Vikan


Vikan - 05.07.1962, Side 4

Vikan - 05.07.1962, Side 4
ALUMINIUM - STÁL STÝRISHÚS YFIRBYGGINGAR á fiskiskip af öllum stærðum. Aluminium stýrishús eru mun léttari en önnur stýrishús og yfirvigtin á bátnum því mun minni og hann verður því stöðugri og hraðskreiðari, auk þess er viðhalclið sáralítið því sjóvarið aluminium hvorki tærist né ryðgar. Verkfræðiþjónusta til staðar. YÉLSMIÐJA BJÖRNS MAGNÚSSONAR Keflavík — Símar: 1175 og 1737. Reiðhjólabrautir ... Kæra Vika. Gætir þú ekki bent umferðanefnd á að hafa reiðhjólabrautir við helztu umferðargötur Re^kjavíkur. Það er einhver undarleg þröngsýni í öllum þessum gatnamálum okkar. Ekki lield ég að munaði mikið um að gera’ sérstakar reiðhjólabrautir með Miklubraut eða Suðurlandsbraut — svona til að byrja með. Reiðhjól geta verið stórhættuleg á svona mikium umferðaræðum. Erlendis þykir þetta ekki nema sjálfsagt. Ha? Til Vikunnar. Það gladdi mig óendanlega að fá aldarspegil um sr. Sveinbjörn Högnason, okkar ágæta klerk og hér- aðshöfðingja. Eg hef lesið Vikuna að staðaidri og maður er nú einu sinni svo hégómlegur að það kemur við hjartað í manni, þegar eitthvað er tekið i blaðið sem stendur manni nærri. Og greinin var sanngjörn og prýðilega skrifuð eins og þessar greinar hafa reyndar alltaf verið. Með kærri kveðju. Rangæingur. Hávaði. Kæri Póstur, Mig langar til að spyrja þig um svolítið, sem ég hef ekki getað feng- ið á hreint hjá neinum, en það eru skyldur húseigenda gagnvart leigj- endum.Svo er mál með vexti að ég leigi tvö herbergi úti i bæ. Fólkið, sem ég leigi hjá, er bezta fólk i flesta staði, en nokkuð þó fyrir að skemmta sér. Ég er að eðlisfari ró- lyndur maður og fer lítið út, svo að oft vill það bitna á mér, þegar fólkið er að skemmta sér. Og jafnvel þótt það sé ekki beinlinis að skemmta sér, er eins og það taki ekkert tillit til annarra í húsinu, því að það er að rölta og brölta um húsið, kann- ski langt fram undir morgun. Ég á mjög bágt með svefn, og kemur þetta sér oft illa. Nú langar mig að spyrja þig Póstur minn, hvort húseigendum beri e-kki einhver skylda til að taka tiilit til leigjandans? Eða verð ég að sætta mig við þetta allt saman? Með kærri kveðju, Jónas. -----— Ef þið hafið ekki gert með ykkur vandaðan leigusamn- ing, þar sem skýrt er tekið fram, að þú verðir að fá þinn svefn- frið og engar refjar, er heldur lítið, sem þú getur gert. Þú skalt auðvitað reyna að minnast góð- látlega á þetta við eigendurna, og ef ekki er tekið vel í það, verður þú annað hvort að dúsa þarna andvaka og vansvefta eða ein- faldlega að flytja í rólegri íbúð, sem ég tel umfram allt ráðlegast fyrir svona viðkvæma sál, eins og þig- Dauður litur. Kæra Vika, Getur verið að þessi nýju hárlit- unarefni eyðileggi hárið? Ég litaði á mér hárið i rúmlega eitt ár, en svo er ég nýhætt því, og gamli lit- urinn er aftur kominn i ljós. En mér finnst hárið á mér vera svo ljótt, liturinn á þvi er svo dauður. Ætli þetta sé af háriitunarefninu? Getur maður gert nokkuð til þess að hárið iái aítur sinn gamla ljóma? Gúddý. -------Til þessa hafa hárlitunar- efni verið hárinu ónáttúrleg og yfirleitt óholi, þótt nýjustu skol geri hárinu ekki stórt mein. Hins vegar er það algengt, að stúlkur, sem hætta að nota skol, vanti í hárið eftir notkunina ýmisleg bætiefni. Háriö fær ekki sinn eðlilega ljóma, nema það fái nægilegt H-vítamín. Þess vegna skaltu reyna að taka nokkrar B- vítamíntöflur á hverjum degi. Gömul blóm. Kæri Póstur, Mig langar til að skrifa þér um mái, sem oítar en einu sinni hefur valdið mér mikilli gremju. Mér finnst gaman að afskornum biómum og kaupi þau gjarna handa vinum minum og svo handa eigin heimili. En ég hel' rekið mig á, að surnar blómaverzlanir selja gömul blóm, eða blóm, sem löngu eru afskorin — á sama verði og ný. Iíaupand- inn á ekJii svo gott með að sjá, hvort blómin eru að visna, en oft liaía blóm, sem ég hef keypt sem ný, hnigið samdægurs og verið ein- ungis til ömunar. Viltu ekki benda blómasölum á þetta, Vika góð — þetta er smánarleg sölumennska og eykur sízt söluna. Blómálfur. -------Við skulum ekki stimpla allar blómaverzlanir þessu marki, blómálfur sæll. Hins vegar er rétt að benda á þessa ósvinnu. En eins og ég hef margbent á í þessum dálkum, þegar kvartað er yfir lélegri þjónustu, þá kemur þjón- usta sem þessi seljendum í koll, áður en langt um líður. Þér og þínum líkum lærist fljótt að forð- ast þær blómasölur, sem svíkja svona viðskiptavini sína. Hlutdrægni. Kæri Póstur, Það er annars anzi ólikt mér að setjast niður og skrifa vikublaði um vandamál mín, en ég get bara ekki orða bundizt og verð einhvers stað- ar að fá útrás. Svo er mál með vexti, að ég á tengdamömmu, sem er í alla staði bezta skinn, en það er bara eins og henni sé ekkert um mig. Hins vegar er annar tengda- sonur hennar algjörlega í náðinni hjá henni — og þetta er orðið svo áberandi og hjákátlegt, að allir eru farnir að taka eftir þessu. Hún er gjörsamlega blind á þennan tengda- son sinn og gerir allt fyrir hann — til dæmis er hún að troða í hann súpum á' ólíklegustu tímum — og um leið má hún naumast vera að því að bjóða mér upphitaðan mola- 4 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.