Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 2
Loksins!
litarblær svo eðlilegur, að öll-
um sýnist hann ékta.
Stórkostleg uppgötvun frá Noxzema! Hressandi Cover Girl smyrst svo eðlilega og fulikomlega. I*að inni-
heldur sérstök sóttvarnarefni, sem bæta húðina og hjálpa að koma I veg fyrir húðtruflanir.
Hið nýja Cover Girl er svo létt og
fer svo yndislega vel á andlitinu . . .
og þar að auki dásamlega gott fyrir
húðina. Ólíkt mörgum „Make-ups“,
sem bæta húðina ekki neitt (oft
jafnvel skaða hana) fær húðin með
notkun Cover Girl, sérstök bætandi
efni. Berið á yður „Cover Girl
Make-up“ á hverjum morgni. —
Strjúkið yfir með Cover Girl stein-
púðri á daginn. Með því fáið þér
ekki aðeins fegurra útlit, heldur
verður húðin fallegri. Það er því
ekki að undra þótt Cover Girl sé
uppáhalds fegurðarlyf milljóna
stúlkna.
NÝTT COVER GIRL með sérstakri efnasamsetningu frá Noxzema.
HETLD SÖLUBIRGÐIR
FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F.
Sími 36620. Laugaveg 178
VIKAN
Froskmenn kafa dýpra
og dýpra.
Samtímis því sem geimfararnir
sækja út fyrir yztu jaðra lofthjúps-
ins umhverfis jörðina, sækja kafar-
arnir niður á botn hans - því að
í ■ raun réttri er vatnið ekki annað
en neðsta lag þessa lofthjúps, þótt
virðast kunni öfugmæli í fljótu
bragði. Yfirborð vatna og hafa tákn-
ar því einungis skilin milli næst-
lægsta lagsins — andrúmsloftsins —
og neðsta lagsins, andrúmslofts
: '
„Auga“ froskmannsins, þegar kem-
ur niður á svo mikið dýpi að birtu
nýtur ekki. Tæki þetta, sem er
bandarískt, er eins konar hljóðradar,
sem gerir froskmanninum kleift að
„sjá“ umhverfið fyrir endurkast
hljóðsins.
fiska og annarra þeirra lagardýra,
sem ekki eru gædd lungum, en hval-
ir og selir lifa í vissum skilningi í
„tveim heimum“, eða báðum meg-
in við þessi skil.
Segja má að þetta neðsta lag loft-
hjúpsins sé ekki enn rannsakað
nema að litlu leyti, að minnsta kosti
ekki þar sem dýpst er að botni þess.
Og jafnvel grynningarnar búa enn
yfir margvíslegum leyndardómum,
t. d. hvað gróður og dýralíf snertir.
Þótt köfunarbúningar hafi gert
mönnum kleift að skreppa þangað
niður, hafa þeir hingað til verið
svo þungir og stirðir í vöfum og
loftslangan takmarkað svo mjög
allar ferðir kafaranna, að þeim hef-
ur verið óhægt um allar eiginlegar
rannsóknir, enda hafa þeir oftast
átt önnur erindi niður þangað. Það
er ekki fyrr en léttari útbúnaður
kemur til sögunnar, froskmanna-
búningurinn svokallaði, að mönnum
varð kleift að fara þar allra sinna
ferða og beita að fullu ekki ein-
ungis sjónskynjun sinni og athygli,
heldur og fimi og nákvæmni fingra
sinna, sem að sjálfsögðu er ákaflega
þýðingarmikið atriði við söfnun alls
konar viðkvæmra sýnishorna, en áð-
ur var en?in leið að ná þeim upp
á yfirborðið nema meira og minna
sködduðum.
Hingað til hafa froskmennirnir
verið háðir þeim annmarka að geta
ekki ferðazt um nema á litlu dýpi,
en nú hafa ýmis konar tæknilegar
endurbætur á öllum búnaði þeirra
— meðal annars ný blöndun þess
„andrúmslofts", sem þeir hafa með-
ferðis í hylkjum — gert þeim fært
að kafa niður á allt að 500 m dýpi.
Þá hafa þeir og sífellt fullkomnari
\