Vikan


Vikan - 06.09.1962, Side 8

Vikan - 06.09.1962, Side 8
Buenos Aires er falleg borg eins og þessi mynd ber með sér. Runólíur vann hjá stóru fyrirtæki þar í borginni og seldi gashitunartæki. ÞAÐ E R GOTT AÐ VERA ÍSLEND- INGUR í BUENOS AIRES. ÞAR HAFA MENN TRÖLLATRÚ Á NORÐ- URLANDABÚUM OG TELJA VÍST AÐ ÞEIR SÉU MJÖG HEIÐ ARLEGIR Runólfur og Nanna á heimili þeirra í Buenos Aires. Mikið samkvæmislíf fylgdi starfi Runólfs og þau gátu sjaldan borðað saman heima. heitir Runólfur Sæmundsson og er einn þeirra mánna, sem lætur sér ekki vaxa í augum að flytja með sitt hafurtask í aðra heimsálfu, jafnvel á suðurhvel jarð- ar. Hann hafði verið við það í nokkum tima, að selja bændum dráttarvélar, en þegar kominn var nokkurn veginn einn traktor á hvert kot, sá hann ekki ástæðu til að halda því áfram, en hugðist byrja á eigin spýtur og koma sér upp einhvers konar fyrirtæki. dítlaði hann að leggja traustan grundvöll að þessu fyrirtæki sínu og kynna sér af eigin raun þann varning, sermhann hugðist verzla með í framtíðinni. Með ferðatékka upp á vasann hafði hann lauslega kvatt ýmsa vini sína Og kunningja þegar sá atburður gerðist að hingað kom Argentínumaður til lands- ins og var Runólfur fenginn til þess að kynna honum land og lýð. Þar kom tal þeirra, að áform um nýtt fyrirtæki Runólfs bar á góma og hafði sá argentínski á því engar vöflur að sann- færa Runólf um, að Argentína væri fyrir- heitna landið þar sem honum bæri að freista gæfunnar fyrst og fremst. Sýndist Runólfi, að hann mundi geta slegið all- marga hestburði af rúsínum á dag i því frjósama landi, svo hann gaf öll áform um íslenzkt fyrirtæki á bátinn, seldi hús- eign sína í Laugamesinu og hélt til hafs með fjölskyldu og farangur. Það munaði heldur ekki öllu úr því sem komið var; tungumálakunnáttu sinni notaðist honum jafnt að og þá var aðeins að bæta nolckurra vikna siglingu við Evrópuferðina.- . Og það gerði hann. Það fréttist lítið af Runólfi og fjöl- skyldu hans í fyrstu. Hann var ráðinn hjá góðu fyrirtæki til ákveðins tíma og mundi þá koma heim. Hann fór með konu sína og þrjá syni. En á miðju sumri í fyrra kom Logi, elzti sonur Runólfs, heim og sagði sínar farir ekki sléttar. Hafði hann ekki þolað hitann og rakann; fengið út- brot og var því fegnastur að komast á norðurslóðir að nýju. Og upp úr fardögum í vor kom sjálfur höfuðpaurinn alkominn og hafði að sjálf- sögðu með sér konu sína og tvo syni. Hann var sólbrúnn eftir veturinn, þegar ég hitti hann og bað hann að segja frá búsetunni í Buenos Aires. — Þú hafðir samið um atvinnu til á- kveðins tíma, eða var ekki svo? — Það var gert ráð fyrir þriggja ára tímabili, en við gátum ekki verið lengur. Hitinn og rakinn þjakaði konuna mína svo, að hún gat ekki sofið og þá var ekki um það að ræða að halda þar áfram. Logi sonur okkar þoldi þó enn ver hitann og fór hálfu ári eftir komuna út. Menn virð- ast þola rakann og hitann misjafnlega vel. Ég og Daði sonur okkar fundum lítið fyr- ir þessu, en flestir eru oftast 'rennandi sveittir og helzt verður að hafa skyrtu- skipti tvisvar á dag. Innanhúss er þó frem- ur hægt að haía hemil á hitanum með kælitækjum. Vetrarveðráttan er mjög þægileg. Þá getur stundum verið hreint og tært loft dögum saman, rétt eins og hér heima og hitinn er eins og hann verð- ur beztur á sumrin á íslandi. Buenos Aires er á svipaðri breiddargráðu og Norður-Afríka, nema hvað það er sunn- an miðbaugs. — En hvernig var atvinnu þinni háttað? — Ég vann hjá fyrirtæki, sem fram- leiddi gashitunartæki og atvinna mín var aðallega fólgin í því að aðstoða forstjór- ann og fjármáladeild firmans. —- Hvað gera þeir við gashitunartæki i öllum þessum hita? — Það getur orðið svalt á vetrarnótt- um, jafnvel komizt niður undir frostmark. Húsin eru óeinangruð og því afskaplega köld. Þeir hafa góð not af gashitunar- tækjum og gas fá þeir mjög ódýrt. Það er nóg af því i jörðu í Argentínu. Nóg af gasi og nóg af olíu. Og þó er fyrst verið að nýta hana núna að nokkru ráði. Argentína er gósenland, afskaplega ríkt land. Moldin er svo frjósöm, að þeir fá uppskeru í 25 ár án þess að bera á. Og á sléttunum búa þeir með naut og sauðfé. Sá búskapur er ólíkur okkar hér. Grip- irnir ganga að sjálfsögðu sjálfala árið um kring og bændurnir þurfa ekki einu sinni að sjá um að koma þeim til slátrunar. Sláturhúsin spyrja, hvort ekki sé hægt að slátra og ef svo er, þá senda þau S VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.