Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 37
— Æfing? Frances leit niður
á úlnliðina, sem hún hafði snú-
ið daginn, sem hún var næstum
orðin fyrir bil. — Þeir hafa al-
veg jafnað sig.
— Ég átti við, að það yrði góð
æfing fyrir þig, að koma fram
sem kona dálítinn tíma, sagði frú
Carr, — að þú hefðir gott af því,
að hugsa meira um útlitið. Þú
ert orðin tuttugu og sjö ára,
Frances, og þú ert reglulega lag-
leg. Hvað er langt síðan þú hefur
átt kærasta?
Frances roðnaði. — Þú talar
eins og ég sé hrædd við karl-
menn!
— Ég átti ekki við það. En
þú ert venjulega of — önnum
kafin —til að gefa þér tíma
til annars en vináttu, er það
ekki?
— Jú, kannske er ég það.
— Þú ert bæði greind og dug-
leg, Frances — ég held að þér
gæti tekizt hvað sem er, ef þú
aðeins legðir þig fram. Ég lief
hugsað mér að fá þér sérstakt
verkefni í þessu frii.
— Ó? Frances leit tortryggn-
islega á hana.
— Þú átt að ná þér i mann!
sagði frú Carr. ■—- Láttu bara
sem þú sért ósköp venjuleg
stúlka og reyndu svo að kló-
festa eiginmann.
En Frances vissi að það lá
ekki eins beint við og frænka
hennar gerði sér i hugarlund.
Hún hafði ekki verið svo önn-
um kafin, að hún hefði aldrei átt
nein ástarævintýri — en innst
inni fyrir var hún hrædd við
að verða svikin og lítilsvirt, og
þessvegna hafði hún alltaf hald-
ið karlmönnum i liæfilegri fjar-
lægð.
Hún hafði verið óásjáleg og
feiminn lærlingur á skrifstofu,
þar sem allar stúlkurnar voru
laglegar og vel klæddar, og
enginn mannanna á skrifstofunni
hafði litið á hana. Þess vegna
hafði hún ákveðið að verða fær-
ari en allar aðrar stúlkur og
komast þannig áfram. Þegar ég
fæ peninga, hugsaði hún, get
ég keypt falleg föt, fengið mér
permanent og farið í hárgreiðslu
í hverri viku. Hún hafði náð
settu marki, en þá var það of
seint. Hún var orðin of gömul
til að verða ástfangin og dauð
hrædd við að verða til athlægis.
Frances hugsaði um allt þetta
meðan hún stóð við borðið und-
ir eldhúsglugganum og strauj-
aði einn af nýju kjólunum. Hún
hafði komizt að raun um að
það hafði róandi áhrif á hana
að strauja.Það var hægt að hugsa
meðan það var gert, og um leið
og mestu hrukkurnar voru slétt-
aðar, leystist úr ýmsum vanda-
málum. Hún lauk við að strauja
kjólinn og fór í hann.
— Hvar ertu Frances? kallaði
frúCarrutan úr garðinum. — það
er kominn gestur, sem ætlar að
drekka með okkur te. Hann hef-
ur lika unnið fyrir því — hann
er búinn ag flytja stóra steininn
úr beðinu!
— Gesturinn var Peter Milroy,
sonur læknisins, sem var nýkom-
inn heim eftir margra ára dvöl
í Ástraliu. Hann var hár og ó-
trúlega útitekinn — og mjög
myndarlegur. Hann veit víst
vel af því, hugsaði Frances með
sér. Það var auðséð, að liann
leit á sjálfan sig sem ævintýra-
mann og frú Carr, sem var hrif-
in af laglegum mönnum, örvaði
hann til að segja frá dáðum sín-
um. En það þýðir ekki fyrir
hann, að reyna að fá mig til að
dást að sér, hugsaði Frances.
Peter sneri sér að henni. —
Hvernig fáið þér tímann til að
liða hérna í Colvis Bay? spurði
hann. — Yður lilýtur að leið-
ast hér til lengdar?
— Ég ... byrjaði Frances.
— Ó, F'rances vinnur að sér-
stöku máli hér í friinu, tók frú
Carr fram i fyrir henni. ■— En
langar þig ekki til að þvo þér
hendurnar áður en við borðum?
Baðherbergið er innst i gangin-
um.
— Reyndu að vera svolitið
vingjarnleg við hann, sagði hún
við Frances, þegar þær voru
orðnar einar. — Hann sýnist
vera dálitið upp með sér, en
það er hara vegna þess að hann
er feiminn. Sumir menn verða
dauðhræddir við laglegar stúlk-
ur, þegar þeir hafa verið fjarri
siðmenningunni i langan tima.
Frances trúði þessu nú tæp-
lega. Hræddur við liana? En þeg-
ar Peter kom aftur og var næst-
um búinn að missa bollann,
sem hún rétti honum, sá hún, að
frænka hennar hafði haft rétt
fyrir sér.
—. Viljið þér ekki kökustykki?
sagði hún og brosti vingjarnlega.
— Setjið bollann hér á borðið.
Hvar er þessi staður í Ástraliu,
sem þér dvöldust á? Ég er ótta-
lega fáfróð.
Hann fór að segja frá. Það var
þægilegt að sjá hvernig liann
varð óþvingaður og í rauninni
var hann mjög skemmtilegur,
þótt hann væri enn svolítið
hræddur við hana. Það var ekki
fyrr en frú Carr gerði sér eitt-
livað til erindis fram og þau
urðu ein inni, að hann þorði
að spyrja Frances hvort hún
vildi liitta sig daginn eftir.
Næsta morgun fóru þau að
synda í sjónum og eftir hádegis-
verð óku þau út i sveitina á
litla, lirörlega bílnum, sem hann
hafði keypt lil að nota þann
tíma, sem hann væri heima.
Áður en vikan var liðin, var
það orðin föst regla, að þau
væru saman á hverjum degi.
Hanri hafði frá nógu að segja
og var i senn ákveðinn og feim-
inn.
— Ég kem og sæki þig klukk-
an niu á morgun — og láttu mig
ekki bíða!
GENERAL
ELECTRIC
SJÁLFVIRK
UPPÞVOmVÉL
með hitaelimenti og
þurrkara.
ELECTRIC H.F.
Túngötu 6, síml 15355
Rafmagns
HEIMILISTÆKI
eru heimsþekkt fyrir gæði, end-
ingu og smekklegt útlit.
ÞVOTTAVÉLAR
tvær gerðir með og ón
tímarofa.
ORGANGSKVÖRN
sem tengja mó við
flesta eldhúsvaska. —
Hún mlar úrgang. —
Skolar út.
Viðlegu- og ferðaútbúnaður
er góö íermingargjöf
Munið að úrvalið tíl
fermingargjjaffa er f
Kföpgarði - Laugavegi 59
PÓSTSENDUM
VIKAN 17. tbl. — Q7