Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 4
Yonsviknar...
Kæri Póstur.
Við erum hér tvær saumakonur á
fertugsaldri, sem brugðum okkur
austur að Laugarvatni um Verzlun-
armannahelgina til að fá frið og ró
í náttúrufegurðinni þar eystra. Við
fórum þangað á laugardeginum með
„rútu“, byrjuðum á því að reisa
tjaldið i friðsælu skógarrjóðri, þar
sem lítil líkindi virtust vera á mikl-
um mannaferðum, og fórum siðan í
smágönguferð um skógixm. Eftir
tveggja tíma göngu um ínágrennið,
komum við aftur til tjaldsins, feng-
um okkur rúgbrauð og kæfu, sem
við vorum með í malpokunum, og
hugðumst taka á okkur náðir. En
nú var heldur en ekki komið babb
í bátinn, því að í rjóðrinu, sem við
vorum búnar að helga okkur, höfðu
nú nokkrar stelpuskjátur slegið upp
tjaldræksni, og tóku þær nú að láta
til sín heyra. TJrðum við varar við
stöðugar karlaferðir í tjaldið til
þeirra alla nóttina, og varð okkur
ekki svefnsamt fyrir hrópum, hvísl-
ingum og alls kyns ósæmilegum
hljóðum alla liðlanga nóttina. Ekki
er mér grunlaust um, að áfengis-
birgðir hafi verið með í ferðum, þar
sem söngur og háreisti var samfara
hinum hávaðanum. Er það ekki al-
deilis voðalegt, að stelpuormum,
rétt rúmlega fermdum, skuli hald-
ast uppi að trufla náttúrufegurð og
friðhelgi staðar sem Laugarvatns
og raska auk þess svefnró fólks, sem
vill njóta næturhvíldar? Er ekki
möguleiki á að halda uppi einhvers
konar velsæmi á stöðum, sem eru
jafn mikið sóttir af ferðafólki og
Laugarvatn? Hvernig væri annars
að lögreglan skærist hér í leikinn?
Það er fjári hart, að þetta eina litla
sumarfrí, sem maður tekur sér, skuli
vera eyðilagt af ölóðum smástelpum.
Vonsviknar saumakonur.
-------Fólki lærist víst seint,
að ef það ætlar að skreppa út úr
bænum og njóta friðsældar í
faðmi náttúrunnar, á það EKKI
að velja til þess Verzlunarmanna-
helgina — nema þá það fari út í
óbyggðar eyjar eða upp á jökla
(og jafnvel þar er enginn óhultur
fyrir ölóðum ferðalöngum).
Þetta hljótið þið að hafa haft
örlítið hugboð um, saumakonur
góðar. Þessi hugmvnd ykkar með
lögregluvörðinn á stöðum sem
þessum, er engin ný bóla, enda er
venjan sú, um þessa miklu
drykkjuhelgi, að lögregluverðir
eru á stjái á mest sóttu ferða-
mannastöðunum og reyna að
„halda uppi velsæmi“. En hrædd-
ur er ég um, að það flokkist ekki
undir velsæmisskort, þótt strákar
heimsæki stelpur í tjald og skötu-
hjúin syngi svolítið og skemmti
sér í allri sveitasælunni. Ég skal
játa, að ósköpin keyra oftlega úr
hófi fram, ekki sízt um þessa
helgi, en skyldi bara ekki ástæð-
an fyrir þessari umkvörtun vera
sú, að þið eruð gramar yfir því,
að enginn þessarra mætu herra
hafi slæðzt inn í tjaldið til ykkar
og borðað með ykkur rúgbrauð
og kæfu?
Fábreytni...
Hvernig er það með hana mömmu
þína, Póstur minn, kann hún að búa
til meira en fimm mismunandi teg-
undir af sunnudagsmat?
Ekki mín.
Maður getur orðið leiður á læri,
hrygg, gúllasi, buffi og smásteik
hvern sunnudag á fætur öðrum. Það
er leiðinlegt, að húsmæður _ skuli
ekki reyna að fara nýjar leiðir í mat-
reiðslumálunum. Þessi fábreytni er
alveg bráðdrepandi. Ég skil ekki,
að það sé ýkja miklu meiri fyrir-
höfn að fiska upp nokkra girnilega
rétti, sem bera mætti á borð svona
öðru hverju.
Kær kveðja. Gourmet.
—--------Þakkaðu bara fyrir,
að hún mamma þín er ekki ein
af þeim, sem ALLTAF er að
reyna eitthvað nýtt í matreiðslu-
málunum. Sjaldnast verður nýi
rétturinn eins og á myndinni í
matreiðslubókinni og eitthvað
annarlegt bragð af honum, svo
að mamma reynir ekki þennan
rétt aftur, en hins vegar hvetur
það hana til að reyna enn ein-
hvern nýjan — og ef að líkum
lætur, þá fer allt á sömu leið.
Sem sagt, ég er ekki viss um,
nema þessi fábreytni sé æski-
legri en tilraunafjölbreytnin.
Þeir, sem eiga mömmur, sem eru
forfallnir tilraunakokkar, þrá
beinlínis þessa rétti, sem þú
minntist á hér að ofan (sem er
ekkert einkennilegt, því að þetta
er gómsætasti matur — N.b. ef
framreiddur hóflega oft).
En hver kann sér hóf?
í lukkupottinum...
Kæri Póstur.
Ég er trúlofaður ungri og fallegri
stúlku, sem auk þess er einkaerfingi
að mjög stóru fyrirtæki. Nú kemur
það fyrir öðru hverju, að hún tor-
tryggir mig og grunar, að ég gang-
ist eingöngu fyrir peningunum. En
það er ekki rétt, og ég myndi kvæn-
ast henni jafnt hvort hún væri blá-
snauð og ætti enga von um arf. Mig
langar til þess að sannfæra hana um
það. Hvernig á ég að fara að því?
Sá, sem datt í lukkupottinn.
— -----Áður en ég svara þessu
bréfi þínu, skaltu skrifa mér aft-
ur og gera nánari grein fyrir því,
hver þessi „lukkupottur“ er. Er
það stúlkan eða stórfyrirtækið?
Ef lukkupotturinn er fyrirtækið,
grunar mig, að þú hafir ekki alls
kosta hreina samvizku.
Yfirfærð ást...
Kæri Póstur.
Ég, sem þessar línur skrifa, er í
svo ógurlegum vandræðum, að mér
líður bara alveg afskaplega illa, og
eina úrræðið, sem mér hugkvæmd-
ist að verða mætti mér að liði, var að
leita á náðir þínar, Póstur sæll.
Svo er mál með vexti, að ég er
nítján ára gamall, en unnusta mín
er einu ári yngri en ég. Eins og að
líkum lætur er ég tíður gestur á
heimili minna tilvonandi tengdafor-
eldra, þar sem mér er alltaf fjarska
vel tekið — einkum af henni tengda-
rnóður minni, sem er afar ástúðleg
við mig, svo að ekki sé meira sagt.
Hún tekur svo einkennilega í hönd-
ina á mér og horfir svo skrítilega á
mig, að mér fer stundum ekki að
verða um sel — þó skömm sé frá
að segja, er ég hræddur um, að hún
sé ástfangin í mér. Og það, sem verra
er — ég held, að mér sé bara farið
að lítast betur á móðurina en dótt-
urina — hún er miklu laglegri og
jafnvel enn unglegri.
Eins og nærri má geta, hefur skap-
azt hér allþungt andrúmsloft, sem
mínar viðkvæmu taugar þola alls
ekki, þegar til lengdar lætur. Þess
vegna hlýt ég að spyrja þig ráða,
Póstur góður, og vona, að þú bregð-
ist fljótt og vel við. Á ég að gefa
kærustuna upp á bátinn og snúa
mér að tengdamóðurinni, eða á ég
að halda áfram að vera kærustunni
trúr?
Einn í öngum sínum.
-------Á meðan þú ert svona
óviss, er ég hræddur um, að
grunnt sé á allri ástinni —- hvort
heldur hún er í garð stelpunnar
eða tengdamömmunnar. Og til
þess að þessum viðkvæmu taug-
um þinum verði ekki algjörlega
msiþyrmt, vil ég eindregið ráð-
leggja þér að leita strax á ný
mið, áður en þú v.erður skotinn
í ömmu stelpunnar.
Tóneyra...
Kæra Vika.
Geturðu sagt mér, —■ er hægt að
kenna laglausu fólki að syngja? Svo
er mál með vexti, að við hjónin,
sem erum bæði mjög lagviss og tón-
elsk, eigum dóttur, fjögurra ára, sem
getur alls ekki haldið lagi. Við erum
búin að reyna að kenna henni að
syngja auðveldustu lög, en hún virð-
* ist alls ekki hafa eyra fyrir tónlist.
Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt,
og því spyr ég þig, Póstur minn, —
4 er nokkuð hægt að gera til að kenna
laglausum börnum að syngja, svo
eitthvert vit sé í?
Með fyrirfram þökk fyrir svarið.
Bína.
---------Reyndar bendir það
ekki til þess, að dóttir ykkar hafi
ýkja gott tóneyra, úr því að hún
heldur ekki lagi að neinu gagni,
og því getur hún ekkert gert að.
En það er oft, að böm halda eng-
an vegin lagi, langt fram á ungl-
ingsárin — þess vegna skuluð þið
ekki dæma blessaða stelpuna al-
gjörlega Iaglausa, því að þétta
getur smákomið. Auðvitað er
skynsamleg æfing barninu nauð-
synleg. Þið ættuð að syngja með
henni og benda henni fallega á,
þegar hún fer út af laginu, þa
gæti cndað með því, að hún yrii
óperusöngkona.
Varahlutir...
Kæri Póstur.
Ég keypti bíl fyrir rúmu ári. Þessi
bíll hefur verið í sæmilegu lagi þar
til fyrir nokkrum mánuðum, en þá
þurfti ég að fá í hann varahluti. Ég
fór í umboðið, en þar var ekkert til,
svo að ég þurfti að panta varahlut-
ina. Þetta var fyrir tveimur mánuð-
um. Ég var fyrst að fá varahlutina
í gær.
Nú vil ég spyrja þig: Á ekki bíl-
eigandinn kröfu á því, að þjónustan
hjá bílaumboðinu sé betri en þetta?
Ætti ég í rauninni ekki að fá þessa
varahluti gratís, eftir alla þessa bið?
Ég veit, að þetta er daglegt brauð
hjá þeim, sem eiga þessa bílategund.
Gæti ég ekki neitað að borga?
Bíleigandi.
—-------Þú átt reyndar ekki
kröfu á að fá varahlutina, sem
pantaðir voru — nema þá sið-
ferðilega kröfu (og hver tekur
mark á slíku?) Annars máftu
sjálfum þér um kenna — það á
að vera algild regla, að þeir, sem
kaupa sér bíl, eigi fyrst og fremst
að kynna sér, hvort umboðið er
gott. Það er ekki nóg að fá nýjan
og glæsilegan bíl upp í hendurn-
ar og sitja svo uppi með ónýtan
skrjóð eftir nokkur ár, einungis
vegna þess, að ekki fengust í
hann varahlutir.
Það er annars furðulegt, að
bílaumboð geti verið svona léleg
— það ber vott um lélegt kaup-
sýsluvit. Hitt er a.m.k. víst, að
þeir, sem hafa orðið fyrir barðinu
á slíku, kaupa sér ekki sömu bíl-
tegund í annað sinn.
Krossgátuverðlaun...
Kæri Póstur.
Þetta er afleitur vani hjá ykkur að
láta þá, sem vinna krossgátuverð-
launin (og líklega þá öll önnur
verðlaun) þurfa að sækja peningana
(eða verðlaunin) til ykkar á Vik-
unni. Það svarar næstum því ekki
kostnaði að leggja á sig' eina heljar-
reisu til að ná í einn vesælan hundr-
aðkall. Ef þið ætlið að halda þessu
fyrirkomulagi áfram, finnst mér að
mætti hækka verðlaunin upp í svo
sem hundrað og fimmtíu krónur,
ykkur að skaðlausu. Tíkarlegri verð-
laun þekkjast held ég ekki hjá öðr-
um blöðum.
Að öðru leyti er Vikan bara nokk-
uð góð hjá ykkur.
Kær kveðja. Ra.
■— — — Við lofum hér með
bót og betrun. Héðan í frá verða
verðlaunin send verðlaunahöfum,
ef þeir þá skammast sín ekki fyr-
ir að taka við svona „tíkarlegum“
verðlaunum.
er
betra
hf hreinn