Þessar tillögur vorii lagðar til grundvallar við þá samninga, sem nú hafa nýlega verið undirritaðir milli Sjúkrasamlags Reykjavikur og Læknafélags Reykja- vikur. í tillögum viðreisnarnefndarinnar var lögð áherzla á að bæta úr eftirfarandi vandkvæðum: a) ófullnægjandi verkaskiptingu lækna. — b. lélegri skipulagningu á störfum þeirra, — c) of löngum vinnutíma, — d) lélegri starfsað- stöðu, — e) ófullnægjandi aðstoð í starfi. Óll þessi atriði þarfnast endurbóta eða gerbreytinga, ef sjúklingar eiga að losna við óþarfa tafir á biðstofum lækna almennt og verða aðnjótandi þeirrar afgreiðslu á lækningastofum, sem bezt má verða. Hver þessara breytinga kostar nokkurt fé og allar til samans verulega fjárhæð. Þegar læknar komu með ákveðnar tillögur um breytingu á öllum þessum atriðum samtímis, og skýrðu frá þeim kostnaði, sem

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.