Vikan - 03.05.1962, Qupperneq 29
móðskufullan og þunglyndan — og
enn tók hann að ræða um að stytta
sér aldur. Tók lhin sér það mjög
nærri, því hún taldi þau hvort öðru
heitbundin, og reyndi hún aS bægja
þessari illu ásókn frá honum með
ást sinni og kvenlegu yndi, en mátti
sin litiis gegn sjálfselsku hans og
hégómagirnd. Þann 23. janúar 1924
sótti hann um starf hjá Berliner
Tageblatt, lét sem hann hefSi langa
starfsreynslu að baki og krafðist
hárra launa, en umsókn hans var
hafnaS. Hann sótti og um starf viS
leikhús í Rínarlöndum, en árang-
urslaust — og viSurkenndi leik-
hússtjórinn seinna, aS hann hefSi
ekki þekkt sinn vitjunartima, er
hann hafnaSi umsókn Goebbels, þar
hefði verið maðurinn, sem hafði
hæíileika til að setja hópsýningar
á svið! Og ef sá góði maður hefði
þekkt sinn vitjunartíma, er ekki að
synja fyrir, að heimssagan hefði
orðið nokkur önnur undanfarna
áratugi, því það voru fyrst og
fremst þessi vonbrigði, sem urðu
til þess að hann sneri sér loks að
stjórnmálunum ...
ELDRAUNIN.
Það var Fritz Prang, sem í raun-
inni leiddi Goebbels út í stjórnmál-
in. Það var einu sinni, þegar þeir
félagar sóttu fund hjá einhverjum
sósíalistiskum samtökum, að Prang
tókst að storka honum svo að hann
steig í ræðustólinn. Áhorfendur
gerðu hróp að honum; leizt hann
allskoplegur, og þó jukust hrópin
um allan heiming, þegar honum
hafði tekizt að ávarpa þá: „Meine
iieben deutschen Volksgenossen“.
Þótti þeim heldur en ekki hægri-
sinnahreimur að ávarpinu, en
Goebbels varð miSur sín við ópin
og blístrið og vissi ekki sitt rjúk-
andi ráð — fyrr en einn af áheyr-
endum kallaði hann „kapitaliska
blóðsugu". Þá hvessti hann seið-
mögnuð augu sin á áheyrendur og
hrópaði sinni þróttmiklu rödd út yf-
ir salinn: „Vill ekki sá, sem kallaði,
koma hingað upp að ræðustólnum
og tæma peningapyngju sína að öll-
um ásjáandi. Ég skal tæma mína
pyngju, og þá mun koma i ljós hvor
okkar er meiri blóðsuga.“ Um leið
dró hann upp pyngju sína og hvolfdi
úr henni — nokkrum smáaurum.
Áheyrendurnir urðu öldungis dol-
fallnir. Þar með hafði Joseph
Goebbels staðizt eldraunina sem
pólitiskur áróðursmaður.
Um leið var áhugi hans á pólitík
vakinn svo um munaði. Hann tók
að sækja pólitiska fundi að stað-
aldri, gerðist um hrið ritari Franz
von Wiegershaus, sem hinn svo-
kallaði „ÞjóSlegi frelsisflokkur" —
einn af hinum mörgu, hægrisinnuðu
smáflokkum — Iiafði komið á ríkis-
þingið. Wiegershaus bjó í Elber-
feld, ])ar sem hann gaf út málgagn
flokksins, „Völkische Freiheit“.
Goebbels aðstoðaði hann við rit-
stjórnina, tók oft til máls á þeim
fundumýsem flokkurinn gekkst fyr-
ir, og komst þar í kast við nazist-
ana fyrsta sinni; virtist þá svarinn
andstæðingur þeirra, en gekk þó
nokkrum mánuðum seinna á fund
Karls Kaufmann, sem þá var „leið-
togi“ nazistaflokksins í Rinarlönd-
um og Westfalen, og bauð honum
þjónustu sína. Iíaufmann ræddi mál-
ið við foringja flokksins í Norður-
Þýzkalandi, Gregor Strasser, og þar
sem svo vildi til, að þeir höfðu í
undirbúningi útgáfu vikublaðs á
vegum flokksins, en vantaði rit-
stjórnarfulltrúa, tóku þeir boði
Goebbels — og buðu honum tvö-
falt kaup við það, sem hann hafði
hjá Wiegershaus. Kaufmann komst
þannig að orði um Goebbels við
Strasser, að hann væri bráðsnjall
náungi, en mesti fláutaþyrill.
Ekki þótti Otto Strasscr mikið til
mannsins koma, þegar hann leit
hann fyrst. Þótti honuin Goebbels
furðu væskilslegur, en um leið furðu
linarreistur og mikllátur. KveSst
liann fyrst hafa veitt athygli hvössu
augnaráði hans og hljómfegurð
raddarinnar. HafSi Goebbels ekki
lengi rætt við hann, er hann komst
að raun um að þarna væri einmitt
maðurinn, sem flokkurinn þyrfti á
að halda, og svo fór að þeir Strass-
er bræður réðu hann ekki einungis
til sin sem væntanlegan ritstjórn-
arfulltrúa — heldur og sem ritara
flokksdeildarinnar i Norður-Þýzka-
landi, þar eð þeir höfðu orSið að
víkja þeim manni úr starfi sökum
ódugnaðar, er áður hafði það með
liöndum. Sá náungi hét Heinrich
Himmler.
Þetta var árið 1925. Forsprökk-
um nasizta liafði þá tekizt að end-
urskipuleggja flokkinn eftir hina
misheppnuSu byltingartilraun árið
1923, og álirif hans jukust stöðugt.
Aðalstöðvar hans voru i Berlin,
þar sem Gregor Strasser var einn
af helztu foryztumönnunum, og
Miinchen, þar sem Adolf Hitler
hafði nú tekið við foryztunni aftur,
en átakalaust var þó enn með þeim
tveim. Hvarvetna í Þýzkalandi var
rikjandi ókyrrð mikil og óánægja;
hver höndin uppi á móti annarri og
kom viða til óeirða og blóðugra
átaka milli verkamanna annars-
vegar og lögreglu og hers hinsveg-
ar, þar eð Stresemannsstjórnin hafði
endurfest gen'gi marksins eftir verð-
hrunið mikla á kostnað verkalýðs-
ins og miðstéttanna. Nazistaflokkur-
inn hafði upphaflega verið stofn-
aður i Munchen sem „þýzki vcrka-
lýðsflokkurinn", og hét þvi nafni
árið 1919, og því nafni hét hann
þegar Hitler bættist í hóp þeirra
sex flokksmeðlima, sem fyrir voru,
en þá átti flokkurinn 7,50 mörk i
sjóði! í aprilmánuði 1920 var Hitler
leystur frá herþjónustu og gat nú
helgað flokknum starfskrafta sina,
og innan skamms lá fyrir stefnuskrá
í tuttugu og fimm atriðum, þar sem
meðal annars var krafizt þess aS
Þýzkaland fengi sjálfsákvörðunar-
rétt, Versala-samningurinn væri úr
gildi numinn, Gyðingar sviptir rétti
til að gerast þýzkir rikisborgarar,
þýzki herinn yrði endurreistur,
komið á ströngu eftirliti með dag-
blöðunum — og að atvinnuleysinu
yrði útrýmt. Þetta sama ár var og
nafni flokksins breytt í „National-
S'ozialistische Deutsche Arbeiter-
Partei“, og hakakrossinn tekinn upp
sem flokksmerki. Árið 1921 var
Hitler kjörinn foringi flokksins, og
það sama ár stofnaði hann S.A.-
sveitirnar innan vébanda hans —
stormsveitirnar, sem fyrst í stað
voru dulbúnar sem iþrótta.hreyfing.
Það ár gekk Rudolf Hess i flokk-
inn, en Hermann Göring meir en
ári siðar. ÁriS 1923 munaSi minnstu
að forsprakkarnir dæmdu sjálfa sig
og flokkinn úr leik fyrir fullt og
allt, þegar þeir gengu i félag við
Ludendorff gamla og reyndu að
hrifsa völdin í sinar hendur með
þvi að koma á byltingu i Berlin.
Byltingin mistókst, og i febrúar-
mánuði 1924 var Hitler dæmdur i
„virkisvarðhald" i Landsberg, en
LÓÐBYSSUR
Sölustaðir:
S í S Austurstræti og kaupfélögin um land allt.
YiKAN 29