Vikan


Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 12
— Einmitt það rétta. Ég mundi sjólfur vilja taka þessa vinnu að mér ó svona degi. En sir James Moloney var ákveðinn að koma sinni skoðun skýrt fram. Hann hélt áfram: — Þér megið ekki halda að ég sé að skipta mér af því sem mér kemur ekki við M, en það eru tak- mörk fyrir því hvað maður þolir. Ég veit að þér verðið að meðhöndla yðar menn eins og þeir væru einskis virði, en ég geri ekki ráð fyrir að þér viljið, að þeir gefist upp þeg- ar sízt skyldi. Þessi sem ég var með núna er seigur. Ég býst við að þér getið haft miklu meira gagn af honum. En munið þér hvað Moran segir um hugrekki í bókinni sinni? — Nei, ég man það ekki. — Hann segir að hugrekki sé höfuðstóll, að eyðslunni frádreginni. Ég er honum sammála. Það sem ég er að reyna að segja er það, að þessi ákveðni maður virðist hafa sóað miklu síðan í stríðsbyrjun. Ég skal ekki segja að hann sé far- inn að draga yfir — ekki enn, en allir eiga sín takmörk. — Einmitt það. Nú fannst M kom- ið nóg af þessu. Nú til dags voru allir orðnir svo veikgeðja. — Það er þess vegna, sem ég ætla að senda hann utan; senda hann í leyfi til Jamaica. Hafið ekki áhyggj- ur sir James. Ég skal hugsa um hann. Meðal annarra orða, hafið þér nokkurn tíma komizt að því, hvað það var sem þessi rússneski kvenmaður sprautaði ( hann — Ég fékk svarið í gær. Sir James Molony var einnig þakk- látur því að breytt var um um- ræðuefni. Það var stutt í gamla manninum í dag. Var nokkur von til þess að hann hefði komið því, sem hann var að reyna að segja, í gegnum þykka höfuðskel M? — Það tók okkur þrjá mánuði. Það var gáfnaljós í læknaskólanum, sem fann það. Þetta var eitur sem heitir fugu. Japanir nota það til þess að fremja sjálfsmorð. Það er unnið úr kynfærum japanskrar fisk- tegundar. Það var eftir Rússunum að nota eitthvað sem enginn hef- ur nokkurntíma heyrt um. Þeir gætu alveg eins hafa notað curare. Það hefur mjög svipuð áhrif — lamar miðstöð taugakerfisins. Hið vísinda- elga nafn fugu er tetrodotoxin. Þetta er bráðdrepandi helvíti. Það KVIKMYNDIN VERÐUR SÝND í TÓNABÍÓI. Framhaldssagan þarf ekki nema einn skammt eins og þinn maður fékk og á nokkrum sekúndum er allt lamað. Það byrj- ar með því að menn sjá allt tvöfalt og svo geta þeir ekki haldið aug- unum opnum. Því næst hættir hann að geta kingt. Svo hættir hann að geta haldið höfði. Og þá er ekki margt annað eftir en að deyja. — Hann var heppinn að sleppa með þetta. — Kraftaverk. Eingöngu þessum Frakka að þakka, sem fann mann- inn á gólfinu og gerði á honum öndunaræfingar eins og hann væri að drukkna. Einhvernveginn tókst honum að halda lungunum gang- andi þangað til læknirinn kom. Til allrar hamingju hafði þessi læknir unnið í Suður-Ameríku. Hann áleit að maðurinn hefði orðið fyrir cur- areeitrun og meðhöndlaði hann samkvæmt þvf. En líkurnar voru ein á móti milljón. Og svo ég hafi allt í sama orðinu, hvað kom fyrir rússn- esku stúlkuna? — O, hún er dauð, svaraði M stuttaralega. — Jæja, ég þakka yður kærlega fyrir sir James. Og hafið ekki áhyggjur af sjúklingnum yðar. Ég skal sjá svo um að það væsi ekki um hann. Verið þér sælir. im 41 HLUTI arnir komu til hennar. Þeir myrða hana líka, og hverfa svo með bæði líkin í sama bílnum. Síðan víkur sögunni heim til London, þar sem M, yfirmaður leyniþjónust- unnar, hefur tekið málið í sínar hendur. Hann hringir í lækni þann, sem fjallað hefur um leynilögreglu- manninn James Bond, en Bond hef- ur verið veikur um sinn. M segir lækninum, að hann hafi í hyggju að senda Bond til Jamaica til þess að hann geti náð sér í sumri og sól, en það er almennt álitið, að Strangways og Trueblood hafi stung- ig af saman. Það sem áður er komið: Sagan hefst á Jamaica. Fulltrúi brezku leyniþjónustunnar á staðn- um, Strangways, er á leið heim til sín, til þess að hafa loftskeytasam- band við aðalstöðvarnar í London, þegar þrír menn, blendingar úr kín- verja og negra, skjóta hann niður og stinga líkinu inn í bíl. Einkarit- ari hans, Trueblood, hefur náð sam- bandi við London, þegar morðingj- J2 — VIKAN 17. tbl. ’J: ' M lagði á. Andlit hans var kalt og sviplaust. Hann blaðaði f plögg- um á borðinu og við og við skrif- aði hann eitthvað hjá sér. Endrum og eins hringdi hann til einhverra undirdeildanna. Að þessu loknu henti hann öllu í körfuna sem merkt var „Út", teigði sig í pfpuna og tóbakskrúsina, sem gerð var úr fjórtán punda byssukúlu. Fyrir fram- an hann á borðinu var nú ekkert, nema mappa, sem merkt var með rauðri stjörnu, sem þýddi mikilvægt leyndarmál. Á miðja kápu möpp- unnar var skrifað með stórum stöf- um: Stöðin í Karabiska hafinu, og þar undir með skáletri. Strangways og Trueblood. Innanhússíminn blikkaði. M þrýsti á hnapp. — Já? - 007 er hér. — Látið hann koma. Og segið vopnasérfræðingnum að koma upp eftir fimm mínútur. M hallaði sér aftur á bak, stakk pípunni upp í sig og kveikti á eld- spýtu. Gegn um reykinn horfði hann á dyrnar fram f skrifstofu einkarit- arans. Augu hans voru skær og athugul. James Bond kom inn og lokaði á eftir sér. Hann gekk að stólnum andspænis M hinum megin við borð- ið og settist. — Góðan daginn, 007. — Góðan daginn, sir. Það heyrðist ekkert í herberginu annað en snarkið f pfpu M. Honum virtist ganga illa að láta ioga f henni. Fyrir aftan hann dundi slydd- an á stórum gluggunum. Þetta var allt eins og það hafði vakað í minningu Bonds þessa mán- uði sem hann hafði verið fluttur frá sjúkrahúsi til sjúkrahúss, þess- ar vikur sem hann hafði verið las- inn og meðan hann stóð f ströngu með að endurþjálfa líkama sinn. Fyrir honum var þetta það sama og að vakna aftur til Iffsins. Að sitja hér í þessu herbergi gegnt M var ímynd þess eðlilega lífs sem hann hafði þráð. Hann horfði gegn- um reykinn f grá augu yfirmanns sfns. Þau horfðu á hann. Hvað var f bígerð? Einhver eftirmáli við síð- asta verk hans? Kuldaleg skipun í einhverja skrifborðsvinnu heima fyrir? Eða eitthvað skemmtilegt mál, sem M hafði geymt í skúff- unni hjá sér meðan Bond var að ná sér? M kastaði eldspýtustokknum á borðið. Hann hallaði sér aftur á bak og spennti greipar fyrir aftan hnakka. — Hvernig líður þér? Ertu ánægð- ur með að vera kominn aftur? — Mjög ánægður sir. Og mér líður prýðilega. — Eitthvað sem þú átt ósagt um síðasta mál þitt? Ég hefi ekki ónáð- að þig með því að spyrja um það meðan þú varst að ná þér. Þú veizt að ég hefi fyrirskipað rann- sókn. Ég býst við að yfirmaður starfsliðs hafi tekið skýrslu af þér. Hefurðu einhverju við að bæta? Rödd M var viðskiptaleg, köld. Bond geðjaðist ekki að henni. Eitt- hvað óþægilegt var á seyði. Hann svaraði: — Nei, herra, þetta fór allt í handaskolum. Ég get ekki fyrir- gefið mér að láta þessa stúlku koma svona aftan að mér. Það hefði ekki átt að koma fyrir. M lagði hendurnar flatar á borð- ið fyrir framan sig. Augu hans voru hörð. — Það er rétt. Röddin var mjúk, hættuleg. — Byssan þín klikk- aði ef ég man rétt. Þessi Beretta þín með hljóðdeyfinum. Það er eitt- hvað að, 007. Við höfum ekki efni á svona mistökum, og allra sízt þú ef þú ætlar áfram að bera 00 númer. Mundurðu kannske heldur vilja sleppa því og snúa þér að venjulegum störfum? Bond stirðnaði upp. Hann starði á M. Leyfið til þess að drepa fyrir leyniþjónustan, fornúmerið OO, var mikill heiður. Það var erfitt að vinna fyrir því. En það færði Bond þau einu störf sem hann naut, þau hættulegu. — Nei, ég mundi ekki kjósa það sir. — Þá verðum við að velja þér ný vopn. Það var ein af niðurstöð- um rannsóknarnefndarinnar. Ég er henni sammála. Er það skilið? — Ég er vanur þessari byssu, sir, svaraði Bond tilbreytingarlausri röddu. — Ég er ánægður með hana. Það sem gerðist hefði getað komið fyrir hvern sem var. Með hvaða gerð sem var af byssu. — Ég er ekki sammála. Og held- ur ekki rannsóknarnefndin. Og þar með er málið útkljáð. Eina spurn- ingin er sú hvað þú átt að nota í staðinn. M hallaði sér fram á við að innanhússsímanum. — Er vopnasérfræðingurinn þarna? Send- ið hann inn. M hallaði sér aftur á bak: — Það getur verið að þú vitir það ekki, 007, en majór Boothroyd er einn mesti vopnasérfræðingur heimsins, með smávopn sem sérgrein. Annars væri hann ekki hér. Við skulum hlusta á hvað hann hefur að segja. Dyrnar opnuðust. Lágvaxinn, grannur maður með sandgrátt hár, kom inn, gekk að borðinu og stað- næmdist við hliðina á stól Bonds. Bond leit framan í hann. Hann hafði ekki oft séð þennan marm áður, en hann mundi vel þessi skæru, gráu augu með löngu bili á milli, sem aldrei virtust hvika. Maðurinn leit aðeins í svip á Bond, síðan yfir borðið á M. — Góðan daginn sir, sagði hann. — Daginn Boothroyd. Nú langar mig að leggja fyrir yður nokkrar spurningar. Rödd M var kæruleysis- leg. — Og þá er það fyrst hvaða álit þér hafið á þessari Berettu með hlaupvídd 25? — Kvennaleikfang, sir. M lyfti augabrúnunum kald- hæðnislega og leit á Bond. Bond reyndi að brosa. — Einmitt. Og hvers vegna segið þér það? — Þetta er kraftlaust, sir. En auð- velt í meðförum. Hefur dálítið sér- stakt útlit líka ef þér skiljið hvað ég er að fara, sir. Hefur áhrif á kvenfólk. — Og hvernig er hún þá með hljóðdeyfi? — Ennþá kraftminni, sir. Og ég er á móti hljóðdeyfum. Þeir eru þungir og eiga það til að festast f fötum manns þegar maður þarf Framhald á bls. 43. VIKAN 17. tbl. — -jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.