Vikan


Vikan - 06.09.1962, Side 40

Vikan - 06.09.1962, Side 40
inu í 5 ár. Nsest fór Gísli að vinna allskonar störf. Hann vann að simalagningu, skurðgrefti, málaði olíutanka, fór á reknet — og undi þessu vel. Hann hefur alltaf verið gefinn fyrir hkamleg störf, en ekki vel fœr til þess, seigur, en ekki sterkur. ósér- hlífinn en ekki kraftakarl. Árið 1951 gerðist hann ritstjóri Vikunnar og setti á hana nýtt snið. tín hann undi ekki við það starf, enda megnaði liann ekki að halda i horfinu með hlaðið livað þá að bæta það. Hann var miklu fremur maður hinna hráu, frumstæðu og lifandi daglegu frétta, en efnis vikuniaðs. Hann eignaðist helming hlaðsins, en seldi svo núverandi eig- endum, sem hafa eins og sjá má, gjörnreytt blaðinu undir stjórn nú- verandi ritstjóra. TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. Áki Jakobsson hafði verið kosinn formaður blaðstjórnar Aiþýðublaðs- ins. Áki Jakobsson er fundvís á menn — og naskur í leit að þeim. Hann var búinn að miða á Gisla Johnsen Ástþórsson um skeið þar tii hann sendi honum skotið. Og Gísli féll fyrir sjarma Áka. Hann réðst að Alþýðublaðinu 1958 — og hefur gjörbreytt því síðan. Að nokkru hefur hann miðað blaðið við Ðaily Mirror I London, en að öðru leyti við sitt eigið snið. Frægar eru myndir hans í blaðinu af Siggu Viggu, fiskvinnslustúlkunni í gúmmístígvélunum með hettuklút- inn, kommakarlinum með harða hattinn og hinni bústnu maddömu Framsókn. Nokkrar myndir Gísla hafa orðið heimsfrægar, en frægust hefur mynd hans úr landhelgisdeil- unni orðið: „Hann var að hrekkja mig“. Hún birtist í Times — og fleiri erlendum blöðum. Gísli er hárfinn húmoristi. Broddur kaldhæðninnar I húmornum er mjög sérstæður eins og áður segir. Þetta sést og i bók- um hans: Uglur og páfagaukar (1947) og Hlýjar hjartarætur (1959). Stillinn í þessum bókum er hnit- miðaður — og engum líkur. Nú er ný bók konnn lrá hendi Gísla: Brauðið og ástin. Það er fyrsta stóra skáldsagan hans. Gísli J. Ástþórsson er fyrst og fremsl listamaður. En list hans á svo skylt við kúnst blaðamennskunn- ar, að hún gerir hann að afburða- góðum ritstjóra. Gallinn á honum sem ritstjóra er hins vegar sá, að harin skortir hörkuna, er ekki nógu skeleggur húsbóndi. Þegar dottandi blaðamaður horfir á hann tómlátum skjáunum o'g skilur hvorki upp né niður í því, sem ritstjórinn er að segja, steinþegir Gisli. Hrukkur myndast við augun, geyfla um var- irnar. — Hann fer og vinnur verkið sjálfur. Ef hann fær ekki það fyrir blað sitt, sem liann vill fá, og lofað hef- ur verið, þá fer hann heim — og bíður. Ef ekki er kallað til hans og tilkynnt að allt sé komið í tag, þá kemur hann aldrei aftur. Hann seg- ir ekkert. Hefur bara þessa aðferð. LÍFSSTEFNA OG STARF. Glsli J. Ástþórsson er ekki alinn upp við skort né þrældóm foreldra sinna eða annarra aðstandenda. Þess vegna kemur það nokkuð á ó- vart, hvað hann álítur allt lítils virði annað en baráttu alþýðustétt- anna fyrir brauði sínu, iieimili sínu, lífi sínu. Gísli átti í einhverju stríði 40 VIKAN við Almenna bókafélagið um útstrik- anir úr hinni nýju bók sinni. En bókin kom út. Það er ekki trúlegt að hann hafi látið undan. Gisli Ástþórsson er kvæntur sjó- mannsdóttur: Guðnýju Sigurgísla- dóttur, en faðir hennar fórst með Jóni forseta meðan hún var enn barn að aldri. Þau eiga þrjú börn. Þau hafa sjálf byggt sér myndarlegt ibúðarhús I Ivópavogi: Fífuhvamms- vegur 19. — Hann á ekki bíl. Hann fer alltaf á milli í strætisvagni. Iiann reykir pípu og hann er alltaf snoð- klipptur. Hann puðar skelfileg ó- sköp í húsinu og ióðinni. Er yfirleitt öllum stundum uppi á þaki að dytta að skorsteininum eða að setja upp girðingu umhverfis lóðina. IJonum hefur tekizt að gera umhverfi liúss- ins þannig, að það er eins og grösug bivKkan sé gjörð af náttúrunnar liendi, cins og þar hafi mannshönd- in hvergi komið nærri. — Og þannig vill Gísli Ástþórsson hafa það. Hann er styrkari en hann lítur út fyrir að vera, skapgerðin heilli en maður skyldi ætla um ástamann. ★ Gagnkvæm vinátta. Framhald af bls. 18. Vigdis er frá Elliða á Snæfells- nesi. Foreldrar hennar voru Elias Kristjánsson og Sigriður Jóhannes- dóttir. Vigdís ólst upp á Snæfells- nesinu, fór sextán ára á húsmæðra- skólann á Staðarfelii og næsta vetur var hún orðin farkennari í Staðar- sveit. — Það hefur verið mjög óvenju- legt í þá daga, að farkennarar væru svo ungir. — Já, enda var ekki örgrannt um, að eldra fólkinu þætti þelta dálítið óvarlegt, að setja ungling til þess að kenna börnum og það meira að segja stálpuðum börnum. En þetta varð mér ógleymanlegur vetur, því að mér þótti svo gaman að kenna'. krökkunum. Þar með var ég ákveðin í því að fara í Kennaraskólann, ef' mitt bezta og í öðru lagi að láta í ljós ánægju mina, þegar nemendur minir rækja nám sitt af trúmennsku og vandvirkni, svo að þeir viti, að ég kann að meta störf þeirra. — Hefur þú stundað kennslu lengi — Ég lagði kennslustörf aldrei al- gjörlega á hilluna, en við fasta kennslu hef ég verið 9 ár. Ég kenndi 2 ár við barna- og unglingaskólann á Drangsnesi, þar sem maðurinn minn var þá skólastjóri, svo 6 ár við Laugarnesskólann og nú hér við Laugalækjarskóla siðastliðið ár. — Hvað segir þú um uppeldishlut- verk skólanna? — Sú aðstoð, sem skólarnir geta látið i té á þeim vettvangi, álit ég vera, að börnin séu áminnt um kurt- eisi í allri umgengni, hreinlæti og snyrtimennsku við öll störf, og skyldurækni við allt heimanám. Ég: tel það hafa mikið uppeldislegt gildi, að börnin séu trú í því starfi, sem þeim er l'alið að vinna. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á kennurunum, að þeir fylgist daglega með hvernig þetta er af hendi leyst. — Hvað álitur þú að þurfi til þess að hafa góðan aga í bekk? — Sennilega kemur persónuleiki kennarans mjög mikið þar við sögu. Svo þarf kennari að vera röggsamur og ákveðinn, en réttlátur og velvilj- aður gagnvart nemendum sinum, en forðast allt nöldur og smámunasemi. Ég held, að við verðum að reyna að vekja áhuga barnsins fyrir nám- inu, og þá verðum við auðvitað að sýna áhuga sjálf, þvi það hefur mjög mikil áhrif á barnið, þegar það finn- ur, að kennarinn vill gera allt til þess að hjálpa og leiðbeina, og fylg- ist með þeirra starfi. En það sem ég tel þó mikilvægast af öllu er, að það ríki gagnkvæm vinátta milli kenn- ara og barna, — að það sé góður andi í bekknum. Þá liður ölluin vel vvið starf, og allii gera sitt bezta. (i — Hvað er hægt að gera til þess |að gera námið skemmtilegt? Það er nú ýmislegt, t.d. má nota þess yrði nokkur kostur. œkvikmyndir við kennslu, þar sem — Og þess hefur orðið einhver^jm verður komið við. Svo er hægt kostur. ,® að láta bornin hafa raðakeppni, eða Jú, eftir eitt ár. Það þurfti und- ^keppni milli telpna og drengja um .:i '-----* ’’ 'að leysa viðfangsefnin. Heilbrigður irbúningsnám til þess að komast I fyrsta bekk. Ég-fór i Reykholtsskóla tii þess að reyna að stytta skólatím- ann um eitt ár. Ég var þar hluta úr vetri og fékk aukatilsögn hjá kenn- urunum í Reykholti í reikningi og tungumálum. Og mér tókst að komast í annan bekk Kennaraskólans. Dvöl- in þar var mjög ánægjuleg og þar kynntist ég manni, sem síðar varð eiginmaður minn. Hann heitir Þór- arinn Hallgrímsson og við vorum bekkjarsystkin. Þú verður að af- saka þótt ég minnist fyrst og fremst á þetta, eins og það hafi verið að- alatriðið við námið, en kannske hef- ur það líka verið það. Mér dettur þetta alltaf í hug, þegar ég hugsa til Kennaraskólans; það er vist kven- eðlið, sem segir til sín þar. —• Manstu kannske eftir einhverju fleira en kærastanum frá Iíennara- skóladvölinni? — Já, auðvitað, til dæmis fyrstu kennslustundinni í æfingakennslu. Það var hjá Ásmundi Guðmundssyni, sem síðar varð biskup. Auðvitað hef- ur minni kennslu verið ábótavant, en ég gerði mitt bezta og ég hugsa, að hann hafi séð það. Að minnsta kosti sagði hann: ,yÞetta var myndar- lega af stað farið“. Það varð mér hvatning til þesis að gera alltaf metnaður vekur alltaf áhuga. Og svo síðast en ekki sízt: nota sem mest starfræn vinnubrögð. Við eigum að nota okkur hina miklu starfslöngun barnanna. Þau verða sjálf að taka virkan þátt í því, sem fram fer í kennslustundunum. — Það er líklega óþarft að spyrja: Veitir starfið þér ánægju? — Já, mjög mikla. Það er ánægju- legt að vinna í hópi hinna glaðværu og ágætu starfsfélaga minna. Kennslustarfið sjálft er mjög erfitt, en það er ekki dautt starf. Það er fullt af lífi og tilbreytni. Þegar ég hætti að hafa gaman af að vinna með krökkum, ætla ég umsvifalaust að hætta kennslu. — Hvaða annmarka telur þú vera á kennslutilhögun i barnaskólum yf- irleitt? — Það veldur miklum öruðug- leikum, að það skuli vera gerðar1 sömu kröfur um námsefni hjá börn- um í sama aldursflokki, þó að allir viti, að námshæfni barna er mjög misjöfn. Þetta skapar þá hættu, að sumum börnum verður þetta ofraun. Þau gefast hreinlega upp, þegar þau finna að þau ná engum tökum á við- fangsefninu. Þrengsli í þeim bekkj- um, sem meiri hjáipar þurfa, tor- velda mjög, að góður árangur náist. Þar verður að koma einstaklings- kennsla i stað hópkennslu, og þá mega helzt ekki vera fleiri en 10—14 börn i bekk. Duglegu börnin geta aftur á móti fengið leiða á námsefn- inu, ef þau þuría að eyða miklum tíma i upprifjun á námsefni vegna prófa, meðan þau eru að bíða eftir hinum, sem lakari eru. Ég held þvi, aö það hafi verið spor i rétta átt, sem skólastjórinn okkar hér tók, þegar hann ieyfði okkur kennurun- um að iáta börnin ljúka prófi i les- greinum, þegar þau, að dómi kenn- ara hvers bekkjar, voru búin að gera námseíninu viðhiítandi skil. Eftir það fengu þau að vinna að náms- efninu á frjalsan hátt, i vinnubókar- formi. ★ Tækniþ átturinn. Framhald af bls. 3. ingi þessa mannvirkis; sérfræðingar hafa unmö aö víðtækum rannsókn- um á botninum milli landanna og heimskunnir verkfræðingar unniö að teikningum af fyrirhuguðum göngum, kostnaðarreikningum og óðru i þvi sambandi. Virðist nú rek- spölur kominn á málið, enda tími til kominn, þar sem það hefur verið á •ctöiinni i tvær aidir og vel það. Meðfylgjandi mynd sýnir hvern- ig verkfræðingarnir hugsa sér nú að göngin verði. Þau verða um 40 km á lengd, og ekki grafin i berg- að, heldur verða þau lögð á botn- inn, sem gífurlega stórar, stein- steyptar pipur. Tvö þeirra veröa til umferðar, þau þriðju — i miðið --j— sjá fyrir loftræstingu og verða notuð sem „neyðargöng“. Umferðin verður einungis með rafknúnum lestum, þar sem önnur farartæki mundu spilla andrúmsloftinu, og jneð þessum lestum verða svo bilar fluttir miili strandanna — á tiu til fimmtán minútum. Efri myndin sýn- ir legu ganganna yfir sundið. Ósýnilegur veggur. Framhald af bls. 15. Hún ætlaði að ljúka þvi af, sem hún átti eftir að gera, svo hún gæti hlust- að á fyrirlesturinn. Tveim dögum síðar mættust þau á götunni. Hann kom á móti henni, tók um handlegg hennar. — Við eigum samleið, sagði hann .rólega. Alice leit á hann. Hvað átti hún að segja? Hvað átti hún að gera? Henni var skapi næst að hlaupast á brott, en hún gat það ■ekki. — Við skulum koma i stutta gönguferð. Þetta er yndislegt vor- veður, sagði hann. Síðan fór hann að tala um allt milli himins og jarð- ar, og hún svaraði honum. Þau hlógu og gerðu að gamni sinu, svo tíminn var fljótur að líða. — Við skulum koma hingað inn og la okkur eitt- hvað að borða, sagði hann, og opn- aði dyrnar að litlu, fínu veitinga- húsi. Alice varð hverft við þegar hún sá mjúk gólfteppin, hvíta borð- dúkana, og svartklædda þjóna. Hún sá að fólkið, sem sat við litil borð, leit upp og einblíndi á hana. Bráð- um færu allir að hlæja. Hún var ekki nógu vel klædd til að fara inn á svona fínan veitinga- stað- Hún stamaði nokkur óskiljan- leg afsökunarorð og tók til fótanna. Seinna, þegar hún var háttuð, gerði hún sér ljóst hvað hún hefði átt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.