Vikan - 06.09.1962, Qupperneq 9
nautgripalestir og ná sjálf í gripina.
Beitilöndin eru svo stór, að margir
bændur hafa litlar flugvélar til þess
að fljúga yfir þau og fylgjast með
nautpeningnum úr lofti, aðrir láta
sér nægja jeppa.
— Hvernig sýndist þér afkoma
almennings vera þarna í Buenos
Aires?
— Verkamannalaun eru þar nær
þriðjungi lægri en hér, en síðan
er mikill launamismunur gerður
eftir því hvort maður hefur manna-
forráð og ábyrgð. Ég hafði sjöföld
verkamannalaun, vegna þess að ég
hafði mannaforráð og átti að kom-
ast upp í fjórtánföld verkamanna-
laun. Það er óvíða að svo lítill mun-
ur sé gerður á laimum yfirmanna
og undirmanna eins og hér á fs-
landi. Maður sem vinnur venjulega
verkamannavinnu án þess að hafa
nokkra ábyrgð á verki, gerir hér
kröfu til þess að geta átt íbúð og
bíl rétt eins og hinn, sem er fram-
kvæmdastjóri og ábyrgðarmaður.
Það gerir fólk ekki í Argentínu
fremur en annars staðar erlendis.
Þar finnst öllum sjálfsagt að hærri
stöðu fylgi mun hærri laun, enda
hafa framkvæmdastjórar fyrir-
tækja ótrúlega há laun.
— Er þá ekki mikill stéttamis-
munur?
— Það er óbrúanleg gjá á milli
undir- og yfirstétta. Ég rak mig á
það nokkru eftir að ég kom suður-
eftir. Þá var ég á ferðalagi um borg-
ina ásamt bílstjóra frá fyrirtækinu
og leiðin lá framhjá heimili mínu.
Mér fannst rétt að skreppa inn og
fá mér kaffi og sagði bílstjóranum,
að hann skyldi bara koma og fá
sér kaffi með mér. Þetta var ágætur
maður, vel lesinn og hafði sent
barn sitt í æðri skóla. Ég sá strax,
að hann kunni ekki við það að fara
inn með mér, en gerði það þó. En
ég fékk að vita það á eftir, að slíkt
og þvílíkt gerir ekki nokkur yfir-
maður og þeir sögðust bara vona
það þama hjá fyrirtækinu, að for-
stjórinn kæmist ekki að þessu.
Annars virðist almenningur búa
mjög fátæklega og gera litlar kröf-
ur til lífsins. Öll hús í úthverfum
borgarinnar eru eins: Litlir ferkant-
aðir steinkassar svipað og á Spáni.
Heimilistæki eru mjög fáséð; ódýr-
ara að ráða húshjálp, t. d. strauvél-
ar sem eru svo til óþekktar nema
hjá þeim ríkustu. Þvottavélar og
kæliskápar margar teg. eru nú
framleiddir í landinu, en eru dýrir
og því fyrir efnaðri borgara. Aftur
á móti er gert ráð fyrir þjónustu-
fólki. Enginn . byggir svo hús, að
hann hafi ekki í því sérstakt bað-
herbergi fyrir þjónustulið og sér-
stakan inngang í húsið. Jafnvel þótt
réttur og sléttur Pétur eða Páll
byggðu sér hús, myndu þeir hafa
það þannig. Annars ættu þeir á
hættu að geta ekki selt síðar.
— Þú hefur þá einkum kynnzt
fólki, sem ofarlega var i stiganum?
— Já, af sjálfu leiddi. Það var
afskaplega mikið samkvæmislíf í
sambandi við þessa stöðu; eiginlega
ómögulegt að komast hjá því að
fara í boð á hverju einasta kvöldi.
Það var alveg að gera út af við mig
og fjölskylda mín var ekki hrifn-
ari af því. Fólkið er afskaplega
elskulegt a. m. k. á yfirborðinu, það
er argasti dónaskapur að hrósa ekki
kvenmanni fyrir fegurð, hversu ljót
sem hún kann að vera, og menn
segja oftast það sem kemur þeim
vel sjálfum. Þeir eru mestu tæki-
færissinnar og geta sagt allt annað
á bak. Maður kom í samkvæmi og
þá var það rétt eins og glataði son-
urinn væri heimtur úr helju og þar
hitti maður eitthvert fólk, sem bauð
heim til sín næsta kvöld og þar
var enn nýtt fólk, sem vildi hafa
þá ánægju að fá okkur kvöldið þar
eftir og svona gekk það. Óslitin
keðja. En það var nokkuð einkenn-
andi ef maður hafði orð á því að
einhver maður væri alúðlegur eða
skemmtilegur, þá var bandað hend-
inni og sagt: Passaðu þig á honum.
Taktu ekki mark á honum og svo
framvegis. Svo lærir maður það að
taka ekki mark á neinum. Oft kom
það fyrir, að einhverjum seinkaði
í boð og þá var tækifærið notað og
maðurinn niddur niður á meðan;
kallaður hinn mesti labbakútur og
gefnar á honum margar ófagrar
lýsingar. En þegar sá hinn sami birt-
ist var hann klappaður og kjassað-
ur. Konan mín kunni afleitlega við
þetta, ég lét sem mér kæmi það
ekki við. Ef til vill þekkjum við
svipað hér?
— Hvernig litu þeir á mann
norðan af fslandi?
— Norðurlandamenn eru mjög
hátt skrifaöir í Argentínu og í
mestu áliti af Evrópumönnum ef
ekki allri heimsbyggðinni. Þess
vegna er gott að vera íslendingur
þar. Þeir telja víst, að Norðurlanda-
menn séu mjög heiðarlegir.
— Já, það var og. En hvernig
lifðuð þið annars, eða réttara sagt:
hvað gerðuð þið ykkur til yndis
og ánægju í tómstundum heima
fyrir?
— Skemmst frá að segja var heim-
ilislíf ekki til eins og við áttum því
að venjast hér. Við vorum alltaf úti
eins og ég sagði þér frá. É" held
næstum að við höfum verið búin
að vera nokkra mánuði úti, þegar
við gátum borðað saman kvöldmat
heima. Við höfðum prýðilega íbúð
og okkur gat liðið vel þar. Það var
í einu aðalhverfi borgarinnar. Við
höfðum líka bíl og gátum farið ferða
okkar um borgina og nágrenni h,'nn-
ar, en það var eftir litlu að sækiast.
Bezta skemmtunin var að sigla á
fljótinu og óteljandi síkjum og
skurðum sem éru 20—30 km upp
með fljótinu frá borginni. Eru þar
á ferð um helgar þúsundir báta af
öllum gerðum allt upp í haffærar
snekkjur, stórglæsileg skip. Sést þar
margur knár kappi á vatnask’'ðum
og ótrúlegt hvað þeir eru leiknir
að standa öldurnar sem myndast
af skriði öslandi hraðbátanna. í ná-
munda við borgina er einungis
Framliald á bls. 42.
í hverju samkvæmi er mað-
ur glataSi sonurinn endur-
heimtur — jafnvel þótt
enginn þekki mann. Og það
voru stöðug samkvæmi; það
kom varla fyrir að við borð-
uðum saman kvöldmatinn
heima.
Hér er fjölskyldan á sunnudagssiglingu á La Plata fljótinu. Hitinn er
svo mikill, að allir eru mjög léttklæddir. Að neðan: Runólfur og Nanna
á glaðri stund á einhverjum skemmtistað í Buenos Aires.
VIKAN 9