Vikan


Vikan - 03.05.1962, Page 11

Vikan - 03.05.1962, Page 11
 I heilsaði kunnuglega og spurði hvort þeir félagarnir mættu setjast hjá þeim, þar sem ekkert borð væri laust. Klara varð fyrir svörum og kvað það alveg sjálfsagt, þær hefðu ekkert nema ánægju af þvi að fá herraselskap. „Hvernig lizt þér á Val, Ásta‘?“ sagði Klara á lægri nótunum, þegar hann var farinn. „Hann er anzi myndarlegur,“ sagði Ásta. „Þið þekkið hann þá.“ „O, það er nú ekki mikið ennþá,“ sagði Magga og deplaði augunum framan í Klöru. „En það stendur vonandi til bóta.‘ í þvi kom Valur aftur með kunningja sinn, er hann kynnti sem Eggert Sigurðs- son eða öðru nafni Edda. Það hófust brátt allfjörugar samræður við borðið, og þegar stelpurnar stóðu upp til að fara, spurði Valur hvort þær vildu koma yfir til þeirra á eftir í smá selskap, þvi að það ætti að halda litillega upp á opnun fyrirtækisins. Þær þökk- uðu fyrir og sögðust myndu kíkja yfir eftir vinnutima. Stelpunum fannst öllum kvöldið afar skemmtilegt, nema hvað Klöru fannst Valur gefa Ástu of hýrt auga. En hún lét það ekki lengi á sig fá og sneri sér bara að Edda, er reyndist henni hinn allra skemmtilegasti „kavaler“. Þegar Ásta kom heim var maruma hennar ekki sofnuð og sagði hún Ástu, að Steinar hefði hringt tvisvar og spurt eftir henni, og verið hálf ergilegúr í seinna skiptið, þegar honum var sagt að hún væri ekki ennþá komin heim úr vinnunni. „Mér finnst þú ættir að hringja í hann, Ásta mín, og vita hvort hann hefur viljað eitthvað sérstakt. Ég ætla að hita okkur kaffisopa á meðan.“ Ásta hengdi upp kápuna sina; hún var i góðu skapi og hugsaði um atburði kvöldsins. Hún lét sig falla letilega niður i stól við símaborðið, valdi númerið á næturvakt handlæknadeiidarinnar. Konurödd svaraði, og Ásta spurði hvort hægt væri að fá að tala við Steinar Gislason. „Já, augnablik,“ svaraði konan. Ásta hallaði sér makindalega aftur á bak í stólnum á meðan Steinar var sóttur i símann. Hún var svo djúpt sokkin i hugsanir sínar að hún hrökk við, þegar hún heyrði rödd hans þurra og drungalega segja: „Já, halló,“ því að það bar þess vitni að honum væri þungt 1 skapi. „Steinar, þetta er Ásta.“ „Já, ég þekki það, þú ert bara komin heim.“ „Já, mamma sagði mér að þú hefðir hringt i kvöld.“ „Það hefur ekki reynzt of auðvelt að ná i þig núna upp á síðkastið, þú virðist hafa afar mikið að gera.“ „Steinar, af hverju læturðu svona? Þú veizt við hvað ég hef verið bundin.“ En í kvöld var okkur stelpunum boðið i smápartý í tilefni af opnun Tizkuhússins', það er nýja firmað á móti skrifstofunni, æ þú veizt. Klara og Magga þekkja eitt- hvað eigendurna og ég gat nú eklci verið styttr^ fyrst ég fór á annað borð. Ég hringdi i dag um fjögur leytið og ætlaði að fregna af uppskurðinum lijá þér, en þá var mér sagt, að þú værir upptekinn. Var mikið af uppskurðum í dag?“ „Já, venju fremur mikið t. d. tveir upp á lif og dauða og ein aflimun.“ Framhald á bls. 31. Eftir erfiða uppskurði var hann þreyttur og þá svaiaði hann sér á henni og píndi hana, en sá jafnharðan eftir því. Hann ákvað að láta það aldrei koma fyrir aftur VIKAN XI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.