Vikan


Vikan - 03.05.1962, Side 9

Vikan - 03.05.1962, Side 9
Um þetta leyti komst hann upp á lag meS aS beita hæfi- leikum sínum án þess að verða þar fyrir óvinsæll af skóla- bræSrum sínum; hann tók nú aS virkja hinn mikla flaum mælsku sinnar, var iSulega valinn til að flytja ávörp og ræður fyrir hönd bekkjarins, og þegar hann hlaut hæstu einkunnina viS súdentsprófið, þótti hann sjálfsagður til að flytja kveðjuræðuna fyrir hönd þeirra brautskráðu. Kemst einn af núlifandi áheyrendum hans þá svo að orði um ræðuna, að hún hafi verið snjöll aS formi til, en um leiS tilgerðarleg að orðavaii og glamurkennd, enda komst rektorinn svo að orði á eftir, þegar hann kvaddi Goebbels: „Þér náið eflaust langt i lífinu — en ég held að þér verðið aldrei mikill ræðumaður . . .“ Foreldrar Josephs Goebbels voru fyrir sitt leyti ekki i vafa um að hann ætti að verða prestur, og liklegt er að’ hann hafi ekki verið því mótfallinn; það hefur ekki farið framhjá skarpri athygli hans, hve mikils jafnvel fátækustu og aðsópsminnstu prestar voru metnir í kaþólskum söfn- uðum, og hvilíku valdi mikilhæfur prestur gat náð á trú- systkinum sinum. Þrátt fyrir fátækt sína og aðstandenda sinna hóf Joseph Goebbels nám við háskólann í Bonn árið 1917, en sá brátt að þýðingarlaust var að hyggja á lengra nám án fjárhags- legrar aðstoðar, og sneri sér þvi til hinna voldugu, kaþólsku líknar og hjálparsamtaka Albertus Magnus, með beiðni um styrk. Seinna komst sú áróðursaga á kreik fyrir tilstilli hans sjálfs, að hann hefði snúið sér til eins of fulltrúum samtakanna, mikils metins klerks, sem hafði látið svo um mælt, er þeir höfðu ræðzt við góða stund: „Þér trúið ekki á guð, sonur sæll, og ég læt því aðeins veita yður styrkinn, að þér leggið stund á einhverja aðra námsgrein en guð- þess doktorsgráðu — sldluðu að loknu þriggja ára námi ritgerð um efni, sem viðkomandi prófessor hafði valið — en doktorsnafnbótinni fylgir mikil virðing i Þýzkalandi. Veturinn i Bonn nam Joseph Goebbels bókmenntir, með leikrit Goethe sem sérgrein, og sóttist námið vel, eftir vitnisburði að dæma. En að þeim vetri loknum, hefst flakk hans milli háskóla og námsgreina, sem ber vitni óeðlilegu eirðarleysi. SumartímabiliS 1918 hafði hann áhrif fornróm- verskrar og forngrískrar menningar á miðöldum að aðal- námsgrein við háskólann í Freiburg, en um veturinn las hann sagnfræði við háskólann í Wurtzburg. Um haustið höfðu gerzt þeir atburðir í Þýzkalandi, að fyrri heimsstyrj- öldinni lauk með ósigri og uppgjöf þýzku herjanna, undir- ritun vopnahlésskilmála i einka-lestarvagni Fochs mar- skálks i Campiégneskógi, valdaafsali keisarans og flótta til Hollands og loks var fyrsta, þýzka lýðveldiS stofnaS að undangenginni byltingu. Þessum atburðum fylgdi meira andlegt öngþveiti og umrót en dæmi voru til i sögu Þýzka- lands, og olíi straumhvörfum, sem áttu eftir að hafa heims- sögulegri afieiðingar en nokkuð annað, að frönsku stjórnar- byltingunni ekki undanskilinni, þótt þar sé að vissu ieyti um hliðstæSur að ræða, eins og siðar verður sýnt fram á. Þótt einkennilegt kunni að virðast, samanborið við þá af- stöðu, sem Joseph Goebbels tók siðar, virtist hann halda vöku sinni i öllu þessu umróti, viðurkenna ósigurinn sem óumflýjanlega staðreynd og taka öllu því, sem sigldi í kjölfar hans, með ró og von um að fyrr eða síðar snerist ósigurinn i sigur fyrir þjóðina. Sumartímabiiið 1919 dvelst Goebbels enn viS háskólann I. hluti í Freiburg, en þótt hann njóti enn efnahagslegrar aðstoðar kaþólsku kirkjunnar, leynir sér ekki að hann er farinn að af fjórum. WWtilWh mmm -Mimmwnf :i: fræði“. Þessi saga hefur ekki við nein rök að styðjast, Joseph Goebbels sendi samtökunum skriflega beiðni og fékk rifleg, vaxtaiaus námslán; öll þau plögg eru enn til í skjala- safni samtakanna — og einnig önnur, sem sýna að það kost- aði samtökin margra ára þref og málaferli að fá lánin endurgreidd, og þó ekki fyrr en Joseph Goebbels var orðinn rikisþingmaður og löngu kunnur sem andstæðingur kaþólsku kirkjunnar. í jjann tíð störfuðu þýzkir háskólar í aðeins fjórum deild- um — guðfræði, læknisfræði, lögfræði og heimspeki, en undir þá síðasttöldu heyrðu þá yfirleitt þær námsgreinar, sem ekld voru tengdar hinum þrem, t. d. bókmenntir, stærð- fræði, saga, þjóSfélagsfræði, listsaga og svo frv. Próf þaðan veitti kennsluréttindi við menntaskóla, en flestir tóku auk fjarlægjást hana að mun, en um leið styrkist hann stöðugt i trúnni á mátt sinn og meginn og þó einkum á það, að hann sé gæddur frábærum hæfileikum til þess að verða rithöfundur — en það varð honum metnaðarsök æ siðan að sannfæra bæði aðra og sjálfan sig um að svo væri, eins og sjá má af því hve gífurlegrar þóknunar hann krafð- ist fyrir útgáfu eða britingu á dagbókum sínum, greinum og ræðum, þegar veldi hans var sem mest. Um þetta sama leyti fer einnig að bera á þeirri hneigð hans að koma fram í hlutverki hins glataða sonar — sem hann lék síðan alla ævi. Honum fannst tilkomulítið að glata trúnni i kyrrþey; slíkt varð að valda átökum og liugróti og ekki einungis hjá honum sjálfum, heldur meðal hans Framhald á bls. 28. MYNDIRNAR: Talið frá v.: Goebbels fyrir rétti 1931. — f miðju: Hann vildi verða leikari og hér er hann í skólaleikriti. — T. h.: „Beztu menn ríkisins“ á flokksfundi 1926. Hitler stendur á milli Kaufmanns og Goebbels. TIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.