Vikan


Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 12
Lifur er hollur og ljúffengur matur, ef hún er rétt matreidd. Ef lifrin er steikt heil, er betra að leggja hana í saltvatn áður í hálftíma. Ef nota á hakkaða lifur í einhvern rétt er auð- veldara að hakka hana, ef hún er sett fyrst í sjóðandi vatn og látin liggja þar í nokkrar mínútur. LIFUR Á FATI. % kg lifur, V± bolli hveiti, sem salt og pipar hefur verið blandað í, 4 matsk. einhver feiti, t. d. smjörlíki eða olía, V2 bolli saxað sellerí, V2 bolli saxaður laukur, 6 sneiðar bacon, IV2 bolli kjötsoð, V2 tesk. salt, 6 gul- rætur, 6 meðalstórar kartöflur (u. þ. b. 114 pund), 3 matsk. hveiti. Veltið lifrinni upp úr hveitinu og brún- ið hana upp úr vel heitri feitinni, ásamt selleríinu og lauknum. Látið það síðan í vel smurt eldfast fat og hellið soðinu yfir. Leggið baconsneiðarnar ofan á. Sjóðið það með loki inni í ofni í hálftíma. Bætið síðan niðurskornum kartöflunum hráum í og gulrótunum. Bakið það áfram undir loki í u. þ. b. 45 mín., en takið þá lokið af og látið baconið brúnast. Takið lifrina upp úr og leggið á fat, raðið grænmet- inu utan með, en jafnið upp sósuna og hellið henni síðan yfir. Nægir fyrir sex. CREOLA-LIFUR. Vi kg lifur, V\ bolli hveiti, 3 matsk. feiti, 2V2 bolli tómatar, 2 matsk. saxaður laukur, 2 matsk. saxaður grænn pipar, 1 lárviðarlauf, 6 piparkorn, V2 tesk. salt. Veltið lifrinni upp úr hveitinu, sem kryddað hefur verið með salti og pipar, hitið feitina í potti og brúnið lifrina. Bætið öllu öðru í og JTf Prjónodir inniskór Efni: Meðalgróft, fjórþætt ullargarn. Prjónar nr. 3. Fitjið upp 22 1. og prjónið prufu með 1 1. sl. og 1 1. br. Mælist prufan 10 cm, má prjóna eftir u.ppskriftinni óbreyttri, annars verður að fjölga eða íækka lykkjum eftir hlutfalli þess sm.- fjölca, sem prufan mælir. Byrjið undir ilinni og fitjið upp 64 1. og prj. 2 1. sl. og 2 1. br., 6 sm. Haldið áfram og prjónið 1 1. sl. og 1 1. br., og takið úr 1 1. í hv. hlið, þar til 1 1. er eftir. Klippið þá á þráðinn og saumið hneppslu eins og sést á myndinni. Takið nú upp 64 1. af fitinni, prj. annan helming eins, og saumið tölu gegnt hneppslunni. Saumið 7 sm. upp báðum megin. Prjónið annað stykki eins, en saumið hneppslu og festið tölu á gagnstæð- an hátt. + Þsgtlegir inniskór Efni: Bastgarn eða bómullargarn, um 50—70 gr. Heklunál nr. 3. Leppar í þeirri stærð, sem skórnir eiga að vera. Skinn til að sauma neðan á leppana og dálítið fóður yfir þá. Skórnir efst á myndinni: Heklið 54 loftlykkj- ur, um 40 sm., búið til hring og lokið honum. Heklið síðan í fasta lykkju í hverja loftlykkju, 2 umf., 2 loftl., sleppið 1 fastal. og heklið 1 fastal. í þá næstu. Endurtakið þetta 13 sinnum. Aukið þá út framan á tánni, þannig að hekla 2 fastal. fitja upp 2 loftl., hekla 2 fastal. í sama boga og seinustu 2 fastal. voru heklaðar í, heklið síðan áfram eins og áður 13 sinnum. 3. umf.: 2 loftl., 1 fastal. í hvern boga, 13 sinnum. 3. umf.: 2 loftl., 1 fastal. í hvern boga, 13 sinnum, þá 2 loftl., 1 fastal., 2 loftl., 1 fastal. í sama boga og síðan 2 loftl. og 1 fastal. í hvern boga 13 sinnum. Heklið þannig 5 umf. eins og 3. umf. 9. umf.: Heklið 2 fastal. í hvern boga að 5. boga, talið fra útaukningu á tánni, heklið þá 2 loftl. og 1 fastal. 5 sinnum, þá 2 loftl., 1 fastal. 2 loftl., 1 fastal. í miðbogann og síðan 2 loftl. og 1 fastal. 6 sinnum. Heklið þá 1 loftl. og snúið við * 1 fastal. í fyrsta boga 2 loftl. og 1 fastal. 5 sinn- um og þá 2 loftl., 1 fastal., 2 loftl. og 1 fastal. í miðbogann, 2 loftl. og 1 fastal. 6 sinnum. Heklið 1 loftl. og snúið við frá * 4 sinnum. Haldið nú Framhald á bls. 30. ER NUTIMA Eftirfarandi grein er eftir norska rithöf- undinn og bókmenntagagnrýnandann Her- brand Lavik. Þetta er ákaflega viðkvæmt efni nú á tímum og er áreiðanlegt, að skoð- anir fólks á þessu eru mjög mismunandi. Við viljum ekki halda fram neinni ákveð- inni skoðun, en eitt er víst, að nútímakon- unni gengur afar illa að fixma sjálfa sig og virðist óánægð með hlutskipti sitt. Þarna er eitthvað að og lesendur hafa sjálfsagt flestir af reynslu eða afspurn eitthvað til málanna að leggja. Hér koma svo skoðanir Herbrand Lavik á málinu: — Það sorglegasta við líf nútímakonunnar er, að ekki eru not fyrir hana sem konu, nema stuttan tíma á lífsskeiðinu. Flestar hafa þær lokið sínum tveimur barneignum og komið börn- unum nokkurn veginn á legg um þrítugt. Síðan krefjumst við þess, að það sem eftir er af lífinu lifi hún í líkama, sem hlaðinn er eiginleikum til að eiga og hugsa um börn, en án þess að hún fái leyfi til að nota þá. Við þvingum hana til að lifa piparsveinalífi, við hreykjum okkur af því, að við höfum fengið hana til að vinna alla þá vinnu, sem eiginlega er karlmannsins. Við höf- um látið henni í té alla einkennisbúninga karl- mannsins, allt frá bílstjórabúningi upp í prests- hempu, og við ímyndum okkur, að með því höfum við gefið henni stórkostlegar bætur, fyrir það, að hún skuli ekki fá að vera kona lengur. En auðvitað höfum við ekki gefið henni nein- ar bætur. Kvenfrelsið hefur leiðzt út á karl- mannsbrautir. Konurnar áttu að fá leyfi til að vera biskupar, stjórnmálamenn og læknar, það var það, sem fólk hélt að heimurinn hefði not fyrir, nokkurs konar gáfuð verkfæri, sem áttu að sjá um að heimsúrið tifaði jafnt og þétt. í rauninni er það þannig, að þegar konan hefur gert það nauðsynlegasta gagnvart skyldubörn- unum tveimur, er hún stöðugt í leit að róman- tísku lífsinnihaldi, og leitar þá yfirleitt langt yfir skammt. Það getur vel verið, að ungar stúlkur nú á tímum hafi fullkomlega andlegt jafnvægi — þangað til velgengisástríðan, skattamir og karl- maðurinn koma þeim úr sambandi við sjálfar sig. Maðurinn hefur svo á milli tveggja kosta að velja: Annaðhvort að byggja upp hið áður svo mjög rómaða ástalíf með konu sinni, (þeir 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.