Vikan - 03.05.1962, Qupperneq 38
Tennur yðnr
þarfnast daglegrar umhirðu. RED WHITE
TANNKREM fullnægir öllum þörfum yðar á því
sviði.
RED WHITE er bragðgott og frískandi og inni-
heldur A4 og er umfram allt mjög ódýrt.
Biðjið ekki bara um tannkrem, heldur RED
’ WHITE tannkrem.
Heildv. Kr. Ó. Skagfjörð h.f.
Sími 2 41 20.
óþörf bið á biðstofum.
Framhald af bls. 7.
verðmætum, sem tapast nú. Sumir
telja að ódýr biðnúmer geti leyst
þennan vanda, en svo er ekki. Til
þess að biðnúmer komi að fullu
gagni, þurfa læknar að geta skipu-
lagt og samræmt störf sín, þannig
að flokkaðar séu sainan afgreiðslur,
sem taka álika langan tíma. Margir
læknar hafa reynt biðnúmerakerfið,
en hætt við það vegna þess að það
orsakaði ýmis konar misskilning og
jafnvel erfiðleika í afgreiðslu. Það
fer sem sé eftir störfum læknisins
og grundvallar skipulagningu á
þeim, hvort biðstofunúmerakerfið
kemur að verulegu gagni eða ekki.
LÆKNASTOFUR — ÓFULLNÆGJ-
ANDl HÚSNÆÐI.
Þá er í grein Vikunnar nokkuð
um það rætt að lnisakostur og að-
búnaður á lækningastofum sé all-
misjafn og sums staðar ábótavant.
Sumarið 19ö0 lét borgarlæknir at-
huga allar lækningastofur í Reykja-
vík. Fannst þá að sjálfsögðu ýmis-
legt athugavert og mun það alll
hafa verið lagfært. Slík athugun
þyrfti sennilega að fara fram oft-
ar og e. t. v. að vera mun strang-
ari en verið hefur. En hér konmm
við að einu, mjög veigamiklu atriði
í sambandi við læknisþjónustuna.
Ef óskað er eftir því að læknar hafi
almennt belri lækningastofur en nú
er og eins góðar eins og vera ber,
þá hefur slikt í för með sér veru-
legan hækkaðan kostnað við læknis-
þjónustuna.
HVAÐA LÆKNAÞJÓNUSTU HEF-
UR ÞJÓÐFÉLAGIÐ EFNI A AÐ
BORGA.
í því sambandi er rétt að benda
á að lækningastofa eins læknis hér
í bæ, sem uppfyllir flest Öll skil-
yrði um ströngustu kröfur, kostaði
í rekstri árið 1960—‘61 146 þús. kr.
Þetta er ekki ágizkunartala heldur
byggist hún á útreikningum skv.
ströngustu skilyrðum bókhaldslög-
gjafarinnar og er reiknuð út af lög-
giltum endurskoðanda. Það er þvi
ekki nóg að segja, hvernig læknis-
þjónustan á að vera heldur þarf
þjóðfélagið að hafa ráð á að greiða
hana. En skv. okkar kerfi eru það
stjórnmálamennirnir, sem dæma
um það. Þetta er raunar mjög eðli-
legt og sjálfsagt fyrirkomulag því
læknisþjónustan hefur margslungin
áhrif á efnahagskerfi þjóðarinnar
og mun slfkt ekki hafa verið kann-
að til hlítar hér á landi og því verð-
ur mat á læknisþjónustu stundum
furðu handahófslegt.
I liessum mólum hafa stjórnmála-
menn úrslitavald, en Jieir þarfnast
aðhalds, ekki eingöngu frá læknum
heldur einnig frá almenningi. Það
aðhald þarf að byggjast á staðgóðri
þekkingu og réttsýnni dómgreind.
Að dómi ýmissa lækna skortir á að
framvinda í heilbrigðismálum hafi
verið nægilega snar þáttur i þeirri
allsherjar-viðreisn, sem unnið er að
i þjóðfélaginu, cn margt bendir til
þess, að breyting lil batnaðar í þessu
efni sé á næsta leiti. Það er brýn
nauðsyn að almenningur afli sér
þekkingar um þessi mál, taki af-
stöðu til þeirra og láti slcoðun sina
Framhald á bls. 43.
MIÐÆPRENTUN
Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls-
konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar,
kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og
útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu-
box.
Þeitið upplýsinga.
Skipholti 33. — Sími 35320.
OP
•JO
VlliA N