Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 19
CHUBBY „TWIST — KÓNGUR”
„Twist er dans fyrir þá, sem ekki geta dansað", er haft eftir hinum ókrýnda twist-
kóngi Chubby Checker. Það kann að virðast undarlegt af twistkóngi, að láta sér
annað eins og þetta um munn fara, en Chubby veit vel, hvað hann syngur, því að í
twistinu eru engin erfið spor, þar sem dansinn byggist fyrst og fremst á rytmanum.
Annars er það af Chubby Checker að segja, að hann heitir alls ekki Chubby
Checker, heldur Ernest Evans og er fæddur í Philadelphia 3. oktöbér 1941. Snemma
fór að bera á sönghæfileikum hans og Ernest litli Evans var ekki gamall, þegar hann
fór að láta til sín heyra. Drengurinn vakti brátt athygli og áður en hann vissi var
' hann orðinn þekktur undir nafninu Chubby Checker. Nú seljast plötur hans í svo
stórum stíl, að varla eru dæmi slíks fyrr og svo ólíkar vörutegundir sem kjólar og
^ pylsur, skór og sódavatn bera nafn twistkonungsins fræga, Chubby Checker.
HIÐ NÝJA
HLUTVERK
PRÓFESSORSINS.
Hinn þrítugi dansk-íslenzki prófessor Erling Blöndal Bengtson er sífellt á lengri >
og skemmri ferðalögum vegna hljómleikahalds, en hann er, sem kunnugt er einn
fremsti cellóleikari heimsins.
En þó að Blöndal Benglson sé kunnur og dáður tónlistarmaður, þá nær hann og
aðrir kollegar hans aldrei slikum óskapa vinsældum og þeir listamenn, sem helga
starf sitt táningunum. Þessu fékk Blöndal Bengtson eftirminnilega að kenna á, þeg-
ar hann kom til Stokkhólms fyrir nokkru í sömu flugvél og dægurlagasöngvarinn
Tommy Steele.
Hópur táninga var samankominn á flugvellinum til að fagna draumaprinsinum
og dýrðlingnum Tommy. Blöndal Bengtson gekk út úr flugvélinni á undan söngvar-
anum með sitt hljómfagra celló í kassa, sem hann hélt á í hendinni. Þegar hann
fór fram hjá unglingahópnum, heyrði hann hvíslað frá manni til manns:
„Sko, — þetta er maðurinn, sem ber gítarinn fyrir hann Tommy."
Bezt er að plöturnar standi upp á rönd, og
þær mega hvorki vera í miklum hita né kulda.
Venjulegur stofuhiti hentar þeim bezt.
Gæta ber þess, að plöturnar liggi ekki, þar
sem sólarhitinn kemst að þeirn, því að þá vilja
þær bogna. Eigi maður plötur, sem hafa bognað,
er hægt að koma þeim í samt lag aftur, ef
þær eru settar í pressu, — til dæmis milli
tveggja glerplatna, -—• og komið fyrir á hentugu
áhaldi, sem gefur frá sér hæfilegan hita. En
auðvitað má platan ekki liggja óhóflega lengi
í senn í þessari hita-pressu.
Jafnvel þótt farið sé vandlega eftir áður-
greindum leiðbeiningum, fer ekki hjá því, að á
plöturnar safnist meira og minna ryk. Bezt er
að fjarlægja það með sérstakri plötu-þurrku,
sem fæst í flestum hljómplötuverzlunum. Þegar
þið þurrkið rykið af plötunum, skuluð þið alltaf
muna eftir að halda um plötu-miðjuna, því að
rifflurnar (gárarnir á plötunum sjálfum) hafa
ekki gott af því, að á þeim sé káfað með heitum,
köldum eða fitugum fingrum. Rifflurnar hafa
heldur ekki gott af venjulegum líkamshita ...
Munið, að langbezt er að geyma hljómplötur
sínar í albúmi, en minnizt þess einnig, að plöt-
urnar varðveitast bezt óskemmdar, þegar þær
eru reistar upp á rönd.
Eigi maður plötur í albúmi er auðvelt og
ákjósanlegt að færa skrá yfir þær. í næstum
öllum plötualbúmum eru sérstakir listar, þar
sem hægt er að skrifa, hvaða plötur eru í
albúminu, og með hvaða listamönnum þær eru.
Til eru plötur, sem fólk hefur gaman af um
Framhald á bls. 25.
Þegar menn eiga hljómplötur, sem þeir hafa dálæti á, vilja flestir eiga þær sem lengst af
skiljanlegum ástæðum. Og helzt ættu plöturnar, þó að þær hafi verið leiknar oft og mörgum
sinnum, að vera sem allra lengst eins og nýjar. Þetta getur líka vel átt sér stað, aðeins ef eig-
andi hljómplatnanna fer vel með þær og hirðir samvizkusamlega um þær.
Það er frumskilyrði þess að hljómplöturnar geymist vel að hafa þær ávallt í plötualbúmi,
þegar ekki er verið að leika þær. Því miður eru þeir alltof margir, sem láta plöturnar sínar liggja
í hrúgum án þess að hafa nokkuð utan um þær, en það er auðvitað eitt það versta, sem fyrir
þær getur komið. Þær rispast þá mjög fljótt, verða rykugar og skítugar og ganga fljótt úr sér.
Þess vegna skal ávallt leggja plöturnar í albúm, strax og hætt er að nota þær og geyma þær þar,
unz þær eru notaðar næst. Og munið umfram allt, að taka aldrei á plötunni sjálfri, þegar þið
handfjallið þær, lyftið þeim varlega af plötuspilaranum og setjið síðan þumalfingur og vísi-
íingur á plötu-miðjuna og látið plötuna síðan renna niður í albúmið. Á sama hátt eigið þið að
láta plötukantinn renna úr albúminu niður í lófann og taka síðan með fingrunum á plötumiðjunni
þegar þið setjið plötuna aftur á fóninn.
LISTIN
AÐ
FARA
VEL
MEÐ
HLJÓM-
PLÖTUR.
VIKAN 19