Vikan


Vikan - 06.09.1962, Qupperneq 17

Vikan - 06.09.1962, Qupperneq 17
I í I í J X BLÓMKÁL OG HYÍTKÁL. Látið blómkálið út í vatnið þegar það sýður, ekki fyrr. Hægt er að losna við kál- lykt með því að setja fransk- brauðssneið eða rúgbrauðs- sneið í grisju og sjóða með kálinu. Svolítill smjörbiti minnkar lika kállyktina. Höf- uðið er látið snúa upp i pott- inum og vatnið látið ná að- eins upp á það, aldrei fljóta yfir. Það fer eftir stærð hve langan suðutima það þarf, en meðalhöfuð þarf 10—15 mín. Takið kálið strax upp úr vatn- inu þegar það er soðið. Til að ná búrt ormum og pöddum er gott að láta kálið liggja i ed- iksvatni (1 matsk. edik í hvern 1. af vatni) í klukkutíma. Blómkál með osti. 2 blómkálshöfuð, 25—50 gr. smjörlíki, 50 gr. hveiti, 5 dl. mjólk, 2 eggjarauður, 50 gr. sterkur ostur, svolítill sykur og salt, 50 gr. rasp, 25 gr. smjör. Blómkálið soðið og vatnið látið renna vel af því. Sett á eldfast fat og hvít sósa búin til úr smjörlíkinu. hveitinu og mjólkinni, og jöfnuð með eggjarauðunum, ostinum, salti og pipar, hellt yfir kálið. Síð- an er raspi stráð yfir og bræddu smjörinu hellt yfir allt. Bakað í ofni i 15 mín. Blómkálssúpa. 25—50 gr. smjörl., 50 gr. hveiti, 2'ii 1 blómkálssoð, 1 golt blómkálshöfuð, I—2 eggja- rauður, súputeningar. Blómkálið soðið heilt, smjör- líkið og hveitið bakað upp og hrært út með soðinu, súputen- ingarnir settir í eftir smekk. Eggjarauðurnar hrærðar með svolitlu vatni og súpunni hellt yfir þær og lirært vel í á með- an. Bólmkálið tekið í sundur í smábita og sett út i. Ristað brauð eða rundstykki borið með. Blómkál nautabanans. G Baconsneiðar, 250 gr. af- liýddar kartöflur, 1 meðal- blómkálshöfuð, 250 gr. tómat- ar, 100 gr. sveppir, 100 gr. ol- ívur, 50 gr. rifinn laukur, 50 gr. smjörlíki, 1 tesk. paprika, 1 tesk. salt, pipar. Baconsneiðarnar eru lagðar neðst i eldfast fat. Allt græn- metið skorið í sneiðar og blóm- kálið brotið i smástykki og lagt ofan á baconið. Kryddinu stráð yfir og efst eru hafðar tómatsneiðar. Bakað í ofni i klukkutíma við meðalhita, og látið standa neðarlega í ofn- inum. Fyrir þá, sem eru fyrir hvítlauk, er gott að bæta hon- uin i grænmetið. Hrátt blómkálssalat. 1 blómkálshöfuð, 1 knippi hreðkur, 1 stk. rauður pipar, Sósa er búin til úr: 1 tesk. franskt sinnep, 1 matsk. edik, 3 matsk. matarolia, 1 matsk. þykkur rjómi, 1 knippi per silja, 1 tesk. salt, hvitlaukur til að bera á skálina. Blómkálið mulið í smá- stykki, hreðkurnar skornar í sneiðar og allt tekið innan úr piparnum og hulstrið skorið i þunnar ræmur. Salatskálin nudduð með hvítlauknum og svo er sinnepinu, edikinu, mat- aroliunni, rjómanum, saltinu og persiljunni blandað vel saman, þar til það er þykkt og jafnt. Sósunni er hellt yfir kál- ið i skálinni. Soðið blómkálssalat. 1 blómkálshöfuð, ca. 200 gr. Framhald á bls. 43. SNIÐAÞJÖNUSTA VIKUNNAR Blússa er flík, sem alltaf er þægilegt að grípa til, sér- lega ef hún er í lit, sem sér lítið á, eins og þessi, sem við sníðum fyrir þig í þessari viku. „FARINA” Efnið er poplín með silkiáferð. Liturinn: Bláir og gráir hringir með dreifðum lill- uðum, litlum rósum og við sendum þér sýnishorn af efninu, ef þú sendir frímerkt umslag. Þetta er skyrtublússusnið með hólkermum, vösum og hnepptu vasaloki. Stærðir 40, 42 og 44. Kostar 165.00 kr. Tölurnar og tvinninn 10.80 aukalega. Útfyllið pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð og sendið til Sniðaþjónustu Vikunnar ásamt kr. 100.00, og blússan verður send til þín í póstkröfu, snið- in og með saumatilsögn. Blússunni er stillt út í Kjörgarði. Allar frekari upp- lýsingar eru gefnar í síma 37503 á föstudögum og þriðjudögum, frá kl. 2—5. á HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum Baklengd í cm . . . Brjóstvídd ....... Mittisvídd ....... Mjaðmavídd ....... 38 40 4^ 44 46 48 40 41 42 42 42 43 86 88 92 98 104 110 64 66 70 78 84 90 92 96 100 108 114 120 Sidd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f 5 cm í fald. „FARINA“ | Sendið mér í pósti sniðinn kjól, samkvæmt mynd | og lýsingu í þessu blaði. Sem tryggingu fyrir skiJ- I vísri greiðslu sendi ég hérmeð kr. 100.— ‘CU io Stærð........ Litur ...................... a g Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mcr þá: Nafn , Heimilisfang .............................. AÐ NJOTA LIÐANDI Ekki held ég, að ég eða aðrir kunni alltaf til hlítar listina að njóta líðandi stund- ar. Ég hlakka til, þegar kápan mín verður tilbúin, hlakka til þegar við getum keypt sófa, þegar við fáum stærri íbúð, og þannig mætti lengi telja. En það kann að koma að því síðar, að ég hugsi með hálf- gerðum trega til tírnans fyrst eftir að við giftum okkur, þegar ibúðin var lítil og flest vantaði í hana. Og fyrst þá lærði ég að meta augnablik- in sem ég lifi í núna. Þrátt fyrir það, sem er öðruvísi en við viljum hafa það, er lífið dásamlegt undur, oe það minnsta sem hægt er að gera er að viðurkenna það og gera sér grein fyrir því. Sumarið. sem ég varð 15 ára, vann ég í tvo mánuði á sumardvalarheimili fyrir börn uppi í sveit. Mér leiddist ekki en bó taldi ég dagana. bar til éi? kæmist aftur t.il föðurhús- anna. Ég hafði þann starfa ásamt. .annarri barnfóstru að gæta 40 snáða á aldrinum 3—6 ára. Kl. 7 á morgnana ’wu krakkagrevin drifin á fætur oet eftir morffunverð fórum við með bau í þn'settri röð í gönguferð og áfanffa- staður bá veniuleffa afmark- aður reitur. þar sem við höfð- um ffóða vfirsýn vfir skarann. að ekkert tvndist. Framan af að minnsta kosti köstuðum við gjarnan t.ölu á hóninn áður en við fórum í hádegismat. Eftir matinn var aftur haldið út í buskann og svo koll af kolli fram að kvöldverðar- t.íma, off þá að loknum vand- leffum þvotti off öðrum sere- monium daffsins lágu 40 drengir í kojunum sínum. jafn óHkir hver öðrum og fólk yf- irleitt er. Það var t. d. Óskar í horn- inu við dyrnar. Hárið rautt og alltaf úfið, augun allt í senn, sem strákurinn átti til; stríðnisleg en þó góðleg, full STUNDAR af hrekkjabrögðum en jafn- framt einlæg. Hann sagði okkur jafnan kynstur af sög- um, trúlegum sumum og öðr- um með mestu ólíkindum. Hann sýndi okkur, hvernig afi sinn hryti, þegar hann tæki sér miðdegislúr, og hvernig hann Jói gengi og dytti, þegar hann væri full- ur. „Hann er nefnilega fylli- bytta, hann Jói, sagði hann og ranghvolfdi í sér augunum. „Nú verðurðu flengd,“ sagði hann við mig, þegar ég braut kaffimálið mitt við að troða of stórri tvíböku í það. „Hvað heldurðu, að ráðskon- an segi? hvíslaði hann svo með undirfurðulegan glampa í augunum. í kojunni fyrir ofan var Sigurður með blá, svo blá englaaugu eins og horft væri í bláma himinsins. Hann sagði aldrei ótrúlegar sögur og stríðnisglott kom aldrei á hans varir. Ef hann hló var það innilegum klingjandi hlátri, sem aðeins börn geta hlegið. Smám saman hljóðnar yfir drengjunum og að lokum heyrist aðeins tottið, þegar þegar Hannes sýgur þumal- fingurinn. Hann var elztur og virtist í upphafi ætla að verða sá erfiðasti. Ef þrjózk- an greip hann, varð honum ekki haggað. í röðinni í gönguferðunum vildi hann ekki leiða þennan strák og ekki hinn. Venjulega endaði með því, að hann gekk einn við hliðina á röðinni með fingurinn uppi í sér og djúpa hrukku milli augnanna. En þegar hann vildi seilast til ýmissa sérréttinda, eins og að vera úti í sandkassa, þegar allir áttu að fara inn að borða, þá hófst dálítið undarleg senna. Hótunum um að verða sendur í rúmið svaraði hann ekki. „Þá er það líklega ekki Framhald á bls. 43. Eitt af því fyrsta, sem slitn- ar af skyrtunni, er flibbinn. Verður því skyrtan ónothæf þess vegna, þótt óslitin sé að öðru leyti. Með því að setja nýtt stykki yfir flibbann verður hún oft nothæf á ný. Varast skal að nota gamla efnisafganga, því þeir eru sjaldnast í sama lit og skyrt- an, því henni hættir til að upplitast við þvott. Sami litur fæst hins vegar ef stykkið er sniðið neðst af afturstykki skyrtunnar, sem síðan má bæta með efnisafgangi í svip- uðum lit, ef skyrtan má ekki styttast. Mynd I sýnir slit flibbans, mest á samskeytum flibba og flibbastands. Mynd II sýnir nákvæmt snið af flibbanum tekið á silkipappír þannig: fletjið flibbann alveg út, leggið silki- pappír á og dragið útlínur hans upp. Klippið sniðið síð- an út eftir því með 2ja cm saumfari. Mynd III sýnir stykkið lagt á réttu flibbans og mælt við frá röngu. Mynd IV sýnir hornin klippt þvert af stykkinu, einnig er Qnniln skyrtan endurbntt klippt hak gegnt samskeyt- um flibba og stands. Mynd V. Rétt stærð stykk- isins ákveðin og athugað vel, að það verði ekki of lítið. Til þess að svo verði ekki, er bezt að brjóta flibbann eins og hann á að vera, brjóta síð- an saumfar stykkisins inn á röngu, brjóta inn af því og þræða. Mynd VI sýnir saumfar stykkisins stungið tæpt í brún frá röngu allt í kring um flibbann. Mynd VII sýnir þegar geng- ið hefur verið endanlega frá flibbanum; einnig hefur ver- ið gengið frá lausum endum með nál og samskeytin við flibbastandinn og hornin á flibbanum styrkt með nokkr- um varpsporum. VIKAN 17 16 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.