Vikan


Vikan - 03.05.1962, Page 32

Vikan - 03.05.1962, Page 32
straumur, þegar hann lieyrði rödd hennar i símanum. En af hverju lét hann svona við hana. Það var eins og hann þyrfti að fá útrás í einhverju. En liann fékk alls ekki neina útrás, aðeins píndi sjálfan sig og hana, og á eftir leið honum svo illa, að hann langaði mest til að gráta. Þá fann liann sig eitthvað svo einmana og óhamingjusaman. Hann botnaði ekkert í sjálfum sér, lagði símatólið á og strengdi þess heit í huganum að láta þetta ekki koma fyrir aftur. Hann ætlaði að hringja til Ástu á morgun og hiðja hana fyrirgefningar á framkomu sinni. En átti hann það hara víst að hún fyrirgæfi honum alltaf'? Hann leiddi hugann til liðinna samverustunda og live oft hann hafði verið stoltur af henni í hópi kunningja. En svo aftur þegar þau voru orðin ein, þá ieitaðist hann við að særa hana með ónærgætnis- legum orðum. Hann var orðinn hræddur við þessa hneigð sína, en gat þó ekki staðið á móti því, þó hann fyndi, að þetta færi illa með þau bæði. Ásta var t. d. farin að þola þetta ákaflega illa, hann hafði tek- ið eftir ])ví nokkrum sinnum, að tár runnu niður kinnar hennar, Og þá hafði hann langað til að taka utan um hana og biðja hana fyrirgefn- ingar á þessu. Hann hefði ekki meint það sem hann sagði, því hann elsk- aði hana. En þegar hann var rétt að því kominn að sýna henni ást- úð og hlýju, þá var eins og eitthvert neikvætt afl tæki af honum ráðin og aftraði honum frá að gera það. Hvað átti hann að gera, honum leið eitthvað svo illa, hann hafði eklci nokkra sálarró? Átti hann að hringja í Ástu núna og biðja hana afsökunar? Nei, það gat hann ekki gert. Hann ætlaði að híða og vita, hvort lnin hringdi ekki fyrst eins og svo oft áður eftir svona orðasennu. En hann lofaði því með sjálfum sér, að ekkert jiessu líkt skyldi koma fyrir aftur, því að hann vissi, að ef liann breytti ekki um, þá gæti liann átt það á hættu að missa hana og það vildi liann ekki fyrir nokkurn mun. Þetta kvöld grét Ásta sig í svefn og ekki í fyrsta skipti eftir svona orðakast. Hún varð ætið vissari um það, að Steinar elskaði hana ekki — og þó var hann stundum svo umhyggjusamur og nærgætinn. Hún hugsaði og hugsaði jafnframt því sem tárin streymdu eins og foss úr táralindum hennar ofan í svæfilinn, þar til loks hún féll draumadísun- um á vald, Það voru liðnir tveir mánuðir frá því að Ásta hafði verið í partýinu lijá Yal og síðan höfðu þau oft borð- að saman í hádeginu og nokkrum sinnum hafði hann boðið henni út. En hún hafði ekki nema sjaldan þegið boð hans, þar sem •henni fannst hún þá gera rangt gagnvart Steinari. En hún fann það þó glöggt að tilfinningar hennar i hans garð voru farnar að kólna og það var ekki farið að hafa jafn særandi á- hrif á hana þótt hann væri meinyrt- ur. Og í huga hennar var far- ið að rúmast meira en Steinar, og aftur Steinar, eins og áður hafði verið. Ástra sat í hnipri á gólfinu og lakkaði á sér neglurnar á tánum. Hún reis upp til hálfs og setti i þriðja sinn i röð á plötuspilarann „Just a dream“, þetta lag hafði svo sef- andi áhrif á sál hennar. í gegnum hrífandi tóna frá plötu- spilaranum barst skerandi síma- hringing. Ásta var fyrst að hugsa um að svara ekki, en skipti um skoð- un, því að það gat verið inamma hennar. Hún hafði skroppið til syst- ur sinnar og ætlaði að hringja, ef hún yrði þar fram yfir kvöldmat. En það var ekki mamma hennar, heldur Páll að bjóða henni með upp að skíðaskála yfir helgina. Ásta kvaðst ekki hafa nokkra kunnáttu á skiðum. En Páll taldi það ekki neina hindrun á þvi, að hún kærni með, og þáði hún því hoð- ið. Ásta var undrandi yfir, að Páll skyldi bjóða sér með, en ekki Klöru eða Möggu eins og þær höfðu mik- inn áhuga fyrir honum og létu ekk- ert tækifæri ónotað til að koma sér á framfæri við hann. En Ásta sá, að hann lét alltai' sem hann tæki ekki eftir því, en var þó ávallt kurt- eis við þær. Ásta hringdi til mömmu sinnar og sagði henni að hún færi upp að skála um fimmleytið. Síðan klæddi hún sig í skyndi og var rétt komin í, þegar Páll kom til að sækja hana, ásamt Jóni skóla- bróður'sínum, en þeir ætiuðu báðir til Þýzkalands í febrúar til að taka lokapróf í verkfræði við háskóla í Múnchen. Páll hafði fengið lánuð skíði handa Ástu hjá frænku sinni og þau reyndust henni vel yfir helgina því að skiðafæri var hið bezta og komst Ásta fljótt uppá að renna sér, þó hún væri hálf rög í fyrstu. Ástu fannst dásamlegt að ganga á skíðum úti I hvítklæddri náttúrunni. Henni var hugsað til Steinars, þegar hún horfði á Pál ganga þög- ulan við hlið sér á skíðunum. Nú var hann bundinn innan ískaldra og drungalegra veggja sjúkrahúss- ins, þar sem dauði og angist ríktu. Klukkan var að verða tiu á sunnu- dagskvöldið þegar þau yfirgáfu skál- ann og héldu af stað heimleiðis. Flughálka var á þjóðveginum, en Ásta fann ekki til liræðslu, því að Páll sat við stýrið og frá lionum streymdi svo mikið öryggi. Jón hafði orðið að fara til borgarinnar fyrr um daginn vegna æfinga i knattspyrnuliði, sem hann var leik- maður i. Þess vegna voru þau bara tvö á þessari rómantfsku kvöld- keyrslu til borgarinnar. Á leiðinni sagði Páll henni margt um sjálfan sig og fjölskyldu sína, sem var búsett i bæ úti á landi, þar sem faðir hans var skurðlæknir við aðalsjúkraliús bæjarins. Klukkan var að verða tólf, þegar þau komu heim til Ástu. Ilún var fyrst á báðum áttum livort hún ætti að bjóða honum inn upp á einhverja hressingu, en þegar hún sá að allt var uppljómað í stofunum vissi hún, að einhverjir inyndu vera á fótum ennþá og fannst þvi ekkert ósiðlegt að bjóða honum inn. Inni i stofunni sátu forcldrar Ástu ásamt kaupfélagsstjóra utan af landi, er var gamall skólabróðir pabba hennar. Ásta kynnti Pál fyrir þeim og þau sátu og röbbuðu við þau nokkra slund. Þegar. Ásta fylgdi Páli til dyra, tók hann i hönd hennar og þakkaði henni fyrir samveruna yfir helgina og spurði hvort hann mætti ekki bjóða henni eitthvað út í vik- unni. Hún ætlaði í fyrstu að segja nei,. cn hann horfði svoleiðis á hana, að henni fannst hún ekki geta ann- að en svarað játandi. Eftir að hún var háttuð, gat hún ekki að sér gert að bera þá saman í huganum, Steinar og Pál. Páll svona traustvekjandi og tillitssamur, en Steinar aftur á móti drottnunar- gjarn og sadistalegur í orði, en þrátt. fyrir þessa galla hans, sem höfðu bitnað svo áþreifanlega á henni, gat hún ekki dulið sjálfa sigþess, að hún elskaði Steinar — en þó kannski ekki eins mikið og áður. —0— Það var aðfangadagur jóla. Stein- ar klæddi sig úr læknasloppnum, hljóp niður stigana, inn í anddyrið, greip þar frakkann sinn í fataheng- inu og hraðaði sér út á götuna. Fyrst: ætlaði hann að taka vagn sem færi í austurhluta horgarinnar, en snerist hugur og ákvað að fara heldur gang- andi, þó að langt væri, því hann vonaðist til að stormurinn gæti. feykt burtu áhyggjum hans og ó- róleika. Mikil umferð var á götunum og jafnvel i úthverfum borgarinnar stjórnaði lögreglan umferðinni. Hann stakk lyklinum i skrána og: hurðin small þegar i stað upp, gekk. síðan upp stigann og við dyrnar á. herberginu lians lágu nokkur bréf.. Hann tók þau upp og sá að þau voru merkt jól, gekk inn fyrir, lagði brélin á borðið ásamt jólakveðjum frá nokkruin sjúklingum á sjúkra- húsinu. Hann hengdi upp frakkann sinn og lagðist siðan út af i legu- bekkinn, þá fyrst þegar hann var lagztur út af fann liann að hann var þreyttur, bæði á sál og líkama.. Hann lokaði augunum og lét liug- ann reika til æskuáranna og jólanna. heima hjá mömmu, pabba og syst kinum. Af þeira 20 jólum sem hann hafðii LEGGJUM FLISAR OG MOSAIK Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. Sími 15307 — 22592. 32 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.