Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 12
Þegar veldi nazista
leið undir lok,
sögðu bandarískir
setuliðsmenn,
að Heinz Nordhoff
fengi aldrei að fram-
leiða bíla.
í dag er bíllinn hans,
Volkswagen,
þriðji mest seldi bíll
í heimi ...
Heinz Nordhoff.
Heinz Nordhoff heitir hann, 63 ára gamall. í bænum Wolfsburg
í Þýzkalandi hefur hann með einstöku viljaþreki og atorku unnið
að þvi að koma upp þriðju stærstu bifreiðaverksmiðju heims og
stærsta fyrirtæki Þýzkalands — á aðeins 14 árum. Slikt hefði jafn-
vel fengið Henry gamla Ford til að blikna.
Það hefði líklega fáa dreymt um það, þegar Nordhoff tók við
verksmiðjunum, að árið 1962 ynnu við verksmiðjurnar um 37.500
Þjóðverjar, sem með sameiginlegu átaki skiluðu af sér einum
Fólksvagni hverjar 15 sekúndur.
Nordhoff er hógvær, þótt hann vanmeti engan veginn sjálfan
sig. Hann er ekkert gefinn fyrir að auglýsa sig. Hann segir: —
Sumir menn hefðu akirei getað gerl ]>að sein ég hef gert — satt
er það. Voikswagen iiefði getað dottið upp fyrir. Jafnvel ég verð
að viðurkenna það. Og hel'ði öðrum manni mistekizt, hefðu menn
sagt: — Nú, auðvitað gat þetta ekki gengið. Það hefði enginn
getað komið fótunum undir verksmiðjurnar. Allt það, sem Hitler
kom af stað, rann út í sandinn. Volkswagen-áætlunin var brjálæði,
sem hlaut að eiga sér voðalegar afleiðingar.
Nordhoff bætti þvi ekki við, að á aðeins 14 árum hafði hann
átt stærslan þátt i því að skapa þessar risaverksmiðjur. Það má
segja, að saga lians sé táknrænt dæmi — eða kannski táknið sjálft
— um efnahagsviðreisn Þjóðverja eftir heimsstyrjöldina.
Draumurinn um Fólksvagninn er engin ný bóla í Þýzkalandi.
Löngu fyrir tíma Nordhoffs, þegar i kringum 1920, voru menn
byrjaðir á þvi að teikna og smíða lítinn, ódýran og góðan bil
l’yrir almenning, en tilraunir þessar liöfðu ælið misheppnazt. Þess-
ar tilraunir mistókust, vegna þess að framleiðendurnir hugsuðu
um það eitt að gera bilana minni og ódýrari. Það var ekki fyrr
en Fólksvagninn var smíðaður, að almúgamaðurinn gat farið að
láta sig dreyma um eiginn bíl. Því enn var þetta aðeins draumur.
Hitler fylgdi þessu fasí eftir — en bjartsýni hans stappaði vitfirr-
ingu næst. Hann vildi láta smiða bíl, sem kostaði um 7000 krónur.
Ekki skorti loforðin, en efndirnar urðu eins og oft hjá „Foringj-
anum.“
■— Auðvitað var jielta lirjálæði, segir Nordhoff nú — og sagði
reyndar þá lika. í þá daga vann Nordhoff sem fulllrúi hjá dóttur-
fyrirtæki General Motors, Adam Opel Co. Hann og félagar hans
skildu inætavel, að loförð Hitlers voru ekki til annars en að blekkja
sakleysingja.
En hvort heldur sem þetta var blekking eða ekki, fór hugmynd-
in eins og eldur um sinu yfir gjörvallt Þýzkaland. Hitler ætlaði að
selja bílana milliliðalaust beint úr verksmiðjunni. Allt var þetta
hluti af áætlun, sem kölluð var Kraft Durch Freude — Orka með
gleði. Billinn átti að heita KDF-billinn.
Og hvar átli að smiða þetta stolt og gleði verkamannanna? Ein-
livers staðar átti að byggja nýja borg. Fyrir valinu urðu mýrarnar
milli Ilanover og Brunswick. Keyptar voru 15.000 ekrur af landi,
og Hitler sjálfur lagði hornsteininn að verksmiðjunum, þótt flest-
12 VIKAN