Vikan


Vikan - 05.07.1962, Qupperneq 24

Vikan - 05.07.1962, Qupperneq 24
SVAVAR GESTS SKRIFAR UM SÆNSHIR FTMLEIKA- MENN Á FERÐINN1 í dag kemur til landsins liópur sænskra fimleika- manna og verður hann hér i tæpa viku. í þessum hóp er 12 manna úrvalsflokkur fimleika- manna úr K.F.U.M. í Stokkhólmi, sem er frægasti fim- leikaflokkur Sviþjóðar og hefur sýnt yfir 800 sinnum. Þar af hefur flokkurinn sýnt 150 sinnum í 33 utanlands- ferSum. Flokkurinn hefur sýnt i flestum löndum Evrópu og einnig í Bandarikjunum. Hér hefur hann komið tvisvar áður árið 1938 og 1956. Flokkurinn sýnir hér áhaldafimleika á tvislá, svifrá, hesti og í hringjum. Meðal fimleikamannanna eru mjög góðir keppnismenn í fimleikum og menn úr landsliði Svíþjóðar í fimleikum. Frá félaginu Víkingur 1 Stokk- hólmi verður hér 12 stúlkna úrvalsflokkur í fimleikum og eru þær taldar mjög leiknar. Þá er ýfir 20 manna hópur þjóödansara frá stærsta og elzta þjóðdansa- félagi Svíþjóðar. Þetta fé- )ag sem er frá Stokkhólmi hefur einnig sýnt víða í Evrópu og í Bandaríkjun- um. Hópurinn kemur hing- að frá Noregi en þar hafa flokkarnir sýnt á norska Landsmótinu í fimleikum sem er nýlokið. Flokkarnir sýna hér í Háskólabió og líklega við- ar dagana 5. til 10. júlí. Þetta er einhver stærsti hópur iþróttamanna, sem hingað hefur komið. ★ Fimleikamaður úr K.F.U.M., Stokkhólmi. Þjóðdansaflokkurinn frá Stokkhólmi. Gamla myndin. Þetta er hin fræga hljómsveit Aage Lorange eins og hún var skipuð þegar hún byrjaði í Sjálfstæðishúsinú 1946. Aage Lorange, pianó (Aage er ennþá starfandi hljóðfæraieikari, en hefur síðari árin snú- ið sér mjög að pianókennslu), Jónas Dag- hjartsson, fiðla og trompet (leikur nú með Birni R.), Ólafur Pétursson, harmonika og ténór-saxófónn (starfar ekki lengur að liljóðfæraleik), Poul Bernburg, tromm- ur (er enn starfandi hljóðfæraleikari, en rekur jafnframt eigin hljóðfæraverzlun), Þorvaldur Steingrímsson, fiðla, klarinet ög altó-saxófónn (leikur nú i sinfóníu- hljómsv. í Kaliforniu) og Skafti Sigþórs- son, fiðla og altó-saxófónn (leikur lítið eða ckkert í danshljómsveit, en er í Sinfóniuhljómsveitinni). Nýjar hljómplötur. Lionel Bart heitir liann þessi og er Englendingur. Hann semur dægurlög og texta og heila söngleiki ef þvi er að skipta. Hann samdi söngleikinn Oliver, sem gerð- ur var eftir sögunni Oliver Twist, og nú hefur hann samið annan söngleik, sem verið er að sýna um þessar mundir í Eng- landi. Heitir sá Blitz og á að gerast á þeim timum er loftárásir Þjóðverja á England stóðu sem liæst. Blitz liefur ekki fengið eins góðar móttökur eins og Oliver fékk á sínum tíma, enda er Oliver tahnn í fremstu röð söngleikja. Stendur til að sýna þennan fræga enska söngleik í Bandaríkj- unum seint á þessu ári. Jimmy Soul: Twistin Mathilda og I can‘t hold out any longer. Twistin' Mat- hilda hefur náð allgóðri sölu í heimalandi sínu, USA, en lagið er ómerkilegt, illa sungið og upptakan léleg. Það er líklega kvenmannsrödd, sem syngur. Lover please verður áreiðanlega vinsæl plata hér, þó hún verði kannski ekki langlíf. Síðara lagið cr rólegt og reyndar ekki alveg eins líflega sungið, en þetta er þó engu að síð- ur gott lag, sem því miður verður varla vinsælt hér, því mjög róleg lög falla ekki í smekk íslendinga. Mercury liljómplata, sem fæst hjá HSH, Vesturveri. hin mikla eftirspurn eftir twistlögum, sem gerir það að verkum að slik ósköp ná að verða vinsæl. Siðara lagið er rólegt rokk- lag og ekki alveg eins illa sungið. Þetta er litt eiguleg plata. SPQR hljómplata, fæst hjá HSH, Vesturveri. Clyde McPhatter: Lover please og Let‘s forget about the past. Fyrra lagið er fjör- ugt og skemmtilegt og syngur McPhatter það mjög vel, hann hefur sérstaklega háa rödd og það svo, að þeir sem heyra hann í fyrsta skipti á plötu halda að það sé iOVSR PI.6AS6 icn wmi tmi rn mi

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.