Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 17
CERTINA-DS
Hér er úrið,
sem hefir alla þá kosti-
sem karlmaður
óskar eftir.
Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver
og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss heíir tekizt að
framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg,
sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru
CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir
20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og
reglulegt.sem sæmir CERTINA.
O CERTINA-DS
Selt og viðgert i rúmlega 75 löndum
CERTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss
h
T 4
'hUPHQP
HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Líklega verður
þú fyrir einhverjum vonbrigðum út af einhverju
hjartans máli í vikunni, en hætt er samt við að
þú gerir úlfalda úr mýflugu. Þetta stafar að
mestu af því að þú ert allt of fús til þess að finna
svörtu hliðar tilverunnar, og verður það því til þess að þú
ferð á mis við björtu hliðarnar. Heilladagur laugardagur.
Nautsmerkiö (21. apr,-—-21. maí): Þetta verður í
alla staði ósköp venjuleg vika, þótt ekki verði
hún leiðinleg, enda hafa síðustu vikur verið mjög
skemmtilegar. Þú ferð óvenjulítið út í vikunni,
og er það gott og blessað, því að þú hefur einmitt
í mörgu að snúast heima við. Það er eins og skap þitt breyt-
ist örlítið til batnaðar um helgina.
Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni): Vinur, sem
þú hefur ekki umgengizt lengi, kemur nú mikið
við sögu þina, og verða samverustundir ykkar af-
ar ánægjulegar, ekki sízt ef Þessi vinur er af hinu
kyninu. Yfirleitt verður þetta þægilegasta vika,
einkum fyrir ungt fólk. Þú tekur að þér verkefni, sem þú
ræður alls ekki við á jafnskömmum tíma og Þú lætur í
veðri vaka.
KrabbamerkiÖ (22. júni—23. júli): Þú munt þurfa
að berjast af hörku fyrir einni skoðun þinni, og
líklega muntu loks bera sigur af hólmi, og verður
það til þess að þú hækkar í áliti meðal vina þinna.
Þú færð tvö heimboð i vikunni, en ekki er vist
nema þér sé hollast að hafna öðru þeirra. Helgin verður dá-
lítið nýstárleg og skemmtileg.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Það er eins og þig
skorti illilega frumkvæði þessa dagana, því að þú
viðurkennir fyrir sjálfum þér, að þér hálfleiðist
þessi tilbreytingarlausa tilvera, en Þú virðist ekki
hafa kjark i þér til þess að breyta til, svo að þú
getur í rauninni sjálfum þér um kennt. Þriðjudagurinn er
óvenjumikill heilladagur á flestum sviðum.
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú tekur mikl-
um framförum á vissu sviði í þessari viku, og
verður það til þess að þú ferð að líta bjartari
augum á tilveruna. Þó er eins og einhver aftur-
kippur verði um helgina. Þú mátt ekki slá slöku
við, þótt að þér steðji freistingar. Þú skalt varast allt óhóf
í vikunni og ekki skemmta Þér nema í góðu hófi. Heillat. 9.
Vogarmerkiö (24. sept.—20. okt.): Þú hafðir ætl-
að þér að ljúka einhverju verkefni í þessari viku,
en það er eins og allt verði til þess að tefja þig.
Þessi töf verður þó engan veginn leiðinleg, og i
rauninni má Þetta verkefni þitt bíða í svo sem
viku. Þú lest eitthvað, sem verður til þess að þú litur nú allt
öðrum augum á vissan þátt i fari kunningja þinna.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Einhver í fjöl-
skyldunni kemur mikið við sögu þina í þessari
viku, og munt þú yfirleitt njóta góðs af honum.
Þú verður lítið heima við í vikunni, þvi að þú átt
annríkt utan heimilisins. Hætt er við að Þú lendir
i smásennu við einn vin þinn — tilefnið verður óverulegt,
en þið skuluð umfram allt forðast alla langrækni.
BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þér verður
komið þægilega á óvart um eða eftir helgina, og
verður það til Þess að þú verður að breyta tals-
vert til. Af vangá verður einn vinur þinn til þess
að þú missir af einhverju, sem þú hefur beðið
talsvert lengi eftir, en þú mátt alls ekki láta það bitna á
honum.
GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Mánudagurinn
er sá dagur vikunnar, sem skiptir framtið þina
langmestu, og þann dag mun eitthvað gerast, sem
breytir á einhvern hátt hugarfari þinu. Þú tekur
sízt eftir því sjálfur, en vinir þínir og allir fjöl-
skyldumeðlimir munu þeim mun fremur kunna að meta
þessa breytingu. Þú ferð í skemmtilegt ferðalag i vikunni.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú hefur
beðið lengi eftir að eitthvað sérstakt gerðist, en
í siðustu viku var eins og þú gæfir upp alla von.
En einmitt nú gerist þetta, og það kemur þér
hálfvegis á óvart, og Það er eins og þú kunnir
ekki fyllilega að bregðast við því. Þú munt kynnast óvenju-
legri manngerð í vikunni.
FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þetta verður
fremur venjuleg vika i flesta staði. Líklega mun
þér þó græðast fé óvænt um eða eftir helgina.
Þú skalt reyna að þrozka þig betur í vinnuað-
ferðum, því að þér virðist lítið fara fram á því
sviði, og eru menn farnir að hafa orð á því. Þú færð þægi-
legan gest í heimsókn í vikunni.
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
ea