Vikan


Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 43
DR. NO Svo kem ég hingað og finn þig hraustari en nokkru sinni fyrr og ... og .. Nei, ég vil ekki segja það! hrópaði hann. Frances dró djúpt andann. — Veiztu hvers vegna ég vildi ekki að þú heimsæktir mjg á sjúkra- húsið, Willie? spurði hún. Veiztu hvers vegna ég gekk beint á vörubilinn? Willie hristi höfuðið. — Það hef ég ekki hugmynd um. ■—- Ég var að horfa á einka- ritarann þinn — þessa laglegu, ljóshærðu. Hún var að fara yfir götuna þarna skammt frá. Hún hljóp til þín, og þú stóðst og beiðst eftir henni... — Já, það er satt — nú man ég það! sagði Willie. — Hún ætlaði að spyrja mig um eitthvað, sem ég hafði lesið henni fyrir. Alveg ómöguleg stelpa, hún getur ekki einu sinni lesið það sem húnn sjálf skrifar. En hvað kem- ur það þessu við . ..? — Ég var afbrýðissöm, sagði Frances. — Ég hélt að þú værir ástfanginn af henni. Ég reyndi að hugsa ekki um það, en ég vissi — það rann allt í einu upp fyrir mér — að ef þú kvæntist ein- hverri annarri, yrði ég að hætta að vinna hjá Rentons. Þess vegna fékk ég næstum taugaáfall. — Og varzt næstum búin að láta mig fá það lika, sagði Will- ie. — Ó, Frances, ástin mín, kjáninn minn! Hann var enn að ávíta hana, þegar hann beygði sig fram og kyssti hana, en Frances tók ekki eftir þvi. Það var svo vinalegt, að hlusta á rödd Willies, að það hafði enga þýðingu, hvað hann sagði. Kossar Peters höfðu verið ágætir fyrir það hlutverk, sem hún lék þá, en þetta var lífið sjálft. Stúlkan, sem Willie kyssti, var Frances sjálf — ekki stúlka, sem liélt að hún væri seytján ára. * Framhald af bls. 13. að flýta sér. Ég mundi ekki róð- leggja neinum að nota þesshóttar tæki, sir. Ekki ef vopnið er notað í alvöru. M sneri sér að Bond og spurði alúðlega: — Hafið þér eitthvað að segja, 007? — Bond yppti öxlum. — Ég er ekki sammóla. Ég hef notað Berett- una í fimmtán ár. Hún hefur aldrei klikkað og ég hefi ekki misst marks með henni enn. Það er ekki slæm ending fyrir byssu. Það er nú bara svona að ég er vanur henni og það er ekki meira um það að segja. Ég hefi notað stærri byssur þeg- ar ég hefi mátt til — Colt .45 með löngu hlaupi tii dæmis. En í návígi og einnig þegar þarf að fela hlut- inn, þá finnst mér Berettan þægi- legust. Bond þagnaði. Honum fannst að hann þyrfti að láta einhvers staðar undan. — Ég er sammála um hljóðdeyfinn sir. Þeir eru óþægi- legir. En stundum verður ekki hjá því komizt að nota þá. — Við höfum séð hvað kemur fyrir þegar þið gerið það, sagði M þurrlega. — Og hvað það snertir að skipta um byssu, það er aðeins spurning um æfingu. Þér komizt fIjótlega upp á lagið með að nota einhverja aðra. M leyfði sér að láta votta fyrir samúð í röddinni. — Mér þykir það leitt 007. En ég hefi tek- ið ákvörðun. Stattu aðeins upp. Mig langar að biðja vopnasérfræð- inginn að athuga líkamsvöxtinn Bond stóð upp og leit á vopna- sérfræðinginn. I augum hans varð engin hlýja fundin. Vopnasérfræð- ingurinn gekk hringinn í kringum Bond. Hann bað hann afsökunar og þreifaði á honum hér og þar. Hann staðnæmdist aftur fyrir framan hann og sagði: — Má ég sjá byssuna yðar? Bond stakk höndinni hægt inn undir jakkann sinn, og kom fram með Berettuna, sem hafði verið hlaupsöguð. Boothroyd rannsakaði vopnið og vó það í hendi sér. Hann setti það á borðið. — Og byssuhulstrið? Bond smeygði sér úr jakkanum og tók af sér beltið með byssu- hylkinu. Svo fór hann í jakkann aftur. Boothroyd kastaði hulstrinu við hliðina á byssunni með óþol- inmóðri handhreyf ingu. Hann leit yfir borðið á M. — Ég held að við getum fengið betra en þetta, sir, sagði hann og raddblærinn var eins og fyrsti dýri klæðskerinn, sem Bond leitaði til, hafði notað. Bond settist niður. Hann tók sig á til þess að vera ekki ruddalega leiðinlegur á svipinn. í staðinn horfði hann sviplaus á M. — Jæja — vopnasérfræðinaur, hverju mynduð þér mæla með? Major Boothroyd greip til sér- fræðingsraddarinnar: — Ja, sagði hann hógværlega, — ég hef nú reynt flestar af þessum litlu, sjálf- virku skammbyssum. Ég hef skotið fimm þúsund skotum úr hverri á tuttugu og fimm m. færi, af þeim mundi ég helzt velja Walter PPK 7.65 mm. Þessi byssa kemur að vísu f fjórða sæti á eftir hinni japönsku M-14, rússnesku Tokarev og Sauer M-38. En ég er ánægður með hvað hún þarf lítið átak og hve fljótvirk hún er, ég held að þetta hentaði 007 ágætlega. Þetta er reglulega kraftmikil byssa. Auðvitað er hlaup- víddin .32 ekki hagstæð ef miðað er við Berettuna með .25, en ég mundi ekki mæla með minni byssu og það er hægt að fá skotfæri fyrir Walther byssuna hvar sem er í heiminum, það er kostur fram yfir japönsku og rússnesku byss- urnar. M sneri sér að Bond. — Vilt þú segja eitthvað? — Þetta er góð byssa sir, viður- kenndi Bond. — Aðeins fyrirferðar- meiri en Berettan. Hvernig hefur ^ Krydd eru jurta- hlutar, sem inni- halda bragð- og lykt- sterk efni og eru þess vegna notaðir til þess að gefa matarréttum matarlistarauk- andi lykt og bragð. Verðmœti • krydds liggur svo til eingöngu í bragðefnainnihaldi þess og bragðdauft eða bragðlaust krydd er einskis virði Krydd er oft falsað, sérstaklega mulið krydd, sem blanda má og drýgja með ýmsum óskyldum efnum, svo sem krít, gipsi, leir, mold, grafíti, kolum o. fl. o. fl. Ýmsar af þessum íblöndunum þarf sérfrœðiþekkingu Hl ^ að uppgötva og sanna, en hins vegar er krydd, sem þannig er drýgt skuld léleg vara og oft mjög ódýr. • A Gott krydd er yfirleitt alltaf fremur dýr vara og því er mjög ódýrt krydd alltaf grun- samleg vara og líkindi fyrir svikinni Bezta tryggingin fyrir góðri og ósvikinni vöru þekkt og viðurkennd vörumerki frá viður- kenndum fyrirtœkjum með sérfróðu síarfsliði. LILLU nafnið er sjíkt vörumerki og er ávallt trygging fyrir flokks pri VIKAN 17. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.