Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 16
Prowse hafði dregið flatan stokk
upp úr vasa sínum og rétti að hon-
um. „Má bjóða Þér vindil, forstjóri?"
spurði hann. Enn kom það ekki fyrir
að hann gleymdi titlinum, þegar hann
ávarpaði yfirmann sinn.
Greatorex afþakkaði boðið. Það var
ekki vert að treysta batanum um of.
Hann veitti Prowse athygli, Þegar
hann kveikti sér í vindlinum, skýldi
eldspítunni með lófunum, dró djúpt
að sér reykinn og andaði honum sið-
an hægt frá sér með mikilli velþókn-
un. Einkennilegur maður, hugsaði
Greatorex — ýmist hæst uppi eða
dýpst niðri, ýmist allur á valdi tak-
markalausrar bjartsýni eða hyldjúpr-
ar örvæntingar.
„Eg býst við að það sé allt i lagi
roeð stelpuna," mælti Prowse allt í
einu. „Nema þetta ... ég veit ekki
hvort þú hefur tekið eftir þvi .... “
Greatorex hlustaði ekki á hann
nema með öðru eyranu. Hann var að
horfa á fugl í loftinu hátt uppi yfir;
það var stór fugl og það var engu
líkara en hann væri hengdur þar upp
á ósýnilegan þráð, því að hann hélt
sér grafkyrrum án þess hann hreyfði
vængina ....
„Nema hvað, Prowse?"
„Nema þetta ráðriki hennar. Hún
er stöðugt að skipa manni fyrir verk-
um .... raunar ekki beinlínis að
skipa, en maður skilur það samt. Og
fjandinn hafi það, ég hef ekki skap
til að láta kvenmann stjórna mér ...“
Einkennilegt, hugsaði Greatorex
með sér. Hvað skyldi hann geta hang-
ið þarna lengi hreyfingarlaus, án
þess að blaka vængjunum?
„Hvernig líður þér, Des?“ spurði
Sam Burd.
„Mér líður vel, Sam,“ svaraði flug-
maðurinn.
Þetta var vist í þriðja skipti á sama
hálftíma, sem Sam spurði þessarar
sömu spurningar og Des Surrey svar-
aði Og Surrey var orðinn dauðleiður
á þessu þrefi, en vildi hins vegar ekki
láta Burd heyra Það á sér -— vissi
sem var. að enda þótt Burd tæki sé''
slys hans nærri, þá var það ekki vegna
þess að hann þráspurði, heldur fyrir
það hve honum leið illa sjálfum.
„Ertu viss um að þér líði vel?“
spurði Burd enn.
„Vitanlega." Surrey reyndi að svara
eins glaðlega og honum var unnt. Um
leið dró hann niður rennilásinn á
svefnpokanum og settist upp, hægt
og með varúð.
Burd fylgdist með hverri hreyfingu
hans. „Ertu orðinn það hress. að þú
þolir þetta. Des?“ spurði hann.
Hann sat þarna. niðuriútur og hok-
inn. jarpt hárið var ógreitt or úfið.
skeggbroddar í vöngum. einkennis-
skyrtan rifin á barmi og um flest
harla ólíkur því snyrtilega nettmenni,
sem Surrey hafði alltaf þekkt Ann-
arlegast var þó augnaráðið. Þr'mgið
Sektarmeðvitund og einlægri viður-
kenningu í senn, karlmannlegri und-
irgefni gagnvart verðskuldaðri refs-
ingu.
Surrey glotti við tönn og skók að
honum krepptan hnefann. „Viltu end-
urtaka spurninguna, lagsi. . .. “
Það leyndi sér ekki, hve Burd létti,
og hve feginn hann var að vita nú loks
vissu sína. Og um leið gat hann kom-
ið orðum að því, sem hann hafði byrgt
inni langa hríð. Hann varð óðamála
af ákefð.
„Sjáðu nú, Des... .hvernig litist þér
á að ég héldi austur á bóginn við ann-
an mann? Við vitum, að við erum
stödd einhvers staðar vestur af Knob.
FRAMH ALDSSAGAN
4. HLUTI
EFTIR
LAWRENCE EARL
Við hlytum að ná inn á svæði, sem
merkt er inn á landabréfið, og þá
yrði auðvelt fyrir okkur að taka rétta
stefnu á Knob og fá menn til liðs við
okkur til að bjarga ykkur hinum. Lízt
þér ekki vel á það, Des?“
„Nei“, svaraði Surrey afdráttar-
laust.
„En. ...“
„Nei, Sam. Sláðu þessu frá þér".
„Hvers vegna efastu um ....“?
„Það virðist ósköp einfalt og auð-
velt framkvæmdar, þegar þú ræðir
um það, Sam", mælti Surrey enn. Svo
hristi hann höfuðið. „Bn það eitt,
að nú fer vetur í hönd, útiiokar ger-
samlega að þú kæmist leiðar þinnar
um auðnirnar fótgangandi. Þá væri
vitmeira að freista að fara vatnaleið-
ir — ef við hefðum bát tiltækan. Og
þó væri það einnig útilokað, því inn-
an skamms verða öll vötn og ár ísi
lögð“.
En Burd vildi ekki fyrir nokkurn
mun sannfærast. „Ef maður hefði
heppnina með sér? Það er aldrei að
vita, nema maður hafi heppnina með
sér...."
„Þar kemur ekki nein heppni til
greina, Sam. Við munum báðir, að
okkur hefur verið uppálagt. . . . að
halda okkur hjá flugvélinni, ef svo
tækist til að við yrðum að nauðlenda
á þessum slóðum. Þeir eru orðnir það_
margir, sem hafa borið hér beinin og
aldrei fundizt, einungis vegna þess, að
þeir hlýddu ekki því ráði. Þar að auki
er leitin að okkur þegar hafin, og
henni verður haldið áfram í fullan
mánuð. Mánaðarlangur vonarfrestur,
sem við eigum framundan. Það er
nógur tími til að kvíða, þegar hann
er útrunninn. . . . “
Surrey yppti öxlum; gætti sin ekki
og kenndi svo sáran sting í síðuna, að
hann varð að bíta á jaxlinn til að
harka af sér.
Um leið var kvíði Burds vakinn aft-
ur. „Hvað er að? Þú hefur þrautir,
Surrey?"
„Smástingur", hreytti Surrey út úr
sér. „Það var ekki neitt, Sam".
Ömur af samtali við bálið heyrðist
inn í tjaldið, og axarhögg úr fjarska.
Þegar Burd tók til máls aftur, var
röddin annarlega hörð og ákveðin.
„Fari það bölvað, Des....þessi
Prowse hafði rétt fyrir sér. Ég hefði
átt að skipta um bullustöng í hel-
vízkri bensíndælunhi, áður en við
lögðum upp frá Chimo. Þá hefðum
við ekki lent i þessum bölvuðum vand-
ræðum, og þá hefðir þú ekki' held-
ur.... “ Það var eins og hann vildi
draga úr sársauka samvizkubitsins
með því að viðurkenna þann grun,
sem á hann sótti eins og martröð,
heyra sjálfan sig játa hann sem stað-
reynd.
Surrey kom þetta svo á óvart, að
hann hafði ekki hugmynd um, hvern-
ig hann ætti að bregðast við. „Hvað
meinarðu, Sam.... ? Nei, hlustaðu nú
á mig — enginn getur ásakað Þig fyr-
ir það, sem hvorki við né aðrir gátum
séð fyrir...."
En Burd hafði tekið sína ákvörðun.
„Þess vegna ber mér skylda til að
bjarga okkur út. úr þessum ógöngum",
tilkynnti hann.
Surrey hafði unnið með Burd á
annað ár og þekkti hann því vel. Hann
hafði fljótt gert sér fulla grein fyrir
því, að ábyrgðartilfinning hans var
allt að því óeðlilega sterk, og að hann
var haldinn sjúklegri hneigð til misk-
unnarlausrar sjálfskönnunar. Surrey
vildi ekkert fremur en mega draga úr
örvæntingu hans, en nú sótti á hann
þreyta og hugsun hans sljóvgaðist.
„Hvers vegna ekki að láta björg-
unarleiðangrinum Það eftir?" spurði
hann, en heyrði ekki sjálfur að orðin
skorti allan sannfæringarkraft.
Ósjálfrátt veitti Surrey því athygli,
að raddirnar við bálið voru hljóðnað-
ar. Honum var það léttir að beina
hugsunum sínum aftur að Alison
Dobie — hún var ólíkt viðfelldnara
umhugsunarefni en sálarkvöl Burds.
Hann var henni innilega þakklátur
fyrir hjúkrunina og alla þá umönn-
un, sem hún hafði auðsýnt honum
undanfarna daga. Og hún var í senn
viðmótshlý og glaðlynd, djörf og dug-
mikil....og Það sem prýddi hana
mest, hún var fyrst og fremst kven-
leg....
Og nú brá svo undarlega við, að
hugsunin um hana minnti hann á
kyrra. hlýja haustdaga í Suður-Downs,
hátt. grasið. sem svignaði fyrir blæn-
um; haustið, sem þau Celia höfðu átt
saman. Furðulegt, hvað hugsunin gat
borið mann umsvifalaust langar leið-
ir I tíma og rúmi, einmitt þegar hon-
um voru likamlega allar ferðir bann-
aðar. Celia.... grasið.... suðandi bý-
flugurnar....
Svo raunveruleg varð honum end-
urminningin, að honum þótti sem
hann heyrði býflugurnar suða. Þótti?
Hann heyrði þær suða i fjarska Var
hann gripinn óráði? Genginn af vit-
inu?
Hann hlustaði sem hann mátti,
minnugur þess, að hann var staddur
í auðnum Ugava. Stóð á öndinni og
trúði ekki sínum eigin eyrum.
„Sam....“ hvíslaði hann hásum
rómi.
Stingurinn enn?“
„Hlustaðu. ..."
Niðurinn varð stöðugri, sterkari og
raunverulegri I eyrum.
„Heyrirðu það ekki, Sam?"
Ákafi Surreys náði tökum á Burd;
hann hallaði sér fram, hlustaði, ein-
beitti allri skynjun sinni, en svipur
hans lýsti spyrjandi efa.
Allt í einu skein fullvissan úr aug-
um hans. Hann tók snöggt viðbragð
og hart.
„Guð minn góður, Des....það er“!
hrópaði hann.
Og um leið var hann skriðinn út úr
tjaldinu á fjórum fótum. Surrey
gleymdi sér algerlega og skreið af
stað á eftir honum, en svefnpokinn
hefti fætur hans.
Hann starðl upp fyrlr sig, eins og
hann hygðist sjá í gegnum nælondúk-
inn, en féll í næstu andrá flatur á
grúfu á mölina. Gerði sér þó ekkl
fyllilega grein fyrir lamandi kvölinni
1 síðubrotinu, eða högginu, sem hann
hlaut, þegar nefið skall í mölina.
10 VIKAN