Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 25
fc
II
*
’bUPnar
Hrútsmerk'iö (21. marz—20. apr.): Þessi vika
verður dálítið tilbreytingalítil heima við, en á
vinnustað gerist ýmislegt óvænt, sem kemur þar
lifi' í tuskurnar. Vinur þinn kemur þar mjög við
sögu. Þú virðist vera blindur á allt í fari einhvers
i fjölskyldunni, og ýmislegt bendir til Þess, að þú sért fyrir-
fram fús til þess að fyrirgefa honum allt.
NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú skait ekki
vera mikið að heiman. Ef þú hyggur á búferla-
skipti, skal þér ráðlagt að flýta þér ekki um of, ef
nokkur kostur er á. Þú ert einhvern veginn að
missa áhugann á áhugamáli, sem þú sinntir
mjög mikið allt til þessa. Það væri miður, ef þú legðir þetta
algerlega á hilluna.
TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú vanrækir
eitt skyldustarf þitt svo mjög, að þér hefnist illi-
lega fyrir. Verður þetta til Þess að þú tekur á Þig
rögg og snýrð þér fyrir alvöru að þessu verkefni,
og er gott til þess að vita. Vinur þinn kemur ekki
fyllilega rétt fram við þig i máli, sem er ykkur báðum hag-
stætt. Varastu samt að áfellast hann fyrir.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þú verður
gagnrýndur að ósekju fyrir eitthvað, sem þú gerir
í mesta grandaleysi. Endalok þess máls verða þó
algerlega þér i hag, því að þú færð uppreisn, sem
um munar. Á föstudag kemur til þín gestur, sem
þér er ekkert vel við í fyrstu, en hann er ekki allur, þar sem
hann er séður. Amor verður mikið á ferðinni.
Ljónsmerh'iö (24. júlí—23. ág.): Þetta er tvímæla-
laust vika ungu eiginkonunnar. Það er eins og allt
leiki í lyndi fyrir henni. Yfirleitt er þetta líka hin
ánægjulegasta vika fyrir alla þá, sem fæddir eru
undir Ljónsmerkinu, einkum þá, sem fæddir eru
í ágúst. Laugardagurinn gæti samt verið dálítið v'arasamur
fyrir unga fólkið.
MeyjarmerlciÖ (24. ág.—23,'sept.): Það hefur bor-
ið allt of mikið á eigingirni i fari þínu undanfarið,
en þú verður fyrir einhverjum utanaðkomandi á-
hrifum í vikunni, sem lækna að nokkru þennan
leiða kvilla, og er það vel. Láttu þetta þér að
keruningu verða. Vinur þinn stendur við það, sem hann lofaði
þér, en hætt er samt við að þú misskiljir hann.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þér bjóðast tvö
gullvæg tækifæri í vikunni, en ef þú ferð ekki að
öllu með gát, er hætt við því að þú missir af þeim
báðum og nýtir þér þriðja tækifærið, sem i raun-
inni er litils virði. Þú virðist ekki kunna nógu vel
að meta það, sem einn kunningi þinn gerir fyrir þig.
Hann vill þér í rauninni ekkert nema vel. Heillal. rauðleitt.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú misskilur
eitthvað, sem sagt verður við þig, líklega um helg-
ina, og verður það til þess að þú lendir í skringi-
legu ævintýri. Ekki þarftu samt að kvíða fyrir
því, því að endalokin verða hin beztu. Þú ættir
umfram allt að þiggja heimboðið, sem þér býðst í vikunni,
þótt það komi sér að einhverju leyti illa fyrir þig.
BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þessi nýj-
ungagirni þín er að verða allt of mikil, næstum
óeðlilega mikil ■— auk þess sem hún kostar mikla
peninga. Þú mátt ekki láta það eftir þér að kaupa
allt það, sem Þig langar i þessa og þessa stundina.
Þú munt sjá eftir þvl seinna. Laugardagurinn er mjög
skemmtilegur dagur, einkum ef þú ferð eitthvað að heiman.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú virðist ein-
kennilega langrækinn þessa dagana, og það er
eins og þú getir ekki fyrirgefið þínum beztu fé-
lögum smávægilegustu yfirsjónir. Þú verður að
reyna að sætta þig við, að allir snúist ekki í kring-
um þig. Hver er sjálfum sér næstur, segir orðtakið — og lík-
lega bitnar það á þér, eins og öðrum.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—-19. feb.): Þú hefur
lifað mjög þægilega daga undanfarið, en þú mátt
samt ekki gera ráð fyrir, að lífið sé eintómur
dans á rósum. Eitthvert þunglyndi virðist ríkja
heima hjá þér, og væri þér bezt að forðast það
með því að umgangast félaga þína meira um sinn. Þú dettur
sannarlega í lukkupottinn um helgina.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Það getur ver-
ið, að þú hafir ástæðu til þess að vera svartsýnn,
eins og málin standa, en í rauninni þarftu engu
að kvíða, því að þetta fer mun betur en þú býst
við. Kona, sem þú þekkir lítið sem ekkert, kemur
þér að liði í máli, sem þér er mjög annt um. Farðu varlega
með peningana, einkum um helgina.
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
Kaníör’s
SUNDBOL1R
ntodel 19 62
Valin efni
Nýjustu snið
Fjölbrejfttnstn úrvnl
Biðiið um
— og þér fáið það bezia
VIKAN 25