Vikan


Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 25
SNIÐAÞJÓNUSTA VIKUNNAR „HERA” Nú er hver að verða seinastur að sauma skólabuxurnar og auðvitað er alltaf skemmtilegast að geta gert það sjálfur. Sniðaþjónusta Vikunnar býður upp á hentugar og fallegar buxur sem hún sníður fyrir ykkur og sendir hvert á land sem er gegn póstkröfu. Sauma- tilsögn fylgir. > Þú getur fengið buxurnar úr tvenns- konar efni, terrylín í dökkgráu og milligráu á kr. 329,00 og úr smárönd- óttu ullarefni. 1. Grænar, svartar og bláar rendur. 2. Grænar, svartar og brúnar. 3. Grænar, svartar og rauðar rendur. Allt dempaðir litir, kosta kr. 170,00. Rennilás og tvinni kr. 18,45 auka. Efnisprufur færðu sendar gegn frímerktu umslagi. Buxurnar eru til í no. 38—40, unglingastærðir, og 40— 42-J-44. Útfyllið pöntunarseðilinn með upp- lýsingum um stærð og efni og sendið til Sniðaþjónustunnar ásamt 100,00 kr. Allar frekari upplýsingar eru veitt- ar í síma 37503 á föstudögum og þriöjudögum frá 2—5. Buxurnar eru til sýnis í Kjörgarði. HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum ... 38 40 42 44 46 48 Heimilisfang ................................ Saumtillegg. Já □ Nei □ Baklengd í cm Brjóstvídd :.. . Mittisvídd .... Mjaðmavídd .. 40 41 42 42 42 43 86 88 92 98 104 110 64 66 70 78 84 90 92 96 100 108 114 120 Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum + 5 cm í fald. „HERA“. Sendið mér í pósti sniðnar skólabuxur, sam- kvæmt mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem tryggingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég * hérmeð kr. 100— Stærð Litur 5 Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá: Á eyðihjarni Framhald af bls. 17. þegar hann leit þangað, sá hann að- eins votta fyrir hringgárum úti á vatninu, þar sem hann hafði stungið sér í kaf. Hrekkjalómurinn þinn... .heldurðu að þér verði liðið það endalaust að gabba mann svona....? Kannske var þetta ekki venjulegur lómur, ekki fugl í venjulegum skiln- ingi, heldur sending í fuglslíki, mögn- uð á hendur honum til að hrella hann og gabba. Eins og ein fylgja væri ekki nóg.... Hægt og gætilega teygði hann hönd- ina að byssunni, sem hann hafði tek- ið með sér í því skyni að brottför hans vekti ekki neinn grun... .hafði við orð, að sér léki hugur á að komast I tæri við stærri bráð en rjúpurnar, og Alison hafði talið það góða hugmynd; þau mundu sannarlega hafa fulla þörf fyrir alla Þá bráð, sem þau gætu lagt sér til munns, sagði hún. Dahl lyfti byssunni í mið, þar sem hann sat upp við trjástofninn. Beið þess að lómurinn kæmi aftur úr kafi, og tók að bölva, þegar það dróst nokkra hríð. Kannski léti lómskratt- inn ekki sjá sig aftur í bráð. Jú, þarna skaut hausnum upp úr vatninu.... Dahl glotti við tönn. „Ætli þú hættir ekki að hlægja, bölvaður þorparinn þinn!" Hann þrýsti bakinu að trjástofnin- um til að stöðva sig af, kreppti fing- urinn að gikknum. Skotið reið af. ör- litil gusa sást upp af vatninu, tvö til þrjú fet til vinstri við lóminn — eða blettinn, þar sem hann hafði verið. Næst kom lómurinn úr kaíi sextíu til sjötíu metrum fjær ströndinni. Dahl hóf riffilinn enn í mið, en hlaup- ið titraði. „Allt i lagi“, tautaði hann. „Við skulum sjá hvort manni tekst ekki að halda þér kyrrum“. Hann lagðist flat- ur og studdi olnbogunum niður. Skot- ið reið af, en geigaði, og lómurinn hvarf í kaf. 1 bræði sinni hleypti Dahl af þrem skotum I rennu út á vatnið. Loks gafst hann upp á að bíða þess að lómurinn kæmi úr kafi. Hann sett- ist upp, sólin skein á hann og trjá- stofninn skýldi honum fyrir golunni. Hann lagði riffilinn I mosann, tók flöskuna og hélt henni að barmi sér, lokaði augunum og andartak varð allt myrkt, eins og í kvikmyndahúsi, þeg- ar ljós eru slökkt áður en sýningin hefst. Og svo birti til... .hann sá fimmtán ár aftur í tímann, síðustu veturna i menntaskólanum, skemmti- legasta tímabil ævinnar, þegar hann var hrókur alls fagnaðar í hópi góðra vina. Og þá var ekki nema eðlilegt, að myndin af Charlottu Boy kæmi fram á tjaldi minninganna. Hún var nítján ára, grönn og It- urvaxin og iðandi af lífsfjöri. Hann sá fyrir hugskotssjónum sínum hvern- ig hörgult hárið féll henni um herð- ar, þykkt og silkimjúkt, Þegar þau leiddust um grænkandi vorskóg og ræddu um framtíð sína og fyrirætlan- ir, nutu vökudrauma, sem aldrei rættust. Kannske hefði hann átt að taka til- lit til orða hennar og bænar, eins og hann vildi helzt, innst með sjálfum sér, þegar hún reyndi að koma honum í skilning um, að það væri heimska ein að bíða. En hann hafði haldið til Bv- rópu, til þátttöku í styrjöldinni, og aftekið með öllu, að hún giftist hon- um áður en hann lagði út i óvissuna, og þannig hafði æsku þeirra lokið. Þegar hann kom aftur, voru þau hvort öðru framandi. Hann mundi ljóst, þegar hann sá hana I síðasta skiptið, eftir að hann kom heim úr styrjöld- inni. Hann bauð henni út með sér, eftir að hann hafði drukkið nokkur staup .... kannske allmörg ... .móð- ir hennar kom til dyranna, þegar hann kom að sækja hana, fann óðara af honum vínþefinn og setti upp vand- lætingarsvip, og sjálf hafði Charlotta haldið honum frá sér allt kvöldið; reynt að leyna andúð sinni með góð- látlegri hlédrægni, en gefið honum það íyllilega í skyn, án þess að hafa orð á þvi, að hún hefði ekki í hyggju að endurnýja ástir þeirra, fyrst flask- an væri komin i spilið. Hann strauk mynd hennar út af tjaldi minninganna. Hún hafði i raun- inni aldrei verið honum neitt, það var meira að segja ár og dagur siðan hún hvarf honum úr minni. En .... hamingjan góða. Hvers vegna leið timinn svo flughratt með- an maður var enn ungur og lifið brosti við manni, fullt af fögrum fyrir- heitum? Og hvers vegna urðu öll Þau fyrirheit annað hvort að engu eða þá blekking ein, þegar maður eltist? Og úr þessu varð engu breytt; um aftur- hvarf frá blekkingunum og lyginni var ekki að ræða. Og nú er jafnvel áfengið hætt að létta manni lífið, hugsaði hann, og honum varð hverft við, þegar hann veitti þeirri hugsun nánari athygli.... Nokkrum klukkustundum síðar hrökk hann upp, skjálfandi af kulda og með kvöl í höfðinu, við það að eln- hver kallaði á hann með nafni. Fjrrst i stað var hann svo ringlaður, að hann hélt að það væri Charlotta, stúlkan, sem hann hafði hvorki séð né heyrt í sjö ár, en þegar hann opn- aði augun, sá hann Alison Dobie stEtnda yfir sér. Hana bar við húmgrá- an og kaldan kvöldhimininn, þar sem hún stóð yfir honum, klædd siðbux- um úr þykku og grófu vaðmáli. Hann reyndi að brosa til hennar. „Við höfum leitað að þér langa hríð“, mælti hún lágri röddu. „Ég verð að gefa þeim hinum merki um, að ég hafi fundið þig....“ Hún greip riffilinn og hleypti af skoti upp í loftið. Frh. í næsta biaði. HL J ÓMPLÖTUR. Framhald af bls. 19. stundarsakir, en verður síðan fljót- lega leitt á. Samt sem áður er mesta flan og óráð að farga þeim eða fara illa með þær, þó að þær séu ekki lengur í náðinni, — betra og slryn- samlegra er að geyma þær sem bezt, því að einn góðan veðurdag geta þær veitt ánægju á ný. Á þetta ekki sízt við um plötur, sem flytja dæg- urlög og annað léttmeti, eru fljótar að öðlast vinsældir og fljótar að glata þeim. Slíkar plötur hafa mikið minninga-gildi, og margir hafa mikla ánægju af því á fullorðins aldri að hlusta á gamlar plötur frá æskuárum sínum. Það er bæði skemmtileg og lær- dómsrík iðja að leggja stund á plötusöfnun, og má hafa af því mikið yndi og ánægju. Góð plötu- söfn eru líka fjársjóður að vissu leyti og ætti enginn að spilla hon- um með slæmri umhirðu og kæru- leysislegri umgengni. Munið því, að ganga ávallt vel um plötusafnið ykkar og látið aldrei undir höfuð leggjast að hafa hljómplöturnar 1 röð og reglu. ★ VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.